Snæfellsbær
Menningarnefnd – 208. fundur
Menningarnefnd Snæfellsbæjar
208. fundur
30. apríl 2022 frá kl. 12:00 – 13:00 í Átthagastofu Snæfellsbæjar
**Fundinn sátu**: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir. **Fundargerð ritaði**: Rut Ragnarsdóttir.
==== Dagskrá: ====
**1. Hollvinasamtök gamla Pakkhússins**
Jenný Guðmundsdóttir kemur á fundinn fyrir hönd hollvinasamtakanna og kynnir hugmyndir þeirra. Rædd voru safnamál og geymsla safnmuna ásamt skrásetningu. Hollvinasamtökin óska eftir samstarfi við menningarnefnd hvað varðar tiltekt í safngeymslu og skrásetningu muna.
Nefndin tekur jákvætt í verkefnið og hefur áður talað fyrir mikilvægi þess að menningararfur Snæfellsbæjar sé haldið til haga með skrásetningu. Nefndin óskar eftir því að Hollvinasamtökin komi með hugmyndir og kostnaðaráætlun að safnafræðing til að meta hversu víðfemt verkefnið er.
**2. Beiðni frá Leikfélaginu Laugu**
Ósk um aðstoð við stofnun á félaginu.
Menningarnefnd fagnar framtakinu og boðar nýtt leikfélag á næsta fund nefndarinnar.