Vesturbyggð

Bæjarstjórn - 386

13.09.2023 - Slóð - Skjáskot

    = Bæjarstjórn #386 =

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. september 2023 og hófst hann kl. 17:00 ====== Nefndarmenn ======

  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður ====== Starfsmenn ======
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri ====== Fundargerð ritaði ======
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ====== Hljóðupptaka ====== == Almenn erindi == === 1. Skýrsla bæjarstjóra === Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna. Til máls tóku: Forseti og Bæjarstjóri. === 2. Kosning um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar === Tillaga samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar um að kosning um sameiningu sveitarfélaganna fari fram 9. október 2023 til 28. október 2023 og að kosningaaldur miðist við 16 ár. Einnig leggur samstarfsnefndin til að drög að kjörseðli verði samþykkt og að sameiginlegri kjörstjórn verði falið að ákveða staðsetningu og fjölda kjörstaða, skiptingu í kjördeildir og opnunartíma kjörstaða. Mál frá 10. fundi samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Tálknafjarðar og Vesturbyggðar sem fór fram 23.08.2023. Til máls tók: Forseti Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða tillögu samstarfsnefndar varðandi framkvæmd kosninga um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. === 3. Urðargata 21 - umsókn um lóð. === Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi. Tekið fyrir erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 5. ágúst 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21a. Umsækjandi hafði áður fengið úthlutaðri lóðinni að Urðargötu 21b. Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var samþykkt að sameina lóðirnar. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt og sameining lóðanna grenndarkynnt. Til máls tók: Forseti Bæjarstjórn samþykkir úthlutun og sameiningu lóðanna og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inná fundinn. === 4. Túngata 16. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings. === Tekið fyrir erindi frá Magdalenu Lawicki, dags. 8. ágúst 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Túngötu 16, Patreksfirði. Erindinu fylgir nýtt lóðablað unnið af byggingarfulltrúa Vesturbyggðar. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt. Til máls tók: Forseti Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins. === 5. Hagi - Breytingar á lóðum === Tekið fyrir erindi frá Björgu G. Bjarnadóttur, dags. 2. september 2023. Í erindinu er óskað eftir breytingu á lóðum innan marka Haga, Barðaströnd. Breytingin er eftirfarandi: Hagi II, L201209. Lóðin var 3ha en verður rúmir 41ha eftir breytingu. Tungumúli, L223387. Lóðin var 0,7ha en verður 3,2ha eftir breytingu. Grænhóll 1, L225786. Lóðin var 0,3ha en verður um 1ha eftir breytingu. Höfði, L218799. Lóðin var 1ha en verður 15,7ha eftir breytingu. Erindinu fylgja ný mæliblöð. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að stækkun lóðanna verði samþykkt. Til máls tók: Forseti Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðanna. === 6. Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breyting veglagning === Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, dags. 7. september 2023. Tillagan felur í sér að breyta legu aðkomuvegar um svæðið en áður skilgreint vegstæði þykir ekki ákjósanlegt vegna bleytu. Afmörkun og stærð tveggja lóða breytast með færslu vegarins. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum með lóðanúmerum L221147, L233020, L139840, L139837, L233022 og L221595. Til máls tók: Forseti Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum með lóðanúmerum L221147, L233020, L139840, L139837, L233022 og L221595. === 7. Göngustígur í Selárdal === Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Selárdals. Breytingin gengur út á að skilgreina stikaða gönguleið frá Brautarholti niður í fjöru í Selárdal. Grenndarkynning var auglýst með athugasemdafresti til 22. júlí 2023. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir sem gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Forseti Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. == Til kynningar ==

== Fundargerð ==

9.

Bæjarráð - 967 Lögð fram til kynningar fundargerð 967. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 29. ágúst 2023. Fundargerð er í 11 liðum. Til máls tók: Forseti

9.1. #2308008 – Upplýsingastefna Vesturbyggðar - Endurskoðun 9.2. #2308037 – Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldfél. Brunabótafélag Ísl. 6.október n.k. 9.3. #2306008 – Stekkagil Geirseyrargil Bráðavarnir í farvegi 9.4. #2303045 – Fyrirspurn - Svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal 9.5. #2308036 – Tilraunaverkefni með HVest, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík 9.6. #2003034 – Landgræðslusamningur við skógræktarfélag Patreksfjarðar 9.7. #2211036 – Vatneyrarbúð, framkvæmdir og starfsemi 9.8. #2308040 – Mál nr. 1532023, Áform um frumvarp til breytingar á lögum um háskóla, nr. 63209 óskað er umsagnar 9.9. #2302074 – Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023 9.10. #2203080 – Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa 9.11. #2211039 – Til samráðs - reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

10.

Fasteignir Vesturbyggðar - 81 Lögð fram til kynningar fundargerð 81. fundar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 29. ágúst 2023. Fundargerð er í 2 liðum.

Til máls tók: Forseti

11.

Menningar- og ferðamálaráð - 30 Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 31. ágúst 2023. Fundargerð er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti

12.

Vestur-Botn - 10 Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar Vestur-Botns, fundurinn var haldinn 5. september 2023. Fundargerð er í 2 liðum.

Til máls tók: Forseti

13.

Hafna- og atvinnumálaráð - 52 Lögð fram til kynningar fundargerð 52. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 7. september 2023. Fundargerð er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti

14.

Skipulags og umhverfisráð - 109 Lögð fram til kynningar fundargerð 109. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 11. september 2023. Fundargerð er í 7 liðum. Til máls tók: Forseti 14.1. #2206011 – Urðargata 21 - umsókn um lóð. 14.2. #2308006 – Túngata 16. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings. 14.3. #2309024 – Bíldudalsskóli - bráðabirgðaskrifstofur 14.4. #2309027 – Hagi - Breytingar á lóðum 14.5. #2308050 – Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breyting veglagning 14.6. #2304054 – Göngustígur í Selárdal 14.7. #2309030 – Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:24 Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 386. fundar miðvikudaginn 13. september 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Forseti bar undir fundinn að tekin verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 7 málsnr. 2304013 - Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits og liður 9 málsnr. 2309030 - Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita falla út. Dagskrárliðir 8 færist upp um einn lið og verður númer 7 og dagskrárliðir 10 - 16 færast upp um tvo og verða númer 8 - 14. Samþykkt samhljóða.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in