Hvalfjarðarsveit
Menningar- og markaðsnefnd 43. fundur
= Menningar- og markaðsnefnd =
Dagskrá
Elín Ósk Gunnarsdóttir boðaði forföll.
=== 1.Beiðni um menningarstyrk frá Listfélagi Akraness. ===
2308019
Erindi frá Listfélagi Akraness.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar fyrir innsent erindi. Nefndin tekur jákvætt í erindið en er því hafnað þar sem að úthlutun úr Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar er lokið fyrir árið 2023. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er til 1. apríl ár hvert og hvetjum við ykkur til að sækja um fyrir þann tíma.
=== 2.Hvalfjarðardagar 2023 ===
2210005
Farið yfir framkvæmd og hvernig til tókst á Hvalfjarðardögum 2023.
Farið var yfir hvernig til tókst með Hvalfjarðardaga 2023. Menningar- og markaðsnefnd er mjög ánægð með hátíðarhöldin og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn fyrir þeirra framlag og ánægjulegt samstarf.
Stjörnugrís veitir veglega gjafakörfu í vinning fyrir ljósmyndasamkeppnina og þau verðlaun hlaut Eyrún Jóna Reynisdóttir. Grand Hótel gaf gistingu með morgunmat í verðlaun í skreytingasamkeppninni og þau verðlaun hlutu Kristján Valur Sigurgeirsson og Arney Þyrí Guðjónsdóttir á Lækjarmel 1. Menningar- og markaðsnefnd óskar vinningshöfum til hamingju.
Nefndin þakkar dómnefnd í skreytingasamkeppni fyrir þátttökuna. Einnig þakkar nefndin fyrir innsendar myndir í ljósmyndasamkeppninni.
Formaður Menningar- og markaðsnefndar sat hjá við val á mynd í ljósmyndasamkeppninni.
Stjörnugrís veitir veglega gjafakörfu í vinning fyrir ljósmyndasamkeppnina og þau verðlaun hlaut Eyrún Jóna Reynisdóttir. Grand Hótel gaf gistingu með morgunmat í verðlaun í skreytingasamkeppninni og þau verðlaun hlutu Kristján Valur Sigurgeirsson og Arney Þyrí Guðjónsdóttir á Lækjarmel 1. Menningar- og markaðsnefnd óskar vinningshöfum til hamingju.
Nefndin þakkar dómnefnd í skreytingasamkeppni fyrir þátttökuna. Einnig þakkar nefndin fyrir innsendar myndir í ljósmyndasamkeppninni.
Formaður Menningar- og markaðsnefndar sat hjá við val á mynd í ljósmyndasamkeppninni.
=== 3.Merking sögu og merkisstaða ===
1911013
Fara yfir stöðuna.
Menningar- og markaðsnefnd vinnur að skilti fimm og gengur sú vinna ágætlega. Hugmyndavinna komin af stað við næsta skilti og búið er að ákveða staðsetningu á því.
=== 4.17. júní 2023 - þjóðhátíðardagurinn ===
2210093
Skipulag og framkvæmd á 17. júní.
Menningar- og markaðsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með hátíðarhöldin á 17. júní sem fram fóru í Heiðarskóla. Nefndin þakkar Valdísi Valgarðsdóttur og Ingibjörgu Elfu Sigurðardóttur sem sáu um skipulagningu á hátíðarhöldum fyrir hönd Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar, kærlega fyrir þeirra framlag og afar vel heppnaða dagskrá.
=== 5.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit ===
2210006
Viðburðir 2023.
Áframhaldandi umræða um þær hugmyndir sem fram hafa komið um viðburði á seinni hluta þessa árs og fyrir árið 2024. Gera þarf ráð fyrir ákveðnu fjármagni fyrir þá viðburði sem nefndin vil framkvæma.
=== 6.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit ===
1905042
Fara yfir kynningarmál Hvalfjarðarsveitar.
Farið yfir framtíðarsýn í kynningarmálum Hvalfjarðarsveitar.
=== 7.Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi ===
2308002
Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi lögð fram til Kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:15.