Fjarðabyggð
Fræðslunefnd - 128
**1. 2308068 - Skólabyrjun skólaárið 2023-2024**
|Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu gerði grein fyrir stöðunni í leik-, grunn- og tónlistarskólum í Fjarðabyggð, mönnun og framkvæmdir. Búið er að ráða í flestar stöður. Unnið er að framkvæmdum við Eskifjarðaskóla og munu þær standa eitthvað fram á haustið, en það mun þó ekki hafa áhrif á skólabyrjun í Eskifjarðarskóla. |
**2. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð**
|Til umræðu voru hugmyndir um breytingar á reglum um kennslutímaúthlutun til grunnskóla. |
Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
**3. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024**
|Farið var yfir undirbúningsvinnu vegna starfs- og fjárhagsáætlunargerðar í fræðslumálum fyrir árið 2024.|
Frekari umræðu um starfs- og fjárhagsáætlun vísað til næsta fundar nefndarinnar.
**4. 2308006 - Fundaáætlun fræðslunefndar haust 2023**
|Fyrir liggur tillaga að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir haustið 2023. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu|
[Tillaga að fundaáætlun fyrir haustið 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=RDWvm20EfkaDpb8P_vv7Jw&meetingid=44CZvo31AkPQNefInRypw1
&filename=Tillaga að fundaáætlun fyrir haustið 2023.pdf)
**5. 1806053 - Snjalltækjavæðing og reglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar**
|Töluverð umræða hefur verið í samfélaginu um notkun snjallsíma í skólum. Fjarðabyggð setti sér ákveðnar reglur haustið 2018 sem fóru í endurskoðun ári síðar. Almenn sátt hefur verið með reglurnar.|
Nefndin felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að leita álits hjá starfsfólki skólanna sem og Ungmennaráði Fjarðabyggðar varðandi reglurnar.