Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð 274. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skipulags- og umhverfisráð =
Dagskrá
=== 1.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting á starfsemi úr bílasölu í þvottastöð ===
2308168
Forsvarsmenn Löðurs fara yfir hugmyndir sínar um þvottastöð á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar forsvarsmönnum Löðurs fyrir komuna á fundinn og felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu að málinu.
=== 2.Strandstígur á Akranesi (Ása Katrín) ===
2307159
Ása Katrín Bjarnadóttir kynnir meistaraverkefni sitt í borgarhönnun, "Bláa þráðinn". Verkefnið fjallar um menningu, sögu, náttúru og upplifun af strandlínu Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásu Katrínu Bjarnadóttur fyrir góða og áhugaverða kynningu.
=== 3.Merktún - Okkar Akranes - Opin svæði 2023 ===
2305126
Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt hjá Lilium teiknistofu kynnir tillögu að hönnun á Ævintýragarði á Merkurtúni. Ævintýragarður á Merkurtúni hlaut flest atkvæði í Okkar Akranes - Opin og græn svæði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Lilju hjá Lilium teiknistofu fyrir greinargóða kynningu og felur Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra, Ásbirni Egilssyni og Önnu Þóru Gísladóttur verkefnastjórum að vinna áfram að málinu með Lilju.
=== 4.Húsnæðismál Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar ===
2301291
Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir framvindu málsins frá síðasta fundi. (6. febrúar s.l.)
Skipulags- og umhverfisráð felur Jens Heiðari Ragnarssyni slökkviliðsstjóra og Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að lóð fyrir starfsemi slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila.
=== 5.Íþróttahús á Jaðarsbökkum - uppsteypa og ytri frágangur ===
2204184
Farið yfir stöðu framkvæmdar.
Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra að kynna málið í skóla- og frístundaráði og að vinna áfram að málinu.
=== 6.Sorptunnubreyting - útvegun ===
2308093
Farið yfir útboð vegna sorpmála.
Skipulags- og umhverfisráð felur Lárusi Ársælssyni umhverifsstjóra að vinna áfram að málinu.
=== 7.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - norðurhluti ===
2207011
Deiliskipulag Dalbraut N, farið yfir tvær tillögur að skipulagi, meðfylgjandi er skuggavarp.
Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við skipulagið.
=== 8.Stefnumótun Akraneskaupstaðar ===
2209259
Vinna við forgangsröðun verkefna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að vinnufundur um stefnumótunarverkefni á sviðinu verði haldinn mánudaginn 4. september nk.
=== 9.Höfðagrund 7 - umsókn til skipulagsfulltrúa ===
2304150
Umsókn lóðarhafa Gísla S. Einarssonar um breytingar á deiliskipulagi Sólmundarhöfða. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit um 18,2 m2 við Höfðagrund 7. Fyrirhugað er að reisa garðskála við núverandi íbúðarhús. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,37.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund 9, 11, 14, 14A og 14B.
=== 10.Suðurgata 126 - Umsókn til skipulagsfulltrúa ===
2303092
Umsókn S126 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits vegna lóðar Suðurgötu 126. Sótt er um breytta notkun húss úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði, skilgreindur verður byggingarreitur undir mannvirki á lóðinni og breyting á útliti húss. Bílskúrshurð tekin út á norðausturhlið og gluggi settur í staðinn, aðrar hliðar haldast óbreyttar. Skilgreindur byggingarreitur C, heimild að byggja 77fm skv. núgildandi skipulagi.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Sementsbrautar 15, Suðurgötu 124 og 122, Skagabraut 24 og Jaðarsbraut 3 frá 12. júlí 2023 til 8. ágúst 2023.
Eitt samþykki barst.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Sementsbrautar 15, Suðurgötu 124 og 122, Skagabraut 24 og Jaðarsbraut 3 frá 12. júlí 2023 til 8. ágúst 2023.
Eitt samþykki barst.
Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst B-deild Stjórnartíðinda.
=== 11.Deiliskipulag Flóahverfi - breyting v. jarðstrengs ===
2308167
Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis vegna legu jarðstrengs í eigu Landsnets. Í breytingunni felst að gatan Kelduflói færist til vesturs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Send skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
=== 12.Deiliskipulag Jaðarsbakkar ===
2304154
Vinna við deiliskipulag Jaðarsbakka.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja tillögu ráðsins um að fella út möguleika á þéttingu íbúðabyggðar á Jaðarsbökkum í þeirri vinnu við breytingu deiliskipulags sem nú fer fram. Þessi tillaga er komin til samþykktar vegna þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingarinnar.
=== 13.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar ===
2305045
Vinna við breyting á Aðalskipulag Akraness vegna Jaðarsbakka.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja tillögu ráðsins um að fella út möguleika á þéttingu íbúðabyggðar á Jaðarsbökkum í þeirri vinnu við breytingu aðalskipulags sem nú fer fram. Þessi tillaga er komin til samþykktar vegna þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingarinnar.
=== 14.Vegna niðurrifs við Dalbraut 8 og 10 - fyrirspurn og athugasemdir ===
2308057
Umfjöllun um bréf til Andrésar Ólafssonar varðandi niðurrif á Dalbraut 10.
Skipulags- og umhverfisráð óskaði eftir því við starfsmenn skipulags- og umhverfissviðs, að svara erindi Adrésar Ólafssonar varðandi niðurrif við Dalbraut 10. Efni bréfs var staðfest af ráðsmönnum og það sent s.l. föstudag.
Í framhaldinu óskar ráðið eftir því að niðurrifsframkvæmdir við Dalbraut 8 og Dalbraut 10 verði kynntar með fréttatilkynningu á heimasíðu Akraneskaupstaðar, þar sem allar helstu upplýsingar um niðurrifið verða veittar.
Í framhaldinu óskar ráðið eftir því að niðurrifsframkvæmdir við Dalbraut 8 og Dalbraut 10 verði kynntar með fréttatilkynningu á heimasíðu Akraneskaupstaðar, þar sem allar helstu upplýsingar um niðurrifið verða veittar.
Fundi slitið - kl. 21:30.