Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 542
**542. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. ágúst 2023 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Beiðni um viðauka vegna kjarasamninga ofl. - bæjarskrifstofa - 2308046**
Til máls tók: Ásrún.
Lögð fram beiðni um viðauka vegna launaliða á bæjarskrifstofu og tölvudeild. Alls viðaukabeiðni er 11.625.000 sem lagt er til að verði fjármögnuð með lækkun bókhaldsliðar "21611-1119 Lagt til hliðar vegna kjarasamninga" að fjárhæð 8.069.000 og með hækkun á áætlun staðgreiðslu, bókhaldsliður 00010-0021 að fjárhæð 3.556.000 kr. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**2. Ufsasund 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2308021**
Til máls tók: Ásrún.
Guðlaugsson ehf. sækir um byggingarleyfi á lóðinni Ufsasund 16 skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum frá Faglausnum dagsett 22.07.2023. Umsóknin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir lóðina. Á fundi nr. 123 hjá skipulagsnefnd var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða byggingaleyfið.
**3. Sorphirða í kjölfar breytinga 2023 - 2308206**
Til máls tók: Ásrún.
*Þónokkuð hefur borið á kvörtunum íbúa í kjölfar breytinga í 4 flokka kerfi. Nýjar tunnur voru afhentar um mánaðarmótin maí, júní og hefur tíðni sorphirðu verið óljós. Bókun Það er mjög hvimleitt að biðla til fólks að taka upp nýtt verklag og innleiða breytingar þegar innviðir eða skipulag er ekki reiðubúið. Við höfum skilning á því að eitthvað aðlögunarferli þurfi sem hafi áhrif á sorphirðuna og skipulagið, en það er ákjósanlegra að íbúar hafi hugmynd varðandi áætlun sorphirðunnar. Best væri að áætlunin myndi birtast á heimasíðunni sem fyrst, þó hún þyrfti að taka breytingum sem væri hægt að kynna fyrir íbúum jafnóðum. Við óskum eftir því að Kalka birti aðgengilega sorphirðuáætlun sem allra fyrst ásamt því að upplýsa ef sorphirða breytist. * *Bæjarstjórn Grindavíkur* **4. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður, Gunnar Már, bæjarstjóri, Unnar og Hjálmar.
Fundargerð 302. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 24. ágúst sl. er lögð fram til kynningar.
**5. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Birgitta Hrund.
Fundargerð 791. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 9. ágúst sl. er lögð fram til kynningar.
**6. Bæjarráð Grindavíkur - 1645 - 2306002F**
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**7. Bæjarráð Grindavíkur - 1646 - 2306008F**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**8. Bæjarráð Grindavíkur - 1647 - 2306012F**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta Hrund, Sævar og Unnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**9. Bæjarráð Grindavíkur - 1648 - 2306019F**
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**10. Bæjarráð Grindavíkur - 1649 - 2307002F**
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**11. Bæjarráð Grindavíkur - 1650 - 2307008F**
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**12. Bæjarráð Grindavíkur - 1651 - 2308003F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**13. Skipulagsnefnd - 121 - 2306001F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**14. Skipulagsnefnd - 122 - 2306011F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Unnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**15. Skipulagsnefnd - 123 - 2308004F**
Til máls tóku: Ásrún og Birgitta Hrund.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**16. Fræðslunefnd - 132 - 2306003F**
Til máls tóku: Ásrún, Gunnar Már, Birgitta Hrund og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**17. Fræðslunefnd - 133 - 2306022F**
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**18. Frístunda- og menningarnefnd - 126 - 2306009F**
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Sævar, Hallfríður, Hjálmar og Unnar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**19. 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar - 2 - 2306015F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Birgitta Hrund og Unnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**20. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 73 - 2306007F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Gunnar Már og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**21. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 74 - 2306018F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, bæjarstjóri og Hjálmar, Gunnar Már.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**22. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 75 - 2307007F**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Birgitta Hrund og Unnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20.
Bæjarstjórn / 29. ágúst 2023
[Fundur 542](/v/26599)
Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023
[Fundur 123](/v/26596)
Bæjarráð / 22. ágúst 2023
[Fundur 1651](/v/26581)
Bæjarráð / 11. júlí 2023
[Fundur 1649](/v/26561)
Bæjarráð / 27. júní 2023
[Fundur 1648](/v/26536)
Bæjarráð / 20. júní 2023
[Fundur 1647](/v/26522)
Skipulagsnefnd / 19. júní 2023
[Fundur 122](/v/26521)
Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023
[Fundur 126](/v/26507)
Bæjarráð / 13. júní 2023
[Fundur 1646](/v/26506)
Bæjarráð / 6. júní 2023
[Fundur 1645](/v/26496)
Skipulagsnefnd / 5. júní 2023
[Fundur 121](/v/26493)
Skipulagsnefnd / 6. mars 2023
[Fundur 116](/v/26472)
Skipulagsnefnd / 15. maí 2023
[Fundur 120](/v/26471)
Bæjarstjórn / 30. maí 2023
[Fundur 541](/v/26462)
Bæjarráð / 23. maí 2023
[Fundur 1644](/v/26448)
Bæjarráð / 16. maí 2023
[Fundur 1643](/v/26431)
Fræðslunefnd / 4. maí 2023
[Fundur 131](/v/26411)
Hafnarstjórn / 8. maí 2023
[Fundur 489](/v/26410)
Bæjarráð / 2. maí 2023
[Fundur 1642](/v/26397)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 119](/v/26393)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 125](/v/26392)
Fræðslunefnd / 17. apríl 2023
[Fundur 130](/v/26387)
Bæjarstjórn / 25. apríl 2023
[Fundur 540 ](/v/26378)
Bæjarráð / 18. apríl 2023
[Fundur 1641](/v/26371)
Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023
[Fundur 118](/v/26358)
Fræðslunefnd / 2. mars 2023
[Fundur 129](/v/26356)