Fjarðabyggð
Fræðslunefnd - 129
[Til baka](javascript:history.back()) [Prenta](#)
[Fræðslunefnd - 129](
DisplayDocument.aspx?audio=true&attachmentid=&itemid=&FileName=&meetingid=Y48vwaJWkivVtoOgvzsQ1)
**
**
Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
12.09.2023 og hófst hann kl. 16:30
**Fundinn sátu: **Birgir Jónsson formaður, Salóme Rut Harðardóttir varaformaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson varamaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson , Lísa Lotta Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi, Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi, Ásta Eggertsdóttir áheyrnarfulltrúi, Margrét Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi, Ásta K. Guðmundsd. Michelsen áheyrnarfulltrúi, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
**Fundargerð ritaði: **Anna Marín Þórarinsdóttir, Stjórnandi fræðsumála og skólaþjónustur
**Dagskrá: **
**1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL**
|Lagt fram yfirlit yfir rekstur fræðslumála fyrstu 6 mánuði ársins 2023. Stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu er falið að vinna að tillögum miðað við umræður á fundinum og vísa þeim til bæjarráðs.|
**2. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024**
|Lagt fram og kynnt bréf um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma fræðslunefndar fyrir árið 2024 í A hluta. |
**3. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024**
|Stjórnandi fræðslumála fór yfir vinnu við gerð launaáætlunar fyrir árið 2024. Nefndin felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og sviðsstjóra að vinna áætlunina áfram samkvæmt umræðum á fundinum. |
**4. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð**
|Frestað til næsta fundar.|
**5. 2308142 - Öruggara Austurland**
|Lagt fram til kynningar verkefnið Öruggara Austurland. Fræðslunefnd samþykkir samstarfsyfirlýsinguna fyrir sitt leyti.|
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 **
[Til baka](javascript:history.back(-1)) [Prenta](#)