Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 236
[Sveitarstjórn Dalabyggðar - 236](
?id=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
**
**
Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
17.08.2023 og hófst hann kl. 16:00
**Fundinn sátu: **Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
**Fundargerð ritaði: **Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
|Lagt er til að máli nr. 2205014, kosning varaformanns byggðarráðs, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 1. |
Lagt er til að máli nr. 2308002, deiliskipulag í Búðardal 2023, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 6.
Lagt er til að máli nr. 2301065, Ljárskógarbyggð, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 7.
Lagt er til að máli nr. 2210019, breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 8.
Lagt er til að máli nr. 2308006, hreinsistöð í Búðardal, breyting á aðalskipulagi, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 9.
Lagt er til að máli nr. 2209014, Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 10.
Lagt er til að máli nr. 2308010, umsagnarbeiðni v/tækifærisl.áf. - skemmtiskokk á Hörðudalsvegi, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 11.
Lagt er til að fundargerð fræðslunefndar, mál 2307002F, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 15.
Lagt er til að fundargerði umhverfis- og skipulagsnefndar, mál 2307001F, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 16.
Aðrir dagskrárliðir færist til miðað við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.
**Dagskrá: **
**1. 2205014 - Kosning varaformanns byggðarráðs**
|Lagt til að Guðlaug Kristinsdóttir verði varaformaður byggðarráðs.|
Samþykkt með 6 atkvæðum (EIB, SGS, GFV, EJG, ÞJS, IÞS), 1 sat hjá (GK).
**2. 2304008 - Sælingsdalstunga **
|RG 58 ehf. hefur keypt jörðina á 82.500.000 kr.-|
Samþykkt samhljóða.
[Sælingsdalstunga - Kaupsamningur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=bfR1cwZKkeX2yVncfheA1&meetingid=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
**3. 2305018 - Verksamningar.**
|Samningur vegna þrifa í grunnskóla og Stjórnsýsluhúsi lagður fram til afgreiðslu.|
Samþykkt samhljóða.
Samningur vegna reksturs mötuneytis fyrir Auðarskóla, leik- og grunnskóla lagður fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
[Samningur um rekstur mötuneytis Auðarskóla undirritaður.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=aXDMdKS_q0mZs6J1ybbOw&meetingid=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
[Samningur um ræstingu í Auðarskóla og stjórnsýsluhúsi undirritaður.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zTS6zPAk2N_GqjhKFjfQ1&meetingid=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
**4. 2303008 - Fjallskil 2023**
|Lagt til að byggðarráð taki álagningu fjallskila til umfjöllunar á fundi sínum í næstu viku.|
Samþykkt samhljóða.
**5. 2208004 - Vegamál**
|Til máls tók: Garðar.|
Garðar leggur fram tillögu að bókun:
Á fundi sveitarstjórnar í júní sl. var staðfest forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð.
Samþykkt var á þeim fundi að forgangsröðunin yrði send á ráðamenn, stofnanir og félög sem koma að samgöngumálum með ýmsum hætti. Þá var hún einnig send á aðliggjandi sveitarfélög og eins þá aðila sem hafa óskað eftir að fá skýrsluna senda eftir að hún var staðfest. Sveitarstjóri Dalabyggðar afhenti svo innviðaráðherra og vegamálastjóra skýrsluna í heimsókn sinni á höfuðborgarsvæðið í júlí. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá og heyra jákvæð viðbrögð við skýrslunni og þann stuðning sem framtak Dalabyggðar hefur fengið. Skýrslan var einnig send inn sem fylgiskjal með umsögn sveitarfélagsins við drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
Hér er ítrekað það sem fram kemur í umsögn Dalabyggðar við téð drög, að ótækt er með öllu að ekki eigi að setja fjármagn til áframhaldandi úrbóta á Skógarstrandarvegi (Snæfellsnesvegi nr. 54) fyrr en árið 2027. Þá tekur Dalabyggð heilshugar undir gagnrýni SSV í umsögn við sömu drög því t.a.m. eru það virkileg vonbrigði að sjá aðeins 700 milljónir áætlaðar í heild til nýframkvæmda við stofnvegi á Vesturlandi á næstu árum.
Dalabyggð telur tækifæri falin í því að samhæfa stefnur sem heyra undir málefnasvið sama ráðuneytis, líkt og Bændasamtök Íslands benda á í umsögn sinni um samgönguáætlun. Þannig verði horft m.a. til byggðaáætlunar og gildandi landbúnaðarstefnu við gerð samgönguáætlunar til næstu ára.
Nú líður senn að hausti og því tekur Dalabyggð undir áherslu Sambands íslenskra sveitafélaga í umsögn þeirra að áður en gengið verði endanlega frá samgönguáætlun til framlagningar á Alþingi verði auknu fjármagni varið til vetrarþjónustu vega utan þéttbýlis með það að markmiði að aðlaga þjónustuna að þörfum samfélags og atvinnulífs. Eins að viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna snjómoksturs verði teknar til endurskoðunar, í samvinnu við sveitarfélögin. Ekki síst vegna þess að ýmsum nýframkvæmdum, sem eru á áætlunartímabilinu 2025-2028 í núgildandi samgönguáætlun, er frestað. Þannig verður að huga betur að vetrarþjónustu m.a. á vegum þar sem aðstæður eru ekki að valda umferðarþunga nútímans. Eins er mikilvægt að vetrarþjónusta skerðist ekki ef til kemur óvæntur kostnaðarauki vegna snjómoksturs s.s. vegna ofanflóða.
Dalabyggð telur einnig rétt að minna á yfirlýsingar ráðamanna um þá áherslu að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins. Við í Dalabyggð erum rík af einbreiðum brúm og það þarf að laga og er í raun hægt á völdum stöðum með einföldum hætti á þá vegu að setja ræsi í stað brúar þar sem því er viðkomið, er þeirri áherslu hér með komið á framfæri, enn og aftur.
Það er afar gleðilegt að sjá ferskar og vel rökstuddar tillögur líkt og fram koma í umsögn Kerecis við drög að samgönguáætlun. „Vestfjarðalína“ gæti ekki aðeins verið burðarás fyrir vöxt núverandi fyrirtækja á Vestfjörðum og Vesturlandi, heldur einnig lyftistöng fyrir ný fyrirtæki, jafnvel nýjar atvinnugreinar á svæði sem á mikið inni varðandi uppbyggingu innviða. Vegabætur eins og lagt er til í fyrrnefndri umsögn spilar einnig vel með ferðaleiðinni sem ber heitið Vestfjarðaleiðin og gæti sameinað enn fleiri svæði saman í eitt atvinnusóknarsvæði. Þarna eru tækifæri hvert sem litið er og yrðu framkvæmdirnar að veruleika myndi það færa Vestfirði og norðanvert Vesturland fram þannig að mögulega væri hægt sé að tala um samkeppnishæf byggðarlög að nýju, ólíkt því sem nú er vegna skorts á innviðauppbyggingu undanfarin ár og áratugi.
Samþykkt samhljóða.
[Drög að bókun vegamál, ágúst 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=98t2u9qKjEmcC2jnc4OqMg1&meetingid=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
**6. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023**
|Til máls tók: Guðlaug.|
Lagt til að sveitarstjóra verði falið að gera verðkönnun hjá 3 til 5 stofum sem sérhæfa sig í deiliskipulagsgerð þannig að tekið verði tillit til þess mögulega kostnaðar, sem af deiliskipulagsgerð í Búðardal hlýst, við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Samþykkt samhljóða.
**7. 2301065 - Ljárskógarbyggð**
|Sveitarstjórn Dalabyggðar staðfestir niðurstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar. |
Samþykkt samhljóða.
**8. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar**
|Sveitarstjórn Dalabyggðar staðfestir niðurstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar. |
Samþykkt samhljóða.
[2210019 Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar - heildarbókun u.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=4YlQBxPm9EG5j5ge7eXzHA&meetingid=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
**9. 2308006 - Hreinsistöð í Búðardal, breyting á aðalskipulagi**
|Sveitarstjórn Dalabyggðar staðfestir niðurstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar. |
Samþykkt samhljóða.
**10. 2209014 - Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára**
|Til máls tók: Eyjólfur.|
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti að hámarks fjárhæð styrks vegna sérstaks húsnæðisstuðnings við 15-17 ára hækki upp í 30.000kr.- á mánuði og orðalag 12. greinar verði eftirfarandi:
12. gr.
Endurskoðun
Reglur þessar skulu teknar til endurskoðunar árlega.
Samþykkt samhljóða.
[Reglur um stuðning í húsnæðismálum_17082023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ksqfwjVV0C6yNDdI6ekkA&meetingid=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
**11. 2308010 - Umsagnarbeiðni. tækifærisl.áf. Skemmtiskokk á Hörðudalsvegi Eystri, milli Hlíðar og Kornmúla 371 Búðardal**
|Sveitarstjórn Dalabyggðar gerir ekki athugasemd við tækifærisleyfið.|
Samþykkt samhljóða.
**12. 2306001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 310**
|Samþykkt samhljóða.|
**12.1. 2306026 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki III**
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2023.
Tekjur:
Tekjur vegna fasteigna, breytinga á gjaldflokki, kr. 190.000,-
Söluhagnaður vegna sölu á íbúð kr. 19.000.000,-
Útgjöld:
Ýmis barnaverndarmál kr. 38.300.000,-
Niðurrif á útihúsum, kr. 800.000,-
Samningur um Skólaþjónustu, kr. 1.000.000,-
Viðhaldsverkefni á Íþróttavellinum í Búðardal, kr. 200.000,-
Félagsþjónusta, kr. 250.000,-
Tilfærslur á öðrum rekstrarkostnaði kr. 12 millj.kr. milli deilda, af 0201, Félagsmálanefnd yfir á 0231 Barnavernd.
Miðað við framangreint verður lokaniðurstaða á rekstri Dalabyggðar á árinu 2023 að óbreyttu jákvæð um sem nemur 32.8 millj.kr.
**12.2. 2304023 - Framkvæmdir 2023**
Rætt um tímasetningar einstakra framkvæmda, byggðarráð leggur áherslu á að hugað sé að tímanlega að undirbúning og gerð verksamninga/útboða þannig að einstaka verkefni sem háð eru veðráttu og dragist ekki fram á haust/vetur og eins að þau falli ekki inn á tíamsetningu sumarfría meira en þörf krefur.
Varðandi útihús í Fjósalandi, aftan við Sunnubraut, þá samþykkir bygðarráð að húsin verði rifin og samið við Team Rynkeby um niðurrifið en sveitarfélagið sjái um förgun og gáma sem þarf til verksins.
**12.3. 2208004 - Vegamál**
Byyggðarráðið samþykkti drögin með áorðnum breytingum. Mikilvægt er að í lokaorðum séu nefndir héraðsvegir og þörf á auknu fjármagni í tengivegi til viðbótar því sem þar kemur fram nú þegar.
**12.4. 2306027 - Reglur um skólaakstur**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
**12.5. 2306024 - Afsögn úr verkefnastjórn DalaAuðs**
Byggðarráð þakkar Þorgrími fyrir hans góðu störf í verkefnastjórn DalaAuðs. Samþykkt að bíða með tilnefningu í verkefnastjórnina til næsta fundar byggðarráðs.
**12.6. 2306028 - Skipan í starfshóp um staðaranda og ímynd**
Byggðarráð samþykkti að þau Garðar Freyr Vilhjálmsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir verði fulltrúar Dalabyggðar í starfshópnum.
**12.7. 2301018 - Vínlandssetur 2023**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
**12.8. 2305001 - Skólaþjónusta**
Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samaninga við Ásgarð og felur sveitarstjóra að undirrita samning þess efnis.
**12.9. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar á vörum og þjónustu**
Byggðarráð samþykkir að rekstur mötuneytis Auðarskóla verði boðin út í samstarfi við Ríkiskaup.
Byggðarráð samþykkti jafnframt að gerð verði verðkönnun varðandi þrif í grunnskóladeild Auðarskóla ásamt þrifum í Stjórnsýsluhúsi.
**12.10. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg**
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir vilja til að koma að þeim kostnaði sem eftir er til að ljúka gerð deiliskipulags á svæðinu, allt að 50% af þeim kostnaði sem um ræðir.
**12.11. 2306029 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags**
Fært í trúnaðarbók.
Byggðarráð samþykkir beiðnina.
**12.12. 2306030 - Sala á Sunnubraut 1b**
Byggðarráð samþykkir framkomið tilboð að upphæð kr. 21.550.000,- og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamning og önnur tilheyrandi gögn.
**12.13. 2301003 - Bakkahvammur 15, staða mála**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum sem og á fundi stjórnar Bakkahvamms hses. sem fram fór þann 28. júní.
**12.14. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.**
**12.15. 2301004 - Fundargerðir Dalagisting 2023**
Byggðarráð staðfestir fundargerðirnar og framlagðan ársreikning félagsins fyrir árið 2022.
**12.16. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023**
**12.17. 2302003 - Ágangur búfjár**
**13. 2306002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 311**
|Samþykkt samhljóða.|
**13.1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027**
Byggðarráð ræðir framlagðan tímaramma.
Tímaramminn samþykktur samhljóða.
**13.2. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, útboð á rekstri mötuneytis við Auðarskóla**
Tilboð voru opnuð kl. 13:00 fyrir fund byggðarráðs.
Eitt tilboð barst.
Í framhaldi þarf að greina forsendur tilboðs í samræmi við tilboðsgögn Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
**13.4. 2306027 - Reglur um skólaakstur**
Farið yfir tillögu að uppfærðum reglum varðandi fyrirkomulag skólaaksturs.
Tillaga samþykkt samhljóða, með áorðnum breytingum.
**13.5. 2305001 - Skólaþjónusta við Auðarskóla**
Drög að samningi samþykkt samhljóða, með áorðnum breytingum.
Sveitarstjóra falið að ganga frá undirritun.
**13.6. 2306024 - Tilnefning í verkefnastjórn DalaAuðs**
Lagt til að nýr fulltrúi verið Jón Egill Jóhannsson.
Samþykkt samhljóða.
**13.7. 2301018 - Vínlandssetur 2023**
Farið yfir stöðu mála og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
**13.8. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.**
Farið yfir stöðu mála.
**13.9. 2302003 - Ágangur búfjár**
Byggðarráð vinnur áfram að málinu í samræmi við gildandi fjallskilasamþykkt Dalabyggðar.
**13.10. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal**
Rætt um stöðu mála og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu, í samræmi við umræður á fundinum.
**13.11. 2302006 - Félagslegar íbúðir**
Byggðarráð upplýst um stöðuna.
**13.12. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023**
Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur verið falið af Heilbrigðisráðherra að taka yfir rekstur Silfurtúns að uppfylltum ákveðnum forsendum.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
**13.13. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu/barnavernd**
Unnið er áfram að viðræðum við Akranes varðandi þjónustu og samstarf í barnaverndarmálum. Í ljósi þessa þarf að rýna samþykktir Dalabyggðar og breytingar á þeim.
Búið að boða til fundar 14. ágúst með sveitarfélögum á Vesturlandi til að ræða málaflokkinn.
Áfram unnið að viðræðum við Reykhóla og Strandabyggð varðandi samstarf um félagsþjónustu.
**13.14. 2302007 - Umsókn um styrkvegi 2023**
Tillaga um ráðstöfun fjármuna til styrkvega samþykkt samhljóða.
**13.15. 2304008 - Sælingsdalstunga - afmörkun jarðar og lóða**
Sælingsdalstunga er komin á sölu.
Byggðarráð upplýst um stöðuna.
**13.16. 2304025 - Samningur um refaveiðar **
Samningur um refaveiðar samþykktur samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá undirritun.
**13.17. 2301005 - Fundargerðir Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. **
Lagt fram til kynningar.
**13.18. 2301003 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2023**
Lagt fram til kynningar.
**13.19. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023**
Lagt fram til kynningar.
**13.20. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023**
Lagt fram til kynningar.
**14. 2307004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 312**
|Samþykkt samhljóða.|
**14.1. 2304008 - Sælingsdalstunga**
Tvö tilboð hafa borist.
Lagt til að gera gagntilboð á móti hærra tilboðinu.
Lægra tilboðinu hefur þegar verið hafnað.
Samþykkt samhljóða.
**14.2. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, útboð og verðkönnun**
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna reksturs mötuneytis Auðarskóla í samræmi við gögn sem kynnt eru á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna ræstinga í Auðarskóla og stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar í samræmi við gögn sem kynnt eru á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
**14.3. 2301018 - Vínlandssetur**
Drög að samningi um rekstur veitingastaðar á Vínlandssetri lögð fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Drög að samningi um rekstur sýningarhalds á Vínlandssetri lögð fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
**14.4. 1702012 - Starfsmannamál - ráðning verkefnastjóra fjölskyldumála**
Sveitarstjóri kynnir ráðningu verkefnastjóra fjölskyldumála í Dalabyggð.
Jóna Björg Guðmundsdóttir tekur til starfa 14. ágúst nk.
**15. 2307002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 122**
|Samþykkt samhljóða.|
**15.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**
Eins og staðan er í dag eru horfur á að í grunnskólanum verði 77 börn. Búið er að manna flestar stöður í starfsmannahaldi skólans þó enn séu ákveðin mál óleyst, unnið er að lausn mála.
**15.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024**
Ekki hefur náðst að manna allar stöður í ágúst en eftir næstu mánaðarmót þá verður leikskólinn fullmannaður. Ekki hefur náðst að opna á að öll rými séu starfrækt núna í upphafi eftir sumarlokun en horfurnar eru bjartari eftir næstu helgi.
26 börn eru í leikskólanum núna.
**15.3. 2305001 - Skólaþjónusta**
Skólastjóri mun skoða með forráðamönnum Ásgarðs heppilega tímasetningu á kynningarfundi fyrir foreldrum og forráðamönnum á samstarfinu á milli Auðarskóla og Ásgarðs.
**15.4. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar**
Næstu skref eru þau að starfsfólk Auðarskóla og fulltrúar Ásgarðs munu funda og í kjölfarið verður haldinn umræðufundur með skólaráði og foreldrasamfélaginu. Tímasetning þess fundar liggur ekki fyrir.
**15.5. 2301027 - Skólaakstur**
Samþykkt að sveitarstjóri, verkefnastjóri fjölskyldumála og skólastjóri hefji undirbúning að því að greina þarfir á einstaka akstursleiðum í undirbúningi þess að útboð fari í gang næsta vetur/vor.
**15.6. 2010009 - Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð**
Sveitarstjóri kynnti stöðuna og hver næstu skref séu.
**15.7. 2308005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2023-2024**
Einnig fór tómstundafulltrúi yfir þær lagfæringar sem hafa átt sér stað á íþróttasvæðinu í Búðardal í sumar.
**15.8. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027**
**16. 2307001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 139**
|Samþykkt samhljóða.|
**16.1. 2308006 - Hreinsistöð í Búðardal, breyting á aðalskipulagi**
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að óverulegri breytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að iðnðarsvæði I-6 sem ætlað er fyrir skólphreinsistöð á Búðardal er færð til norðurs og stækkað í 0,1 í 0,14 ha. Breytingin er gerð til að draga úr mögulega neikvæðum áhrifum á útsýni og fella hreinsistöð betur að landslagi. Umfang breytingar er óverulegt og hefur áhrif á fáa. Áhrif breytingar eru metin óverulega á náttúrulega og efnahagslega þætti en talin jákvæð á samfélag vegna þess að dregið er úr sýnileika frá íbúðarbyggð.
**16.2. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar**
Tillaga að Deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdarfresti til 18. Júlí 2023. Athugaaemdir bárust frá Hilmari Jóni Kristisnsyni, tölvupóstur dags. 2. maí 2023. Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni dags. 6. júní 2023, Veiðifélagi Krossár dags. 29. júní 2023, Hafrannsóknarstofnunar dags. 6. júlí 2023 og Umhverfisstofnunar dags. 12. júlí 2023. Í áðurnefndum umsögnum þessara aðila eru ekki gerðar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Samráð var haft við Slökkviliðsstjóra Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og kom hann á framfæri leiðbeiningum um brunavarnir.
Í athugasemdum Hilmars Jóns Kristinssonar er eftirfarandi athugasemdir gerðr:
a) Kallað eftir umfjöllun Fiskistofu um möguleg áhrif á laxveiði í Krossá.
a. Fyrir liggur umsögn Hafrannsóknarstofnunar þar sem lagt er mat á möguleg áhrif tillögu og niðurstaðan að uppbygging skv. tillögu sé hvorki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á laxfiska né trufla aðgengi veiðimanna að ánni.
b) Spurt hvort landeigendur geti farið í verulegt skógarhögg eða eyðileggingu skógar vegna uppbyggingar frístundabyggðar án nokkura leyfa.
a. Ekki er talið líklegt að uppbygging kalli á verulegt skógarhögg. Um þetta gilda ákvæði laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Felling skóga er háð leyfi Skógræktarinnar.
c) Kallað eftir skoðun slökkviliðsstjóra á brunavörnum.
a. Um er að ræða gamla frístundabyggð sem er í samræmi við eldra skipulag. Gamla skipulagið verður fellt úr gildi við gildistöku þess nýja. Nýja skipulagið kveður á um snúningsplön við enda botnlanga til að auðvelda meðal annars viðbragðsaðilum að snúa við. Enn fremur er tryggt aðgengi að slökkvivatni allt árið í Krossá. Haft hefur verið samráð við slökkvistjóra.
d) Vegur sem liggur fram á Villingadal verði óhindraður með öllu. Það er krafa meirihlutaeigenda Villingadals, eigendur Skarðs, geti farið óhindrað fram á Villingadal, hvort sem það er farið er á vélknúnu ökutæki, hestum, fótgangandi eða með öðrum hætti. Auk þess sem greið leið og óhindruð fyrir þá sem þurfa stunda smalamennskur. Ristahlið sem lögð eru oft í vegstæði verði ekki leyfð undir neinum kringumstæðum á þessari leið fram á Villingadal.
a. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er ekki verið að loka á aðgengi um veginn og því telur nefndin ekki vera forsendur til að breyta eða setja frekari skipulagsskilmála um aðgengi.
e) Minnt á gamlan orðróm um miltisbrand á svæðinu. Hross hafi verið grafin fram með Villingadal en staðsetning óþekkt.
a. Ekki eru taldar forsendur til að breyta eða setja skipulagsskilmála um uppbyggingu á svæðinu byggt á þessum orðróm.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur framkomnar umsagnir og athugasemdir ekki kalla á breytingar á auglýstri tillögu og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hana sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og fela skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
**16.3. 2301065 - Ljárskógarbyggð**
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita landeiganda heimild til að vinna deiliskipulagstillögu sbr. 38 gr. skipulagslaga en bendir á að svæðið liggur að verndarsvæði Breiðafjarðar og uppfyllir ekki ákvæði um lágmarksfjarlægðir frá vegi og/eða sjó. Deiliskipulagsáformin eins og þeim er lýst í skipulagslýsingu kalla á gerð aðalskipulagsbreytinga og skal landeigandi bera allan kostnað af vinnslu hennar ef til kemur. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlögð skipulagslýsing verði kynnt sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
**16.4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal**
Nefndin hvetur til þess að ráðist verði í deiliskipulagsgerð fyrir Búðardal og næsta nágrenni, þar sem horft verði til íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, sem og rafhleðslustöðva.
**16.5. 2307002 - Umsókn um byggingarleyfi**
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að klára málið.
**16.6. 2308007 - Söfnunarstöð í Búðardal**
Nefndin ræddi málefnið og það verður rætt áfram.
**16.7. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027**
Nefndin telur að skoða þurfi gildandi deiliskipulög í framhaldi af nýju aðalskipulagi.
**18. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
[Skýrsla sveitarstjóra á fundi 236.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=MdkLEkl2WEJJ9Kg4BvA7Q1&meetingid=2slbbMy_kuJqxO0k_HT6w1)
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 **