Kópavogsbær
Skipulagsráð - 147. fundur
Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 27. júlí 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf um breytingu á deiliskipulagi.
Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Vatnsenda, Melahvarf, Grundarhvarf, Brekkuhvarf samþ. 29. október 1992.
Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús, bílskúr og staðstæð geymsla, alls 197.9 m² að flatarmáli verði rifið og að lóðinni sem er 4.217 m² að flatarmáli, verði skipt upp í þrjár minni lóðir, Brekkuhvarf 5A, 5B og 7. Gert ráð fyrir að byggð verði parhús á tveimur hæðum, 350 m² að heildarflatarmáli á hverri lóð og að tvö bílastæði fylgi hverri íbúð. Íbúðum fjölgar úr einni í sex við breytinguna og bílastæðum úr þremur í tólf. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0.047 í 0.25.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:000 dags. 27. júlí 2023 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.