Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð 277. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
- Þjónusta
[Velferð og fjölskylda](/thjonusta/velferd-og-fjolskylda) [Skóli](/thjonusta/menntun) [Frístund og íþróttir](/thjonusta/fristund) [Heilsueflandi samfélag](/thjonusta/heilsueflandi-samfelag) [Umhverfi](/thjonusta/umhverfi) [Samgöngur og framkvæmdir](/thjonusta/samgongur-og-framkvaemdir) [Skipulagsmál](/thjonusta/skipulagsmal) [Byggingarmál](/thjonusta/byggingarmal)
- Stjórnsýsla
[Stjórnkerfi](/stjornsysla/stjornkerfi) [Stjórnskipulag](/stjornsysla/stjornskipulag) [Fjármál og rafræn þjónusta](/stjornsysla/fjarmal) [Mannauður](/stjornsysla/mannaudur) [Fundargerðir](/stjornsysla/fundargerdir) [Eyðublöð](/stjornsysla/eydublod) [Reglur og samþykktir](/stjornsysla/reglur-og-samthykktir-1) [Útgefið efni](/stjornsysla/utgefid-efni-1)
- Mannlíf
[Menningarstofnanir](/mannlif/menningarstofnanir) [Afþreying](/mannlif/afthreying) [Áhugavert](/mannlif/ahugavert) [Viðurkenningar](/mannlif/vidurkenningar)
= Skipulags- og umhverfisráð =
277. fundur 18. september 2023 kl. 19:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
- Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
- Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
- Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
- Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
- Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri
Dagskrá
=== 1.Vatnsrannsóknir á Akranesi ===
2306149
Grunnvatnsathugun á neðri Skaga.
Fundi slitið - kl. 20:00.
Einnig sátu fundinn Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Steinar Adolfsson sviðsstjóri.
Starfsmenn frá Verkís Jóhann Örn Friðsteinsson og Anna María Þráinsdóttir kynntu skýrslu um jarð- og grunnvatnsaðstæður á Neðri Skaga.
Fyrstu niðurstöður benda til þess að með tilliti til þeirra gagna sem aflað hefur verið í sumar, rannsókna sem gerðar hafa verið á jarðlögum og grunnvatni á Akranesi, ásamt yfirferð á öðrum gögnum frá veðurfari og mælingum Veitna, telst há grunnvatnsstaða í sumar vera vegna mikillar úrkomu fyrri hluta árs. Síðast mældist meiri úrkoma á þessu tímabili árið 2017 og þar á undan árið 2012.
Starfsmenn Verkís mæla með áframhaldandi vöktun á grunnvatni með síritum og efnagreiningu vatns til að afla nánari upplýsinga og mögulegan uppruna vatnsins og grunnvatnsrennsli á svæðinu. Einnig er mælt með að kanna betur mögulegar ástæður hás grunnvatnsborðs norðvestan við Vesturgötu, við Krókalón.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að birta skýrsluna á heimasíðu Akraneskaupstaðar.