Suðurnesjabær
Hafnarráð
= Hafnarráð =
Dagskrá
=== 1.Rekstraryfirlit 2023 ===
2304039
Rekstraryfirlit janúar - júlí 2023.
Lagt fram.
=== 2.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi ===
2206131
Umfjöllun um rekstur og starfsemi Sandgerðishafnar.
Hafnarráð lýsir áhyggjum af því hve dregist hefur að fjarlægja mb. Þrist úr höfninni, en skipið brann í lok apríl sl. Hafnarráð óskar eftir því að hafnarstjóri og verkefnastjóri fylgi eftir við eigendur skipsins að það verði fjarlægt úr höfninni sem allra fyrst fyrir komandi vetur.
=== 3.Sandgerðishöfn - viðhaldsmál ===
2004035
Farið yfir stöðu viðhalds mannvirkja og búnaðar samkvæmt áætlun.
Farið yfir framgang viðhaldsáætlunar. Hafnarráð lýsir ánægju með löngu tímabært viðhald í hafnarhúsi. Hafnarráð lýsir vonbrigðum með að í tillögu um samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir fjármagni til endurbóta á syðri grjótvarnagarði fyrr en árið 2028. Hafnarráð bendir á mikilvægi þess að endurbæturnar verði sem allra fyrst.
=== 4.Hafnasamband Íslands fundargerðir ===
2009047
a) 453. fundur stjórnar dags. 17.05.2023.
b) 454. fundur stjórnar dags. 13.06.2023.
c) 455. fundur stjórnar dags. 18.08.2023.
b) 454. fundur stjórnar dags. 13.06.2023.
c) 455. fundur stjórnar dags. 18.08.2023.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:00.