Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Starfsmannamál ===
2307056
Minnisblað frá mannauðsstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi starfsmannamál og starfaskipulag á fjölskyldusviði. Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.
=== 2.Leikskólinn Sólborg ===
1901046
Aðilaskipti rekstrar leikskólans Sólborgar, minnisblað frá bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningum um aðilaskipti í rekstri leikskólans Sólborgar sem miði við að Skólar ehf taki yfir rekstur leikskólans frá og með 1. september 2023.
=== 3.Leikskólinn Sólborg rekstur ===
2208012
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi aukinn rekstrarkostnað vegna framkvæmda í húsnæði Sólborgar. Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
=== 4.Fjárhagsáætlun 2024-2027 ===
2303087
Drög að verk-og tímaáætlun vinnslu fjárhagsáætlunar.
Lagt fram.
=== 5.Leikskóli við Byggðaveg - rekstur ===
2306034
Samningur við Skóla ehf um rekstur leikskóla við Byggðaveg 5.
Samþykkt samhljóða að staðfesta samninginn og viðaukar við samninginn verða lagðir fram síðar, m.a. út frá umræðum í bæjarráði.
=== 6.Ferskir vindar - Alþjóðleg listahátíð ===
1810021
Minnisblað frá bæjarstjóra.
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar hefur verið samstarfsverkefni Suðurnesjabæjar og félagsins Ferskir vindar, þar sem Suðurnesjabær hefur verið aðal bakhjarl hátíðarinnar og gestgjafi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2010 og síðasta hátíð sem lauk í janúar 2023 var sjöunda hátíðin sem haldin var á grundvelli samstarfsins. Listahátíðin Ferskir vindar hefur vakið alþjóðlega og innlenda athygli og samfélagið í sveitarfélaginu hefur notið listrænna áhrifa hátíðarinnar á ýmsan hátt.
Með fyrirsjáanlegum kostnaðarauka og vegna umfangs listahátíðarinnar sér bæjarráð sér ekki fært að halda samstarfinu við Ferska vinda áfram með frakari samningi um næstu hátíð.
Bæjarráð samþykkir því samhljóða að endurnýja ekki samning um listahátíðina Ferska vinda, Suðurnesjabær þakkar Ferskum vindum fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum, sérstakar þakkir fær Mireya Samper sem hefur verið listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Ferskra vinda.
Með fyrirsjáanlegum kostnaðarauka og vegna umfangs listahátíðarinnar sér bæjarráð sér ekki fært að halda samstarfinu við Ferska vinda áfram með frakari samningi um næstu hátíð.
Bæjarráð samþykkir því samhljóða að endurnýja ekki samning um listahátíðina Ferska vinda, Suðurnesjabær þakkar Ferskum vindum fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum, sérstakar þakkir fær Mireya Samper sem hefur verið listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Ferskra vinda.
=== 7.Bláa Lónið erindi til hluthafa ===
2005092
Erindi dags. 27.07.2023 með tillögu um stofnun sérstaks eignarhaldsfélags um hlutabréf í Bláa lóninu ehf og fundarboð hluthafafundar 25.08.2023.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær samþykki tillögu um stofnun sérstaks eignarhaldsfélags um hlutabréf í Bláa lóninu ehf. Bæjarstjóra falið umboð til að sitja hluthafafund fyrir hönd Suðurnesjabæjar.
=== 8.Sýslumaðurinn á Suðurnesjum umsókn um tækifærisleyfi - ósk um umsögn ===
1902008
Umsagnir um umsóknir um tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi.
a) Knattspyrnufélagið Reynir vegna bingó 24.08.2023 og vegna dansleiks 25.08.2023 í samkomuhúsinu í Sandgerði.
b) Knattspyrnufélagið Víðir vegna árahátíðar og dansleiks í íþróttamiðstöðinni Garði 26.08.2023.
a) Knattspyrnufélagið Reynir vegna bingó 24.08.2023 og vegna dansleiks 25.08.2023 í samkomuhúsinu í Sandgerði.
b) Knattspyrnufélagið Víðir vegna árahátíðar og dansleiks í íþróttamiðstöðinni Garði 26.08.2023.
Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007 samþykkir bæjarráð eftirfarandi, sem á við um báðar umsóknirnar: 1.a Starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála. 1.b Lokaúttekt hefur farið fram á húsnæði. 1.c Afgreiðslutími og staðsetning staða sem umsóknir lúta að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
=== 9.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2023 ===
2301036
791. fundur stjórnar dags. 09.08.2023.
Lagt fram.
=== 10.Almannavarnarnefnd Suðurnesja utan Grindavíkur - fundargerðir ===
1905009
67. fundur stjórnar dags. 12.07.2023.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:10.