Skagafjörður
Byggðarráð Skagafjarðar
= Byggðarráð Skagafjarðar =
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun 2024-2027 ===
2308163
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2024 ásamt minnisblaði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. ágúst 2023, varðandi forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsramma ársins 2024 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsramma ársins 2024 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
=== 2.Málmey - afnota og leigusamningur - nýr umsjónaraðili ===
2208173
Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Sveitarstjóri hefur fundað með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og aðilar eru sammála um að rétt sé að sveitarfélagið auglýsi eftir nýjum umsjónarmanni með eyjunni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónarmanni með eyjunni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónarmanni með eyjunni.
=== 3.Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu ===
2309047
Lagt fram bréf dagsett 5. september 2023 frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til mótun málstefnu og vísa til 130. greinar sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameininlega málstefnu fyrir sveitarfélögin.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameininlega málstefnu fyrir sveitarfélögin.
=== 4.Boð á haustþing SSNV ===
2309083
Lagt fram til kynningar fundarboð dagsett 8. september til þingfulltrúa 7. haustþings SSNV og stjórnenda sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem verður haldið á Hótel Laugarbakka þann 12. október 2023.
Fundi slitið - kl. 15:31.