Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1590
==== 24. ágúst 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== Fundargerð ritaði ==
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Hlégarður umsagnarbeiðni um tímabundið áfengisleyfi vegna fjáröflunarkvölds ==
[202308360](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308360#jkhsp2jqoe23m6q2axncqw1)
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir fjáröflunarkvöld Aftureldingar í Hlégarði þann 31. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um tækifærisleyfi fyrir fjáröflunarkvöld Aftureldingar í Hlégarði 31. ágúst næstkomandi
== 2. Íslandsmótið í skák í Mosfellsbæ 2024 ==
[202308297](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308297#jkhsp2jqoe23m6q2axncqw1)
Erindi frá Skáksambandi Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi við að halda Íslandsmót í skák í Mosfellsbæ vorið 2024.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og bæjarstjóra.
== 3. Endurnýjun eldri lóðaleigusamninga í Mosfellsbæ ==
[202301505](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301505#jkhsp2jqoe23m6q2axncqw1)
Tillaga um að veitt verði heimild til framlengingar lóðaleigusamninga í eldri hverfum til 1. júlí 2075.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að endurnýja lóðaleigusamninga í eldri hverfum til 1. júlí 2075 í samræmi við forsendur í fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
== 4. Staða innleiðingar á nýju sorpflokkunarkerfi ==
[202308282](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308282#jkhsp2jqoe23m6q2axncqw1)
Kynning frá umhverfissviði á innleiðingu nýs sorpflokkunarkerfis.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri á umhverfissviði kynntu stöðu á innleiðingu nýs sorpflokkunarkerfis.
== Gestir ==
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri
== 5. Eldhússtofa við Reykjakot, nýframkvæmd ==
[202308506](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308506#jkhsp2jqoe23m6q2axncqw1)
Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á endurnýjun mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út færanlega kennslustofu sem hýsir mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
== 6. Hvítbók um húsnæðismál ==
[202308533](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308533#jkhsp2jqoe23m6q2axncqw1)
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á hvítbók um húsnæðismál í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 4. september nk.
Lagt fram.
== 7. Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga ==
[202308589](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308589#jkhsp2jqoe23m6q2axncqw1)
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 1. september nk.
Lagt fram.