Fjarðabyggð
Bæjarráð - 809
**1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL**
|Lagt fram sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit yfir rekstur og fjárfestingar janúar - júní 2023 auk yfirlits yfir launakostnað og skatttekjur janúar - júlí 2023. Framlagt og kynnt.|
**2. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024**
|Lagt fram minnisblað og tillögur fjármálastjóra um forsendur tekju- og gjaldaliða fyrir fjárhagsáætlun 2024 - 2027 auk nýjustu þjóðhagspár, dagsetninga í áætlunarferlinu og niðurstöðu bæjarráð frá í júlí um viðbætur í úthlutaðan ramma. Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram á grunni tillagna í minnisblaðinu. |
**3. 2303238 - Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023**
|Fulltrúar frá Deloitte komu á fund bæjarráð kl. 10:00 og farið var yfir stöðu mála í vinnu við stöðuúttekt stjórnsýslunnar.|
**4. 2209031 - Yfirlýsing vegna kaupréttar**
|Tekin fyrir að nýju matsgerð dómskvaddra matsmanna vegna fasteignarinnar Hafnargötu 6 á Reyðarfirði. Einnig er lagt fram minnisblað lögmanns sveitarfélagsins vegna matsgerðarinnar. |
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram á grundvelli minnisblaðsins og umræðna á fundinum.
**5. 2301057 - Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði**
|Framlagt minnisblað fasteigna- og framkvæmdafulltrúa þar sem farið var yfir stöðu mála vegna framkvæmda við Eskifjarðarskóla. |
**6. 2307046 - Umsókn um lóð Sólbakki 2-6**
|Framlögð umsókn Nestaks ehf. vegna lóðarinnar að Sólbakka 2-6 í Neskaupstað.|
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
**7. 2308021 - Umsókn um lóð Sæbakki 17**
|Framlögð umsókn Þórarins Elí Helgasonar vegna lóðarinnar að Sæbakka 17 í Neskaupstað.|
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
**8. 2308059 - Umsókn um lóð Búðarmelur 7 a-b-c**
|Framlögð umsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar, f.h. Búðinga ehf vegna lóðarinnar að Búðarmel 7a-c á Reyðarfirði. |
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
**9. 2308007 - Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skilta**
|Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd erindi er varðar leyfi til uppsetningu skilta um sögu Stöðfirskra báta og skipa, og styrk til uppsetningarinnar. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 25.000 kr. af liðnum óráðstafað.|
[Stöðfirskir bátar og skip - kynning.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=DLClXBaUvECFw16xIf9oAg&meetingid=f8WRhSXgokCq3PY1qf_CQ1
&filename=Stöðfirskir bátar og skip - kynning.pdf)
[Umsókn um leyfi fyrir skiltum.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=dT9is4VXkUCjWHdWFP5Yg&meetingid=f8WRhSXgokCq3PY1qf_CQ1
&filename=Umsókn um leyfi fyrir skiltum.pdf)
**10. 2308080 - Beiði Loðnuvinnslunar til afnota íþróttahús Fáskrúðsfjarðar vegna Árshátíðar**
|Framlagt erindi Loðnuvinnslunar vegna beiðni um leigu á íþróttahúsinu á Fáskúðsfirði. Einnig minnsblað deildarstjóra íþróttamannvirkja varðandi erindið. |
Bæjarráð samþykkir að leigja íþróttahúsið.
**11. 2308082 - Arctic Circle þing Hringborðsins 19.-21. október 2023**
|Boð um þátttöku á tíunda þingi Arctic Circle, Hringborði Norðurslóða, sem fram fer dagana 19. - 21. október 2023. Lagt fram til kynningar.|
**12. 2304052 - Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2023**
|Gögn frá ársfundi StarfA 2023 lögð fram til kynningar.|
**13. 2306012F - Mannvirkja- og veitunefnd - 16**
|Fundargerð 16. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 14. júní lögð fram til staðfestingar|
**13.1. 2305071 - Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024**