Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 47. fundur
= Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar =
Dagskrá
=== 1.Verkaskipting nefndar 2022-2026 ===
2206128
Nefndin skiptir með sér verkum.
=== 2.Flýting leita 2022 ===
2206129
Fjallskilanefnd Oddsstaðaafréttar óskar eftir heimild til að flýta fyrri leit um eina viku haustið 2022. Fyrri leit verði þriðjudaginn 6. september og fyrri Oddsstaðarétt miðvikudaginn 7. september. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar.
=== 3.Önnur mál fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar ===
2008038
Rætt um að færa fyrri leitir á helgi. Ákveðið að boða til fundar með þeim sem eiga upprekstrarrétt í haust og ræða þessi mál.
Fundi slitið - kl. 21:45.
Formaður: Logi Sigurðsson
Varformaður: Ragnhildur Eva Jónsdóttir
Ritari: Haraldur Sigurðsson