Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 242. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra
=== 2.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Framlögð úrsögn Kristjáns J. Péturssonar úr Fjölmenningarráði.
=== 3.Heimasíða Borgarbyggðar ===
2205028
Framlagður undirritaður þjónustusamningur við Netvöktun ehf. sem felur í sér forritun og uppsetningu á nýrri heimasíðu Borgarbyggðar.
Seitarstjórn staðfestir framlagðan þjónustusamning við Netvöktun um forritun og uppsetningu á nýrri heimasíðu Borgarbyggðar dags. 28.júní 2023.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Beiðni um umsögn vegna breytinga á urðunarstað í Fíflholtum ===
2307031
Afgreiðsla 55. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða nýja urðunarrein í Fíflholtum á Mýrum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að veita umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins."
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða nýja urðunarrein í Fíflholtum á Mýrum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að veita umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins."
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða nýja urðunarrein í Fíflholtum á Mýrum og felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 ===
2306008F
Fundargerð framlögð
- 5.1 2303232
[Ríkiseignir - Lönd og lóðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2303232)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð óskar eftir forkaupsrétti að þeim löndum og lóðum sem ríkið á í Borgarbyggð komi til sölu þeirra. Sveitarstjóra falið að koma þeirri skoðun á framfæri við fjármálaráðuneytið og Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir.
Samþykkt samhljóða.
Thelma Dögg Harðardóttir var fjarverandi í upphafi fundar.
- 5.2 2306082
[Ágangsfé - beiðni um smölun í Einifelli](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2306082)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar umhverfis- og landbúnaðarnefndar þar sem nefndin vinnur nú að lokafrágangi verklagsreglna um viðbrögð sveitarfélagsins við beiðnum um smölun ágangsfjár.
Samþykkt samhljóða.
- 5.3 1901093
[Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#1901093)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í velferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
- 5.4 2210251
[Áformuð hlutafjáraukning Ljósleiðarans](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2210251)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð þakkar kynninguna. Á fundinn komu í gegnum fjarfundabúnað stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur, Ljósleiðarans og sérfræðingar frá Arion banka.
Thelma Dögg Harðardóttir mætti til fundarins að afloknum þessum dagskrárlið.
- 5.5 2112004
[Hitaveita Varmalands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2112004)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Til fundarins komu Erla Gunnlaugsdóttir, Hjalti Þórhallsson og Þórhallur Bjarnason frá Laugalandi. Byggðarráð þakkar fyrir góðan fund. Sveitarfélagið er nú með til skoðunar drög að samningi við Laugaland um nýtingu á heitu vatni. Á 624. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: "Nýting sveitarfélagsins á heitu vatni á Varmalandi og úr borholu í landi Laugarlands á sér langa sögu. Áður en byggðarráð mótar sér afstöðu er þess farið á leit við sveitarstjóra að vinna minnisblað er varðar einstaka atriði samningsdraganna." Þessi vinna stendur yfir en hún felur t.d. í sér talsverða athugun á eldri gögnum. Byggðarráð tekur undir að mikilvægt er að ná samkomulagi sem fyrst en byggðarráð telur þó jafnframt mikilvægt að ákvarðanatakan byggi á eins góðum undirbúningi og frekast er unnt. Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið að skýra þurfi línurnar varðandi gjaldtöku fyrir heitt vatn á Varmalandi. Horfa þarf til þess t.d. í yfirstandandi stefnumótun um rekstrarfyrirkomulag smærri veitna í Borgarbyggð.
Samþykkt samhljóða.
- 5.6 2302056
[Málefni sumarhúsafélags Syðri Hraundals](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2302056)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð mælist til við Vegagerðina að skilgreindur héraðsvegur verið lengdur, að lágmarki um u.þ.b. 3 km eða að frístundasvæði Syðri-Hraundals, í samræmi við þegar orðna stækkun frístundahverfisins og fyrirhugaða frekari stækkun þess. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
- 5.7 2306056
[Klettaborg - framkvæmdir á húsnæði vor 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2306056)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð telur mikilvægt að halda áfram uppbyggingu leikskóla og að fjölga leikskólarýmum í samræmi við þörf og stefnu um að börn komist inn á leikskóla við tólf mánaða aldur. Sú hugmynd að stækkun sem hér er lögð fram rúmast ekki innan fjárfestingaráætlunar sveitarfélagsins og kallar þess vegna á sérstaka skoðun. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram m.t.t. þarfa, kostnaðar og starfsemi leikskóla í sveitarfélaginu almennt.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð lýsir áhuga á þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við forsvarsmenn verkefnisins varðandi næstu skref.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Borgarbyggð sinnir garðslætti eins og öðru viðhaldi við eignir í sinni eigu. Byggðarráð geldur varhug við að sveitarfélagið taki að sér garðslátt fyrir aðra nema í undantekningartilfellum. Bæði horfir byggðarráð þar t.d. til fjárhags- og samkeppnissjónarmiða.
Samþykkt samhljóða.
- 5.10 2303217
[Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2303217)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Lagt fram til kynningar. Byggðarráð tekur undir að fenginn verði ráðgjafi til starfa sem verður sveitarstjórn, fræðslunefnd og samráðshópi til ráðgjafar. Fjármögnun ráðgjafar verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun. Þá leggur byggðarráð til að fram fari vinnufundur sveitarstjórnar um skólamál.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu í tilraunaskyni til eins árs. Sveitarstjóra falið að leggja mat á hvort fjárhagsleg áhrif kalli á viðauka við fjárhagsáætlun þegar viðbrögð hafa komið fram.
Samþykkt samhljóða.
- 5.12 2106030
[Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2106030)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð tekur undir að tekin verði saman skýrsla um framtíðarsýn um skipulagningu íþróttastarfs í Borgarbyggð í samstarfi við UMSB og aðildarfélög þess í samræmi við afgreiðslu fræðslunefndar í tengslum við endurskoðun á samstarfssamningi Borgarbyggðar og UMSB. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og skapist kostnaður við þá vinnu verði honum vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
- 5.13 2010114
[Frístundastyrkur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2010114)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð samþykkir að framhald verði á því að börn eldri en 10 ára með lögheimili í Borgarbyggð fái að gjöf sundkort frá sveitarfélaginu sem gildir í allar sundlaugar þess. Byggðarráð vísar því til forvarnarteymis hvort og þá hvernig halda skuli áfram með fyrirkomulagið næsta haust.
Samþykkt samhljóða.
- 5.14 2301075
[Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2301075)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Byggðarráð samþykkir að vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags verði skipaður. Sveitarstjóra er falið að taka saman erindisbréf fyrir hópinn.
Samþykkt samhljóða.
- 5.15 2306088
[Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - fundarboð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2306088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Fundarboð framlagt og felur sveitarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- 5.16 2306081
[Aðalfundur Grundartanga ehf. - Þróunarfélags 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2306081)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Fundarboð framlagt og sveitarstjóra eða staðgengli hans falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- 5.17 2304010
[Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 19. apríl 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2304010)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Fundargerð framlögð.
- 5.18 2301193
[Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2301193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Fundargerð framlögð.
- 5.19 2301193
[Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2301193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Fundargerð framlögð
- 5.20 2302108
[Fundargerðir Faxaflóahafna 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18961#2302108)Byggðarráð Borgarbyggðar - 636 Fundargerð framlögð.
=== 6.Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 ===
2306015F
Fundargerð framlögð
Til máls tóku:
RÓ undir lið 2
SBG undir lið 2
Til máls tóku:
RÓ undir lið 2
SBG undir lið 2
- 6.1 2303224
[Brunavarnir Heiðsynninga og húsnæði þeirra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18963#2303224)Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Byggðarráð tekur undir þá tillögu sem fram kemur í minnisblaði varaslökkviliðsstjóra um að Borgarbyggð óski eftir viðræðum við Eyja- og Miklaholtshrepp um framtíð félagsins og ráðstöfun húsnæðis þess. Engin starfsemi hefur verið í Brunavörnum Heiðsynninga í áraraðir og vandséð að tilefni sé til að halda starfsemi þeirra áfram. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Byggðarráð tekur undir með Umhverfis- og landbúnaðarnefnd að í þeim fjallskiladeildum þar sem 6. grein fjallskilasamþykktar nr. 635/2015 hefur verið virkjuð og þannig búið að setja með fjallskilasamþykkt hvar heimilt er að halda fé yfir sumartímann, þ.e. á afgirtum afrétt eða í fjárheldri girðingu á heimalandi, skuli smalað þegar tilkynningar berast um ágangsfé sem er á öðrum löndum í óleyfi. Sveitarstjóra falið að skilgreina verklag í samræmi við bókun umhverfis- og landbúnaðarnefndar og auglýsa fyrirkomulag.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS, GE) en einn fulltrúi sat hjá (REJ).
Thelma Dögg Harðardóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta byggðarráðs:"Fulltrúar minnihlutans í Byggðarráði gagnrýna harðlega þá niðurstöðu sem Umhverfis & landbúnaðarnefnd hefur komist að við vinnu á verklagsreglum vegna lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu. Sú niðurstaða sem lögð er fyrir Byggðarráð, sem felur í sér að útbúa ekki sérstakar verklagsreglur vegna smölunar ágangsfjár, er óviðunandi niðurstaða að mati minnihlutans. Umræða og vinna við reglurnar hefur staðið yfir frá haustmánuðum 2022 og því eru það mikil vonbrigði að ekki náist að klára málið á tilsettum tíma. Íbúar í dreifbýli sveitarfélagsins hafa beðið átekta eftir leiðbeiningum sveitarfélagsins um hvernig skal aðhafast vörslu sauðfjár og smölun þess ef til þess kæmi. Minnihlutinn brýnir fyrir sveitarfélaginu að burt séð frá vinnslu ofangreindra verklagsreglna, sem áttu að ramma inn það verklag notað yrði í málefnum ágangsfjár innan tiltekins svæðis sveitarfélagsins þar sem 6. gr. fjallskilasamþykktar Borgarbyggðar nr. 683/2015 hefur verið virkjuð, þar sem koma fram skýrar lögbundnar skyldur sveitarfélagsins í lögum um afréttarmálefni, fjallskil og fleira nr. 6/1986. Minnihlutinn hvetur sveitarfélagið til að láta sig málið varða með þeim hætti að sinna sínu hlutverki við smölun ágangsfjár lögum samkvæmt, enda er sterk lagastoð til staðar og mikilvægt að allir hlutaðeigandi virði sín hlutverk. Þar getur sveitarfélagið ekki undanskilið sjálft sig. Um er að ræða viðamikið mál sem varðar alla landeigendur sveitarfélagsins og spilar málefnið veigamikinn þátt í afkomu ólíkra atvinnugreina og sátt þeirra á milli.
Þá áréttar minnihluti byggðarráðs að smölum ágangsfjár sem leggur leið sína úr einu heimalandi í annað hlýst enginn kostnaður fyrir sveitarfélagið samkvæmt 33. gr. laga um afréttarmálefnu ofl. nr. 6/1986. Því má velta fyrir sér erindi þessa máls sem og annara sem snúa að smölun heimalanda á vettvangi byggðarráðs enda ekki um ákvörðun vegna fjárútláta að ræða.
Afstaða minnihlutans er með öllu afdráttarlaus og skýlaus krafa að byggðarráð, sem fer fullnaðarafgreiðslu mála, tryggi að fari verði að lögum um afréttarmáli á komandi afréttatímibili og tryggi með því bæði samfélagslega ró um málefnið og skýrar verklagsreglur."
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
- 6.3 2305024
[Umræða um fjármagnsskipan Faxaflóahafna](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18963#2305024)Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Byggðarráð þakkar fyrir það góða yfirlit sem stjórnendur Faxaflóahafna hafa unnið um eignir félagsins. Framlagning á slíku yfirliti er takti við væntingar um skýra og skipulega upplýsingagjöf til eigenda í samræmi við nýja eigendastefnu Faxaflóahafna og eykur gagnsæi og ábyrgð. Það er ekki síst mikilvægt fyrir minni hluthafa í félaginu, líkt og Borgarbyggð sem á 4,14% hlut.
- 6.4 2304250
[Vinnudeilur og verkfallsboðun BSRB vorið 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18963#2304250)Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Það er léttir að verkfalli starfsmanna í aðildarfélögum BSRB sé lokið. Byggðarráð minnir hins vegar á að lækkun verðbólgu er stærsta hagsmunamál þjóðarbúsins í dag. Verðbólgan kemur verst niður á tekjulágum hópum. Það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að verðbólgan festi sig í sessi og umsamdar kjarasamningshækkanir hverfi í verðbólgu. Slíkt kallar á víxlverkun og samfélagslegt tjón fyrir kynslóðir. Byggðarráð skorar á verkalýðshreyfingu og atvinnulíf vinna að þjóðarsátt um stöðugt verðlag og sjálfbæra aukningu kaupmáttar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna samantekt á áhrifum nýgerðra kjarasamninga á afkomu sveitarfélagsins og kynna fyrir byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Unnið er að regluverki um áhættumat vegna vatnsflóða með það að markmiði að lágmarka lýkur á tjónum og afleiðingum vegna þeirra. Lögð er áhersla á að sjónarmið og upplýsingar frá sveitarfélögunum eigi greiða aðkomu að þeirri vinnu. Rætt var með hvaða hætti sveitarfélög vinni, og hafi til hliðsjónar, áhættumat vegna vatnsflóða. Byggðarráð þakkar afar fróðlega kynningu. Byggðarráð vísar málefninu til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að fullvinna og kynna fyrir samráðshópnum.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Byggðarráð tekur vel í erindið. Líkamsrækt á þrekhjólum í sveitarfélaginu á sér langa sögu, nýting á hjólanna er góð en þau eru komin til ára sinna og endurnýjun mikilvæg. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og leggja fram tillögur að endurnýjun þrekhjóla.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Byggðarráð tekur keppendum Grefilsins fagnandi á leið þeirra um sveitarfélagið. Keppnin og möguleg stækkun hennar er jákvæð fyrir sveitarfélagið, ferðaþjónustu, íbúa og náttúru. Farið er fram á stuðning vegna keppni næsta árs. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram en ákvörðun ræðst í fjárhagsáætlunarvinnu nú í haust.
Samþykkt samhljóða.
- 6.9 2205140
[Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18963#2205140)Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Byggðarráð þakkar Sigríði Dóru fyrir vel unnin störf. Þórunn Unnur Birgisdóttir tekur sæti hennar sem varamaður í sveitarstjórn. Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar samþykkir að skipa Sigrúnu Ólafsdóttur í byggingarnefnd íþróttamannvirkja í hennar stað og Þorstein Eyþórsson sem varamann.
Samþykkt samhljóða.
- 6.10 2306149
[Aðalfundur Nývest](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18963#2306149)Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Framlagt.
- 6.11 2301193
[Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18963#2301193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Fundargerðir framlagðar
- 6.12 2306089
[Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18963#2306089)Byggðarráð Borgarbyggðar - 637 Fundarerðir framlagðar.
=== 7.Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 ===
2306019F
Fundargerð framlögð
- 7.1 1812074
[Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#1812074)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Dómur Landsréttar framlagður en hann féll Borgarbyggð í óhag og er sveitarfélaginu þar gert að greiða tæplega 5,4 m.kr. með dráttarvöxtum auk greiðslu málskostnaðar. Með dómnum er snúið við niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands. Niðurstaða Landsréttar kemur byggðarráði á óvart og felur sveitarstjóra að skoða hvort ástæða sé til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar svo sem m.t.t. fjárhagslegra hagsmuna og mögulegs fordæmisgildis.
Samþykkt samhljóða.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Guðjón Ármannsson lögmaður hjá Lex kom til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Framlögð framlenging á fresti til úrbóta vegna fyrirmæla Vinnueftirlitsins þar sem fram kemur að frestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 1. janúar 2024. Þegar hefur verið brugðist við vel flestum þeirra athugasemda sem fram höfðu komið í fyrirmælum Vinnueftirlitsins.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
- 7.3 2304017
[Viðauki við fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#2304017)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Framlögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna gatnagerðar á Varmalandi en vanáætlað hafði verið fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun ársins en gert hafði verið ráð fyrir að stærri hluti félli innan árs 2022. Byggðarráð sem hefur fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir framlagða tillögu að viðauka sem felur einnig í sér samtals 20 m.kr. lækkun á áætlaðri fjárfestingu í gatnagerð við Kveldúlfshöfða í ár á móti hækkun áætlunar vegna gatnagerðar á Varmalandi.
Samþykkt samhljóða.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.
- 7.4 1911152
[Vindorkuver - kynning](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#1911152)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Byggðarráð þakkar Katli fyrir fróðlega kynningu á stöðu vindorkuverkefna félagsins í Borgarbyggð.
- 7.5 2306088
[Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - fundarboð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#2306088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir framlögð drög að umsögn um arðgreiðslustefnu fyrir Faxaflóahafnir. Byggðarráð Borgarbyggðar telur ekki vera til hagsbóta fyrir félagið og eigendur þess að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að arðgreiðslustefnu til þriggja ára á þessari stundu. Byggðarráð telur rétt að bíða með slíka samþykkt þangað til skýrari sýn er fengin á fjármagnsskipan félagsins.
Samþykkt samhljóða.
- 7.6 2305226
[Starfshópur um þróun á Varmalandi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#2305226)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Byggðarráð samþykkir að hlutverk hópsins verði útvíkkað þannig að horft verði til þéttbýlis í Borgarbyggð utan Borgarness og tækifæri til uppbyggingar greind m.t.t. sérstöðu og styrkleika. Byggðarráð hvetur til að í vinnunni verði leitað eftir samstarfi við háskólaumhverfið í Borgarbyggð. Sveitarstjóra er falið að vinna erindisbréf fyrir hópinn.
Samþykkt samhljóða.
- 7.7 2111213
[Brákarey - framtíðarskipulag](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#2111213)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Byggðarráð þakkar Festi fyrir góða vinnu og gott samstarf. Að mati byggðarráðs fela tillögurnar í sér mjög spennandi framtíðarsýn fyrir Brákarey og um leið Borgarnes. Þær uppfylla þau markmið að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem mun laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa. Byggðarráð lýsir yfir áhuga á að Festir hafi áframhaldandi aðkomu að því að hugmyndirnar verði að veruleika. Framundan er vinna að gerð kynningar á tillögunum fyrir hagaðilum í Brákarey og í framhaldi íbúum Borgarbyggðar.
- 7.8 2205036
[Nytjamarkaður - samskipti vegna húsnæðismála](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#2205036)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Áskorun framlögð.
- 7.9 2306264
[Kynning á uppbyggingaráformum Hótels Hamars](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18966#2306264)Byggðarráð Borgarbyggðar - 638 Byggðarráð tekur vel í þær tillögur sem kynntar voru um uppbyggingu á Hótel Hamri. Í huga byggðarráðs er mikilvægt að af hálfu Golfklúbbs Borgarness liggur nú fyrir stuðningur við drög að deiliskipulagstillögu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda samtali áfram við forsvarsmenn Hótels Hamars með það að markmiði að fullvinna tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Samþykkt samhljóða.
Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið.
=== 8.Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 ===
2307002F
Fundargerð framlögð
- 8.1 2307011
[Fjárhagsáætlun 2024](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18967#2307011)Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs kynnti fyrstu drög af þeim áhrifum sem hækkun fasteignamats, mannfjöldaþróun, þróun í fjölda starfandi, launaþróun ofl. gætu haft á tekjur sveitarfélagsins að gefnum mismunandi forsendum. Ljóst er að ýmsar tekjuforsendur hafa þróast í hagstæða átt. Á hinn bóginn er jafnljóst að kostnaðarþróun hefur þróast á neikvæðan hátt t.d. þar sem niðurstaða kjarasamninga hefur verið mun ríflegri en forsendur gerðu ráð fyrir. Vinna við fjárhagsáætlun stendur yfir og verður jafnóðum kynnt fyrir byggðarráði.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Byggðarráð sem fer með heimild til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir tillögu að úthlutun framkvæmdastyrkja á grundvelli reglna um framkvæmdastyrki til íþrótta- og tómstundafélaga. Byggðarráð samþykkir að öll verkefni sem uppfylla skilyrði fyrir styrknum verði styrkt um sama hlutfall efniskostnaðar. Heildarupphæð umsókna sem bárust og uppfylla skilyrði er kr. 14.755.000 sem felst í efniskostnaði við framkvæmdirnar. Heildarfjármagn til úthlutunar skv. fjárhagsáætlun er kr. 4.000.000. Reiknað er með sjálfboðaliðavinnu félagsmanna. Eftirfarandi félög fengu úthlutað styrk: Golfklúbbur Borgarness kr. 2.644.527,-, Hestamannafélagið Borgfirðingur kr. 1.192.816 og Ungmennafélagið Íslendingur kr. 162.657,-. Í reglum um framkvæmdastyrki til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð eru styrkhæf verkefni framkvæmdir íþrótta- og tómstundafélaga til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði í eigu félags.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Tillaga sveitarstjóra er að Guðný Elíasdóttir verði ráðin í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hjá Borgarbyggð.
Guðný lauk B.Sc. í byggingarfræði frá háskólanum Vitus Bering í Danmörku árið 2004 og námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2000.
Guðný hefur mikla reynslu bæði sem sérfræðingur og stjórnandi í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið. Hún hefur starfað sem deildarstjóri skipulags- og byggingarmála og verkefnastjóri framkvæmda og áætlana hjá Borgarbyggð síðan 2021. Guðný var byggingarfulltrúi og yfirmaður tæknisviðsviðs hjá Hvalfjarðasveit frá 2013 til 2021. Auk þess þá starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands frá 2010 til 2013 og var umsjónarmaður atvinnuátakshóp og hjá Arkís frá 2005 til 2009 þar sem hún hafði yfirumsjón með stórum verkefnum og teymisstjórn.
Alls voru umsækjendur um starf sviðsstjóra sjö talsins og úr öflugum hópi voru viðtöl tekin við fjóra umsækjendur og framhaldsviðtöl við þrjá.
Hagvangur hafði umsjón með ráðningarferlinu en fyrir hönd Borgarbyggðar stóðu að ferlinu sveitarstjóri, mannauðsstjóri og formaður byggðarráðs.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir tillögu sveitarstjóra um ráðningu Guðnýjar í starfið og væntir mikils af henni í að leiða afar mikilvæg verkefni í uppbyggingu og velferð sveitarfélagsins og íbúa þess.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða ráðningu Guðnýjar Elíasdóttur í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
- 8.4 1812074
[Krókur - Hlutdeild í girðingarkostnaði, krafa](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18967#1812074)Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Dómur Landsréttar kom byggðarráði á óvart en þar er snúið við dómi Héraðsdóms.
Standi dómur Landsréttar skapast óvissa til framtíðar, m.a. um það hvaða girðingum Borgarbyggð skal viðhalda á svæðinu til framtíðar. Byggðarráð telur jafnframt að dómurinn hafi fordæmisgildi sem skapar óvissu um land allt.
- 8.5 2301075
[Aðalskipulag - Endurskoðun - Vinnslutími](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18967#2301075)Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Byggðarráð sem fer með heimild til fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða að skipa Davíð Sigurðsson, Sigurð Guðmundsson, Loga Sigurðsson, Sigrúnu Ólafsdóttur, Önnu Sólrúnu Kolbeinsdóttur og Thelmu Dögg Harðardóttur í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags. Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi og er sveitarstjóra falið að fullvinna og kynna fyrir vinnuhópnum.
- 8.6 2307008
[Fitjar 1 L233062 - Umsókn um lóð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18967#2307008)Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Byggðarráð samþykkir að úthluta Agli Jóhannssyni f.h. Brimborgar ehf. tímabundið lóðina Fitjar 1 L233062 til að allt að eins árs. Byggðarráð sér lóðina fyrir sér sem framtíðarstað fyrir sameiginlegt húsnæði Lögreglunnar á Vesturlandi og Slökkviliðs Borgarbyggðar og bindur vonir við að samkomulag þar að lútandi náist. Byggðarráð er þ.a.l. aðeins reiðubúið að gera samkomulag um leigu á lóðinni til skamms tíma.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til umræðu í skipulags- og byggingarnefnd.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Minnisblaðið sem unnið er af umsjónarmanni fasteigna sýnir þann möguleika að breyta nýtingu á rými í Íþróttahúsinu í Borgarnesi þannig að mögulegt er að stækka búningsklefa kvenna, koma fyrir einstaklingsklefum og salerni fyrir fatlaða. Þá væri til skoðunar að koma fyrir einstaklingsklefum utandyra. Byggðarráð telur tilefni til að skoða möguleika þá sem fram koma í minnisblaðinu enn betur og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram kostnaðaráætlun.
- 8.9 2106079
[Vatnsveita Hraunhrepps](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18967#2106079)Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða.
- 8.10 2301193
[Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18967#2301193)Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Framlagt.
- 8.11 2302108
[Fundargerðir Faxaflóahafna 2023.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18967#2302108)Byggðarráð Borgarbyggðar - 639 Fundargerð framlögð.
=== 9.Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 ===
2307004F
Fundargerð framlögð
- 9.1 2307087
[Umræða um fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2307087)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Farið yfir stöðu fjárfestingarverkefna hjá Borgarbyggð.
- 9.2 2304017
[Viðauki við fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2304017)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Lögð fram tillaga að viðauka IV við fjárhagsáætlun ársins 2023. Í viðaukanum er gert ráð fyrir breytingu á rekstraráætlun hvað varðar kostnað og tekjur vegna smölunar á ágangsfé og einnig er gert ráð fyrir 5,1 millj kr í hækkun á framkvæmdaáætlun vegna kaupa og uppsetningar á strætóskýlum. Gert er ráð fyrir að handbært fé lækki sem nemur kostnaði við viðaukann.
Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar samþykkir samhljóða framlagða tillögu að viðauka.
- 9.3 2307011
[Fjárhagsáætlun 2024](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2307011)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Lögð fram fyrstu drög að skiptingu fjármagns á málaflokka í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2024. Í drögunum er gert ráð fyrir að launakostnaður aukist um 6% á milli ára og önnur gjöld og rekstrartekjur hækki um 5%. M.v. þær forsendur yrði lítils háttar rekstrarafgangur.
- 9.4 2307034
[Fjármálaráðstefna sept. 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2307034)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Tilkynning framlögð.
- 9.5 2002098
[Þjónustusamningur vegna umhirðu á Hvanneyri](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2002098)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Byggðarráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald í sumarleyfi sveitarstjórnar felur sveitarstjóra að undirrita framlagðan viðauka við þjónustusamning við LBHÍ um umhirðu útisvæða á Hvanneyri.
Samþykkt samhljóða.
- 9.6 2307082
[Kynning á starfsemi Leigufélagsins Bríetar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2307082)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Byggðarráð þakkar Helga Hauki fyrir góða kynningu. Sveitarstjóra er falið að kanna samstarfsmöguleika sveitarfélagsins við Bríeti og kynna hugmyndir fyrir byggðarráði.
- 9.7 2307084
[Samtal um stöðu og stefnu Háskólans á Bifröst](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2307084)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Byggðarráð átti gott samtal við rektor Háskólans á Bifröst um stöðu kennslu og húsnæðismála.
Eiríkur Ólafsson vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
- 9.8 2307164
[Ferðamennska og afþreying](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2307164)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Magnús Björn Jóhannsson og Silja Hlín Guðbjörnsdóttir komu á fund byggðarráðs og fram fór gott samtal um ferðamennsku og afþreyingu í sveitarfélaginu.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Minnisblað kynnt og sveitarstjóra falið að vinna að nánari útfærslu í samstarfi við SSV.
Samþykkt samhljóða.
- 9.10 2211253
[Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2211253)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Byggðarráð sem hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarfríi sveitarstjórnar samþykkir að til fyllingar á ákvörðun byggðarráðs frá fundi nr. 637 er sveitarstjóra falið að fylgja eftir ákvörðunum samkvæmt eftirfarandi verklagi:
Samkvæmt skv. 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 er bændum á viðkomandi svæði skylt að reka á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Fram kemur í 2 ml. 1. mgr. 33. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að ef ágangur búfjár stafar af búfé sem vanrækt hefur verið að reka á afrétt skv. fyrirmælum fjallskilareglugerðar ber sveitarstjórn að láta reka féð á afrétt á kostnað fjáreigenda.
Til þess að sveitarfélagið taki ákvörðun um smölun vegna ágangs búfjár þarf hann að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði miðað við orðalag ákvæðisins. Því þarf að meta hvort umrætt fé valdi ágangi og koma þá til skoðunar sjónarmið eins og fjöldi kinda, staðsetning, mögulegt tjón, tímalengd dvalar eða tíðni og hvort búið sé á umræddri jörð. Er lagt upp með að allt fé sé keyrt á afrétt við smölun. Verði beiðni hafnað þar sem hún er ekki talin uppfylla þessi skilyrði verði viðkomandi bent á að hann geti skotið málinu til byggðarráðs ef það fer með fullnaðarafgreiðslu mála eða eftir atvikum sveitarstjórn.
Því þurfa að koma fram röksemdir sem lúta að framangreindum sjónarmiðum í tilkynningu ásamt myndum eða öðrum gögnum sem stutt geta við beiðni landeiganda um smölun. Eins er mælst til þess við landeiganda að leitast við að staðreyna eignarhald viðkomandi búfjár. Eru þær tilkynningar sem uppfylla skilyrði um smölun sendar á meinta eigendur búfjár ef upplýsingar um þá liggja fyrir og samhliða auglýst á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Er fjáreigendum gefnir 7 dagar til að bregðast við tilkynningunni.
Öllum beiðnum um smölun á öðrum svæðum en þeim sem falla undir fjallskilaumdæmis Þverárþings skal hafnað á grundvelli þess að einungis hefur verið tekin ákvörðun af sveitarstjórn um smölun á ágangsfé í því umdæmi þar sem virkjuð hefur verið 6. gr. fjallskilareglurgerðar nr. 683/2015. En þar með er kveðið á um í fjallskilasamþykkt hvar halda skuli búfé yfir sumartímann. Því hefur ekki verið tekin ákvörðun um að smala annars staðar.
Þegar fyrir liggur staðfest eignarhald búfjár, skal þá réttmætum eigendum veittur 14 daga frestur til að tjá sig um efni máls sbr. 1. mgr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Gerist það að sveitarfélagið verður fyrir kostnaði sem rekja má til rangra upplýsinga um ágangsfé þá áskilur sveitarfélagið sér rétt til að endurheimta þann kostnað af þeim sem veitti rangar upplýsingar og bætur ef um vísvitandi ranga upplýsingagjöf var að ræða.
Thelma Dögg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
- 9.11 2307009
[Styrkbeiðni fyrir Þjóðahátíð Vesturlands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2307009)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Byggðarráð bendir forsvarsmönnum Þjóðahátíðar um úthlutunarreglur um styrki vegna hátíða og felur sveitarstjóra að upplýsa um umsóknarferilinn.
- 9.12 2306089
[Fundargerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2306089)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Fundargerð framlögð.
- 9.13 2301206
[Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18969#2301206)Byggðarráð Borgarbyggðar - 640 Fundargerð framlögð.
=== 10.Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 ===
2307010F
Fundargerð framlögð
- 10.1 2305269
[Samanburður við fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18973#2305269)Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Lagður var fram samanburður á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023.
Skv. áætluninni var gert ráð fyrir að gjöld umfram tekjur væru 75 m.kr. en rauntölur eru að gjöldin eru 11 m.kr. meiri en tekjurnar.
Launakostnaður á tímabilinu er um 51 m.kr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir en á móti kemur að útsvarstekjur sveitarfélagsins eru um 175 m.kr. hærri en áætlað var að þær yrðu á þessu tímabili.
Þá er fjármagnskostnaður umfram áætlun enda vextir hærri og verðbólga meiri en gert var ráð fyrir.
Í heildina lítur vel út með rekstrarafkomu ársins en gæta þarf aðhalds og fylgjast vel með breytingum á kostnaðarliðum.
Sigurður Guðmundsson byggðarráðsfulltrúi lagði fram eftirfarandi bókun: "Í tengslum við fjárfestingaráætlunina þá vil ég lýsa vonbrigðum með framgang gatnagerðarverkefna sem unnið er að í sveitarfélaginu. Þeir verktakar sem vinna að gatnagerðarverkefnunum virðast ekki setja neinn kraft eða metnað í að vinna verkefnin hratt og örugglega. Verklegar framkvæmdir í íbúðabyggð eins og unnið er að í öllum gatnagerðarverkefnunum sem í gangi eru í sveitarfélaginu þurfa og eiga að taka eins stuttan tíma og mögulegt er til að lágmarka óþægindi vegna þeirra. Það er mjög mikilvægt að allir sem vinna að þessum verkefnum, þ.e. verktakar og fulltrúar verkkaupa, leggi metnað sinn í að vinna af krafti að þessum verkefnum, til að tryggja að verkefnin taki ekki óþarflega langan tíma og að verkþáttum og verkefnunum í heild sé lokið á þeim tíma sem samningar segja til um."
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar sat fundinn undir þessum lið.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að uppgjöri vegna forhönnunar. Það er mat byggðarráðs að uppfærð forhönnun muni skila sér í húsnæði sem reynast muni hagkvæmara og einfaldara í byggingu og að kostnaðarauki við forhönnun muni þar vinnast til baka. Það er í samræmi við mat sérfræðinga Eflu, sem er ráðgjafi sveitarfélagsins, og Byggingarnefndar um viðbyggingu við GBF - Kleppjárnsreykjadeild. Ekki er ástæða að gera viðauka við framkvæmdaáætlun en vinna við hönnunarhluta er eftir sem áður innan áætlunar og ekki tilefni á þessu stigi til að breyta kostnaðaráætlun við verkhluta. Gert er ráð fyrir að hönnun verði tilbúin í haust og að ráðast megi í framkvæmdir á fyrri hluta árs 2024.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Byggðarráð skoðar erindi Nemendagarða LBHÍ með opnum hug og er sveitarstjóra er falið að taka upp samtal við Nemendagarða og LBHÍ. Fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins gefur ekki svigrúm til beinna framlaga og því þarf að skoða hvort og hvernig aðkoma Borgarbyggðar getur orðið með öðrum hætti. Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að Landbúnaðarháskólinn og Borgarbyggð standi saman að uppbyggingu svæðisins og langtímasýn í húsnæðismálum nemenda.
Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Niðurstöður könnunar og SVÓT greiningar af íbúafundi sýna að verulegt tækifæri er til umbóta í skipulagi og ásýnd þess svæðis sem markar ramma Sögutorgaverkefnisins. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að við vinnu við fjárhagsáætlun í haust verði gert ráð fyrir kostnaði við skipulagsvinnu á svæðinu. Byggðarráð vísar niðurstöðunum til kynningar hjá skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Framundan er frekari vinna af hálfu Alternance við gerð frumtillagna og kynning og samráð við íbúa í samræmi við samning sem samþykktur var af sveitarstjórn 9. maí sl. Þau gögn munu einnig nýtast við þá skipulagsvinnu sem fyrir höndum er.
Samþykkt samhljóða.
- 10.5 2307057
[Umsókn um lóðir - Sólbakki 24 og 26](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18973#2307057)Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Byggðarráð samþykkir umsókn Sigurðar Hilmars Ólasonar um lóðirnar Sólbakka 24 og Sólbakka 26 með fyrirvara um að umsækjandi uppfylli skilyrði í reglum um úthlutun lóða í Borgarbyggð.
Samþykkt samhljóða.
- 10.6 2307186
[Samgönguáætlun 2024-2038](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18973#2307186)Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Byggðarráð Borgarbyggðar gerir athugasemdir við margt sem fram kemur og ekki síður það sem ekki kemur fram í samgönguáætlun 2024-2038 eins og fram kemur í umsögn sveitarfélagsins sem send var inn í samráðsgátt.
Hér að neðan er umsögn Borgarbyggðar um einstaka liði samgönguáætlunar en umsögn í heild sinni er í samráðsgátt. Byggðarráð bindur vonir við að þingmenn kjördæmisins fylgi þessum athugasemdum eftir í umræðum og ákvarðanatöku um samgönguáætlun.
- Drög að samgönguáætlun eru óvissuferð fyrir Borgarbyggð, og Vesturland allt. Engin framlög eru til nýframkvæmda í Borgarbyggð í fimm ára aðgerðaáætlun til ársins 2028 og framlög til framkvæmda á Vesturlandi eru lægst meðal landshluta. Það er umhugsunarefni og ekki í samræmi við þróun í umferðarþunga eða þróun í íbúafjölda í sveitarfélaginu. Á hinn bóginn munu verkefni sem komin eru á áætlun eftir 2029 hafa veruleg áhrif. Því skiptir miklu máli að kraftur sé rannsóknar- og hönnunarvinna vegna þeirra og ráðist verði í nauðsynlegt viðhald vega.
- Borgarbyggð fagnar því að breyting á legu þjóðvegar 1 við Borgarnes og ný lega Snæfellsnesvegar hafa verið færð framar í samgönguáætlun og eru nú komnar inn á tímabilið 2029-2033. Þessi framkvæmd mun hafa mikil áhrif í sveitarfélaginu og fyrir þjóðarbúið í heild en arðsemi hennar er metin 9% sem hlýtur að vera með því hæsta sem gerist. Borgarbyggð gerir ráð fyrir að nú verði settur aukinn kraftur í rannsóknir, vinnu við útfærslu og hönnun. Breyting á legu eykur umferðaröryggi og býður upp á mikil tækifæri í skipulagi í Borgarnesi og nágrenni en einnig áskoranir. Ásýnd og umhverfi Borgarness mun fyrir vikið breytast. Framundan er veruleg undirbúningsvinna sem vonandi tryggir að staðsetning, útfærsla og framkvæmd verði í eins góðri sátt og mögulegt er við íbúa og náttúru, ekki síst við strandlengju Borgarness.
- Borgarbyggð fagnar fyrirhuguðum samgöngubótum á þjóðvegi 1 milli Borgarbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Hér er um að ræða; 2 1 aðgreiningu þjóðvegar 1 frá Hvalfjarðargöngum að Borgarnesi, og að sú vinna hefjist á tímabilinu 2029-2033, tvöföldun Hvalfjarðarganga, sem er ofarlega á lista í forgangi jarðganga, og að stefnt sé að framkvæmdir við Sundabraut hefjist eigi síðar en 2026 og þeim verði lokið 2031. Allar þessar framkvæmdir munu auka umferðaröryggi og stytta ferðatíma milli Borgarbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða þjóðhagslega hagkvæmar framkvæmdir sem auka búsetufrelsi og fjölbreytni atvinnu- og menningarlífs. Borgarbyggð leggur ríka áherslu á auknu búsetufrelsi og öðrum ávinningi verði ekki fórnað með óraunsærri eða ósanngjarnri gjaldtöku af íbúum og atvinnulífi.
- Það eru mikil vonbrigði ef uppbygging Uxarhryggjavegar verður færð aftar í tíma eða til tímabilsins 2034-2038. Það er óásættanlegt. Það er leitun að framkvæmd sem styður jafn vel við markmið um að dreifa ferðamönnum um landið en að tengja Lundarreykjadal við Kaldadalsveg sem nú þegar er tengdur langleiðina að Þingvöllum með uppbyggðum vegi. Það sætir furðu að ekki standi til að grípa hið fyrsta tækifærið sem felst í að ljúka slíkri hringtengingu og nýta betur þá fjárfestingu sem þegar liggur fyrir. Sams konar gullið tækifæri til hringtengingar felst í umbótum á Kaldadalsvegi að Húsafelli þannig að tryggja megi lengri opnun vegarins. Endurbygging á þessum tveimur vegum skapar möguleika á hringleið í gegnum Þingvelli til uppsveita Borgarfjarðar sem yrði nýr og mjög góður valkostur fyrir ferðamenn og ferðaþjónustuna og þriðja hringleiðin út frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess fyrir samgönguöryggi og ferðaþjónustu í uppsveitum Borgarfjarðar og verðmæti þess fyrir þjóðarbúið að ferðamenn dvelji lengur og víðar á landinu, ekki síst utan háannatíma.
- Borgarbyggð telur mikilvægt að ekki verði tafir á uppbyggingu Skógarstrandarvegar. Hann treystir og samgöngur milli Dala og Snæfellsness, mun skapa lífsgæði og auka samgönguöryggi.
Heydalsvegur tengir Skógarströnd við Borgarbyggð og Dali við Borgarbyggð að vestan. Hann tryggir samgönguöryggi þegar vegir um heiðar lokast og skapar mikla möguleika í ferðamennsku milli Borgarbyggðar, Dala og Snæfellsness. Borgarbyggð leggur áherslu á að skilgreiningu á Heydalsvegi verði breytt úr tengivegi í stofnveg og að viðhald og uppbygging hans sé tryggð. Þörfin fyrir það öryggi sem Heydalsvegur veitir skólabörnum og öðrum íbúum mun síst minnka á komandi árum.
- Borgarbyggð lýsir yfir miklum áhyggjum af viðhaldi stofnvega í sveitarfélaginu. Hér má nefna Borgarfjarðarbraut að Reykholti og Snæfellsnesveg að Haffjarðará sem dæmi. Þessir vegir gegna lykilhlutverki í samgönguöryggi í sveitarfélaginu, svo sem við skólaakstur, og eru forsenda búsetufrelsis.
- Ástæða er til að fagna því að gert er sérstakt átak um lagningu bundins slitlags á tengivegi. Í fáum sveitarfélögum eru jafn margir tengivegir og í Borgarbyggð. Íbúar í sveitarfélaginu binda miklar vonir við að njóta góðs af átakinu og að það muni styðja við atvinnu- og byggðaþróun og auðvelda skólaakstur á svæðum sem nú búa við malarvegi líkt og áherslur þess segja til um.
- Í drögum að nýrri samgönguáætlun virðist gert ráð fyrir áframhaldandi vanfjármögnun á viðhaldi girðinga. Það eru mikil vonbrigði þar sem ástand girðinga er í ólestri mjög viða meðfram vegum í sveitarfélaginu.
- Það eru ennfremur mikil vonbrigði að endurgerð Snæfellsnesvegur milli Hítarár og Haffjarðarár sé nú komin alla leið aftur til áranna 2034-2038. Þar er ástandið einfaldlega mjög varhugavert og endurgerð vegarins er brýn.
- Í drögum að samgönguáætlun er hvergi minnst á Mýrar sem valkost í uppbyggingu flugvallar. Hins vegar segir í markmiðum um hagkvæmar samgöngur: "Unnið verði að undirbúningi og uppbyggingu aðstöðu fyrir einka- og kennsluflug í nágrenni höfuðborgarsvæðisins". Endurteknar jarðhræringar á Reykjanesskaga og drög að samgönguáætlun gefa fullt tilefni til að ítreka eftirfarandi bókun byggðarráðs Borgarbyggðar frá 18. ágúst 2022. Þar segir: "Borgarbyggð er steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu en liggur jafnframt á krossgötum milli landshluta. Samgöngur innan sveitarfélagsins og til höfuðborgarsvæðisins eru nær undantekningalaust greiðar. Fyrirhugaðar þjóðhagslega hagkvæmar samgöngubætur á borð við Sundabraut munu stytta ferðatíma og auka öryggi enn frekar. Lega sveitarfélagsins hlýtur að kalla á að landsvæði í Borgarbyggð, t.d. Mýrar, verði tekin til ítarlegrar greiningar ef ákveðið verður að ráðast í umfangsmikla fjárfestingu í flugvelli, hvort sem hann er hugsaður til vara við núverandi millilandaflugvelli eða til að létta álagi af öðrum flugvöllum á suðvesturhorni landsins. Hér má t.d. horfa til kennslu- og æfingaflugs, einkaflugs og vöruflutninga."
Samþykkt samhljóða.
- 10.7 2305226
[Starfshópur um þróun þéttbýlis utan Borgarness](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18973#2305226)Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Byggðarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og felur sveitarstjóra að fullvinna og hefja samtal við háskóla í Borgarbyggð um aðkomu þeirra að verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
- 10.8 2307214
[Grænbók um skipulagsmál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18973#2307214)Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Lagt fram til kynningar.
- 10.9 2307228
[Starfshópur um skattalegt umhverfi orkuvinnslu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18973#2307228)Byggðarráð Borgarbyggðar - 641 Byggðarráð fagnar markvissri vinnu að umbótum á skattalegu umhverfi orkugeirans. Byggðarráð leggur áherslu á að í þeirri vinnu sé jafnt litið til orkuvinnslu og orkudreifingar. Orkuskipti kalla á fjárfestingu í grænni orkuframleiðslu og dreifikerfi raforku. Íbúar um allt land þurfa að finna að kostnaði og ávinningi við þau orkuskipti sé dreift af sanngirni og að tekið sé tillit til þeirra sem verða fyrir áhrifum í nærumhverfi. Það verður m.a. gert með skattlagningu eða annarri opinberri gjaldtöku. Nauðsynlegt er að hraða vinnu við orkuskipti. Það eru mikil tækifæri til staðar til að umbóta í skattkerfi orkugeirans þannig að það hvetji til orkuskipta í stað þess að vera uppspretta deilna. Þar er nærtækt að líta til reynslu sumra nágrannaþjóða. Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja saman umsögn í samræmi við þessa bókun og umræðu á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
=== 11.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 138 ===
2306003F
Fundargerð framlögð
- 11.2 1509004
[Málefni flóttafólks](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18956#1509004)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 138 Málið kynnt og verður aflað frekari gagna.
- 11.3 1401005
[Reglur um fjárhagsaðstoð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18956#1401005)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 138 Tillögur að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð samþykktar. Vísað til samþykktar í sveitarstjórn.
- 11.4 1607129
[Þjónusta við aldraða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18956#1607129)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 138
Janus Guðlaugsson kynnti markmið og fyrirkomulag verkefnisins Janus heilsuefling. Janus heilsuefling hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri. Að baki heilsueflingunni liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar. Markmið verkefnisins er að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Rannsóknir á verkefninu hafa sýnt fram á að hægt er að seinka því að einstaklingar þurfi að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili.
Garðsláttur: Velferðarnefnd leggur til að Borgarbyggð sjái um garðslátt við sínar eignir að lágmarki þrisvar yfir sumarið, íbúum að kostnaðarlausu. Eldri borgarar og öryrkjar eigi rétt á að fá garðaslátt þrisvar á sumri gegn gjaldi. Upphæð 3-10.000 eftir stærð lóðar. Nefnin leggur til að möguleikar til að sinna verkefninu verði athugaðir og málið verði tekið til fyrir í Byggðaráði áður en endanleg ákvörðun er tekin.
=== 12.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 ===
2307014F
Fundargerð framlögð
Til máls tóku
SG undir lið 10
GLE undir lið 10
Til máls tóku
SG undir lið 10
GLE undir lið 10
- 12.1 2302046
[Hótel Varmaland - Aðalskipulagsbreyting](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2302046)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd metur að um sé að ræða verulega breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar. Á aðliggjandi svæðum eru íbúðarhús sem mögulega verða fyrir áhrifum af auknum heimildum til uppbyggingar, hækkunar á nýtingarhlutfalli sérstaklega með tilliti til stækkunar á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd telur að um verulega breyting á aðalskipulaginu sé að ræða og óskar eftir gögnum í samræmi við það.
- 12.2 2211179
[Kleppjárnsreykir skólasvæði - Nýtt deiliskipulag](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2211179)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á drögunum í samræmi við umræður á fundinum.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna breytingu á aðalskipulagi og koma á framfæri við skipulagshönnuð breytingum á hönnun bílastæða í samræmi við umræður á fundinum.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins. Grenndarkynnt verður fyrir hagsmunaaðilum innan svæðis og eigendum aðliggjandi jarða. Einnig verður óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.
- 12.5 2304209
[Hugmynd að þróun athafnasvæðis Steypustöðvarinnar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2304209)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í áformaða stækkun á iðnaðarsvæði og uppbyggingu innan þess. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framkomna ósk um breytingu á landheiti.
- 12.7 2307217
[Syðstu-Fossar_Fyrirspurn um skipulagsmál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2307217)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarsjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, tekur jákvætt í að efnistökusvæði verði skilgreint í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Syðstu-Fossa.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða nýja urðunarrein í Fíflholtum á Mýrum og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að veita umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
- 12.9 2305261
[Tillögur að áhættuviðmiðum vegna vatnsflóða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2305261)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Lagt fram til kynningar.
- 12.10 2004156
[Endurheimt Hítarár, tillaga að deiliskipulagi.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2004156)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að skoða aftur ákvörðun fyrri nefndar og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna svo núverandi nefnd geti lagt sjálfstætt mat á afmörkun skipulagssvæðis.
- 12.11 2306011F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 14](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2306011F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 14 þann 14. júní 2023.
- 12.12 2306022F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 15](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2306022F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 15 þann 27. júní 2023.
- 12.13 2307006F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 16](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2307006F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Fundagerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 16 þann 11. júlí 2023.
- 12.14 2306020F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2306020F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 213 þann 26. júní 2023.
- 12.15 2307009F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18971#2307009F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 55 Fundagerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 214 þann 21. júlí 2023.
=== 13.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 ===
2306007F
Fundargerð framlögð
Til máls tók
SG um lið nr. 3
GLE um lið nr. 3
Til máls tók
SG um lið nr. 3
GLE um lið nr. 3
- 13.1 2303217
[Varmaland - nemendafjöldi næsta skólaárs 2023-2024](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18960#2303217)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Sviðsstjóri fjölskyldusvið fer yfir minnisblað eftir íbúafund í Þinghamri. Ánægja var með fundinn og gagnlegar umræður.
EÓT lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta fræðslunefndar:
Leggur til að stofnaður verði samráðshópur með foreldrum við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar til þess að halda samtalinu áfram. Samráðshópurinn yrði skipaður í samráði við þá sem héldu fundinn í Þinghamri. Lagt er til að þrír fulltrúar foreldra og þrír fulltrúar í hópnum verði skipaðir úr fræðslunefnd. Þá verði Ingvar Sigurgeirsson fenginn til þess að leiða vinnuna með hópnum. Hópurinn hefur það hlutverk að vinna út frá bókun fræðslunefndar frá 4.maí 2023. Gert er ráðfyrir að fundað yrði 2-3 sinnum ásamt því að haldinn yrði upplýsingafundur fyrir foreldra. Reynt verður að halda fyrsta fund núna í Júní. Í hópnum fyrir hönd fræðslunefndar eru Eðvar Ólafur Traustason, Guðveig Lind Eyglóardóttir og Thelma Harðardóttir.
Samþykkt samhljóða.
REJ lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluti fræðslunefndar:
Fulltrúar minnihluta í Fræðslunefnd leggja til að Byggðarráð Borgarbyggðar feli fræðslunefnd að vinna sviðsmyndagreiningu með fagaðilum, um þá valkosti sem mögulegir eru í skipan skólastofnana og skólahverfa í Borgarbyggð sem heild, þar sem allir mögulegir kostir um skólaskipan og skólahverfi verða skoðaðir og lagðir fram til kynningar. Leiðarljósið í þeirri vinnu verði „samfélagsleg áhrif, þjónusta við nemendur og foreldra, og nýting fjármagns“. Fræðslunefnd fái heimild til að ráða ráðgjafa sér til aðstoðar og vinnu verði hraðað eins og mögulegt er svo valkostir um framtíðarskólaskipan liggi fyrir eins fljótt og mögulegt er þannig að hægt sé að forgangsraða framkvæmdum og viðhaldi við skólahúsnæði sveitarfélagsins.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum (EÓT, ÞUB, GE) gegn tveimur (REJ, BA)
GLE lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta fræðslunefndar:
Fulltrúar meirihluta fræðslunefndar telja að sú vinna sem fulltrúar minnihluta leggja til er lítur að heildarskoðun á skipulagi skólamála í Borgarbyggð og upptökusvæðum Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarnes sé nauðsynleg en þarfnist frekari umræðu bæði í Byggðaráði og sveitarstjórn áður en ákvörðun um slíka vinnu er tekin fyrir. Því leggjum við til að sú umræða sem afmarkast við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar verði haldið áfram með sérfræðing eins og lagt var upp með í fyrri bókun fræðslunefndar.
Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum (EÓT, ÞUB, GE) gegn tveimur atkvæðum (REJ, BA)
Málinu er vísað til Byggðarráðs til kynningar.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir þau gögn sem lögð voru til grundvallar fundi um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Ljóst er að halda verður þessari vinnu áfram innan sveitafélagsins og vinna að því að kerfið utan um úhlutun fjármagns sé skýrara og gegnsærra. Sú vinna verður tekinn upp aftur í haust á milli fjölskyldusviðs og grunnskólanna.
- 13.3 2302223
[Laugagerðisskóli lokun haust 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18960#2302223)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Farið er yfir bókun sveitastjórnar Eyja- og Miklaholtshrepps þar sem endanlega er ákveðið að loka Laugargerðisskóla frá og með næsta hausti. Því er nú ljóst að ekki verður áframhald á samningi milli Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepp um skólamál. Þeim börnum sem hafa sótt skóla í Laugargerðisskóla en hafa lögheimili í Borgarbyggð mun því komið í Grunnskólann í Borgarnesi. Mun þeim foreldrum og börnum vera boðið til fundar í Grunnskólanum í Borgarnesi til þess að ræða skólaaðlögun. Þá verða einnig gerðar breytingar á skólaakstri.
Fræðslunefnd Borgarbyggðar vill þakka Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir samstarfið síðustu ár og öllu starfsfólki Laugargerðisskóla fyrir vel unninn störf.
- Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram breytingar á núverandi verklagsreglum fyrir leikskóla Borgarbyggðar. Gerð er eftirfarandi breyting:
Foreldrum stendur til boða að kaupa styttri dvalartíma á föstudögum og eru gjöld felld niður sem því nemur. Að lágmarki kaupa foreldra 4 tíma á föstudögum en geta líka sleppt því að vera með börn í vistun á föstudögum. Ef sótt er um breytingu á vistun á föstudögum gilda þær að lágmarki í 3.mánuði hið minnsta.
Er eftirfarandi breyting gerð með það að leiðarljósi að auka sveigjanleika foreldra til vistunar barna. En einnig til þess að mæta betur þeim áskorunum sem leikskólar standa frammi fyrir varðandi styttingu vinnuvikunnar. Er þetta fyrirkomulag sem hefur verður samþykkt í öðrum sveitafélögum.
Þá eru gerðar smávægilegar breyting á verklagsreglunum til þess að skýra ákveðna þætti.
Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi breytingar og vísar málinu til Byggðarráðs til samþykktar.
- 13.5 2305229
[Leikskólinn Hraunborg - Viðhald á húsnæði](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18960#2305229)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir þá þætti sem eru í stöðunni varðandi framhaldið. Fræðslunefnd leggur til að formaður fræðslunefndar og sviðsstjóri fjölskyldusviðs fundi með forsvarmönnum Hjallastefnunar um framhaldið.
- 13.6 2306056
[Klettaborg - framkvæmdir á húsnæði vor 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18960#2306056)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Lagðar eru fram hugmyndir að tímabundinni stækkun við Klettaborg. Ljóst er að þörf er á að fjölga leikskólaplássum í Borgarnesi. Bæði hefur reynt á það síðustu ár að erfiðlega hefur gengið að koma öllum börnum fyrir á Klettaborg og Uglukletti en einnig er sveitafélagið að undirbúa sig undir framkvæmdir á Uglukletti og því líklegt að þörf sé að fleiri plássum á Klettaborg. Fræðslunefnd tekur vel í hugmyndina og leggur áherslu á að tillögurnar séu unnar í góðu samstarfi við stjórnendur á Klettaborg.
Málin eru vísað áfram til Byggðarráðs
- 13.7 2106030
[Endurskoðun á samstarfsamningi Borgarbyggðar og UMSB](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18960#2106030)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir samninga Borgarbyggðar og UMSB.
Fræðslunefnd leggur til að unninn verði skýrsla um framtíðarsýn í samstarfi við íþróttahreyfinguna( UMSB og aðildafélög UMSB) um hvernig best væri að skipuleggja íþróttastarf í Borgarbyggð áður en tekið verði upp samtal við UMSB um framhald um endurnýjun á samningnum. Fræðslunefnd telur að samningur sem gerður var á sínum tíma sé kominn til ára sinna og mikilvægt sé að kannað hvernig best sé að horfa til framtíðar með það að leiðarljósi að íþróttastarf í sveitafélaginu sé með sem farsælustum hætti. Margt gott hefur áunninst með núverandi samningi og hefur hann verið til mikil bóta fyrir íþróttastarf í sveitafélaginu.
Málinu er vísað áfram til umræðu í Byggðarráði.
- 13.8 2306055
[Verklagsreglur í frístund](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fraedslunefnd-borgarbyggdar/18960#2306055)Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 222 Verkefnastjóri tómstundamála kom til fundarsins og ræðir verklagsreglur fyrir starfsemi frístundar. Ljóst er að huga þarf betur að þeim mönnunarviðmiðum sem settar eru í reglunum.
Sviðsstjóra fölskyldusviðs er falið að koma með breytingar tillögur að mönnun og öðrum þáttum í verklagsreglunum fyrir næsta fund fræðslunefndar.
Fundi slitið - kl. 16:55.
Samþykkt samhljóða.