Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 140. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Drög að samning við Hvalfjarðarsveit um sameiginlega barnaverndarþjónustu liggur fyrir. Áætlaður kostnaður sem fellur á Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2023 er kr. 5.6 millj., eða um 15.75% af heildarkostnaði vegna barnaverndarþjónustu. Inn í þeirri upphæð er líka sameiginlegur kostnaður er lítur að stjórnsýslu.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við samninginn og er erindi vísað til staðfestingar hjá sveitastjórn.
=== 2.Janus heilsuefling ===
2306047
Undirbúningur vegna verkefnsins Heilsuefling 60+ í Borgarbyggð er í fullum gangi. Til stendur að fara í vettvangsferð í október og kanna aðstöðu á fleiri stöðum en í Borgarnesi. Mögulega þarf að fjárfesta í líkamsræktartækjum. Einnig verður haldinn sameiginlegur kynnningarfundur þar sem helstu aðildarfélögum eldri borgara verður boðið að koma á. Áætlað er að verkefnið fari af stað strax eftir áramót.
Áætlun er snýr að undirbúning verkefnisins liggur að mestu fyrir. Ef áætlun gengur eftir þá má gera ráð fyrir að verkefnið hefjist strax eftir áramót.
=== 3.Samræmd móttaka flóttafólks ===
2303023
Farið yfir stöðuna á vinnslu umsóknar um samræmda móttöku flóttamanna.
Velferðarnefnd leggur ríka áherslu á að við móttöku flóttafólks verði horft til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundinni þjónustu og gætt verði að jafnvægi á innviðum Borgarbyggðar.
Heiðrún Halldórsdóttir verkefnastjóri móttöku flóttamanna sat fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 15:00.
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Drög að samning við Hvalfjarðarsveit um sameiginlega barnaverndarþjónustu liggur fyrir. Áætlaður kostnaður sem fellur á Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2023 er kr. 5.6 millj., eða um 15.75% af heildarkostnaði vegna barnaverndarþjónustu. Inn í þeirri upphæð er líka sameiginlegur kostnaður er lítur að stjórnsýslu.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við samninginn og er erindi vísað til staðfestingar hjá sveitastjórn.
=== 2.Janus heilsuefling ===
2306047
Undirbúningur vegna verkefnsins Heilsuefling 60+ í Borgarbyggð er í fullum gangi. Til stendur að fara í vettvangsferð í október og kanna aðstöðu á fleiri stöðum en í Borgarnesi. Mögulega þarf að fjárfesta í líkamsræktartækjum. Einnig verður haldinn sameiginlegur kynnningarfundur þar sem helstu aðildarfélögum eldri borgara verður boðið að koma á. Áætlað er að verkefnið fari af stað strax eftir áramót.
Áætlun er snýr að undirbúning verkefnisins liggur að mestu fyrir. Ef áætlun gengur eftir þá má gera ráð fyrir að verkefnið hefjist strax eftir áramót.
=== 3.Samræmd móttaka flóttafólks ===
2303023
Farið yfir stöðuna á vinnslu umsóknar um samræmda móttöku flóttamanna.
Velferðarnefnd leggur ríka áherslu á að við móttöku flóttafólks verði horft til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundinni þjónustu og gætt verði að jafnvægi á innviðum Borgarbyggðar.
Heiðrún Halldórsdóttir verkefnastjóri móttöku flóttamanna sat fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 15:00.