Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 139. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarbók 2023 ===
2305037
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Janus heilsuefling ===
2306047
Þann 09.06.23 var lagt til kynningar fyrir sveitastjórn Borgarbyggðar verkefnið Janus og var samhljómur um að mikilvægt væri að leggja áherslu á að bæta heilsu og lífsgæði þeirra er verkefnið snýr að. Drög að samning liggur fyrir, sjá meðfylgjandi. Farið nánar yfir skipulag verkefnis.
Það er samhljóma álit að fjölþætt heilsuefling 60 í Borgarbyggð sé mikilvægt verkefni til að auka þjónustu við þann hóp. Samþykkt er að gengið verði til samninga. Málið verður tekið til kynningar á næsta fundi Velferðarnefndar þegar frekari útfærsla liggur fyrir hvenær verkefnið hefst.
=== 3.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa ===
1901093
Afgreiðsla frá 636. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar: "Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í velferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða."
Lagt fram til kynningar og umfjöllunar í velferðarnefnd.
Samþykkt samhljóða."
Lagt fram til kynningar og umfjöllunar í velferðarnefnd.
Rætt um verklagsreglur innan félagsþjónustu Borgarbyggðar er kemur að þjónustu við notendur í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar.
=== 4.Frumkvæðisathugun GEV á gæðum þjónustu barnaverndar ===
2303272
Farið yfir stöðuna á úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á gæðum þjónustu barnaverndar.
Velferðarnefnd leggur áherslu á að gagnaöflun fyrir GEV verði kláruð sem allra fyrst. Félagsmálastjóri fylgir því eftir. Velferðarnefnd verður jafnframt upplýst þegar niðurstöður frá GEV liggja fyrir.
=== 5.Samræmd móttaka flóttafólks ===
2303023
Farið yfir stöðuna á umsókn um samræmda móttöku flóttamanna. Einnig greint frá fundi sem haldinn var með félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Vinnumálastofnun þann 17.08.23, þar sem helstu áskoranir voru ræddar. Lögð var áhersla á að gera samning við Borgarbyggð sem snýr bæði að samræmdri móttöku flóttafólks en einnig fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru á bið.
Velferðarnefnd leggur til að félagsmálastjóri vinni áfram að kostnaðargreiningu tengt verkefninu.
Málinu er frestað fram að næsta fundi.
Málinu er frestað fram að næsta fundi.
Heiðrún Halldórsdóttir verkefnastjóri móttöku flóttamanna sat fundinn undir þessum lið.
=== 6.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga.
===
2201148
Farið yfir stöðuna á vinnslu samnings við Hvalfjarðarsveit um sameiginlega barnaverndarþjónustu.
Velferðarnefnd leggur til að gengið verði til samninga sem allra fyrst en jafnframt er mikilvægt að fara að huga að frekari útfærslu á barnaverndarþjónustu á Vesturlandi.
Fundi slitið - kl. 15:30.