Hvalfjarðarsveit
Menningar- og markaðsnefnd 44. fundur
= Menningar- og markaðsnefnd =
Dagskrá
=== 1.Miðgarður - félagsheimili ===
2212002
Miðgarður- útisvæði.
Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umræða um endurnýjun leiktækja við Miðgarð verði tekin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
=== 2.Merking sögu og merkisstaða ===
1911013
Undirbúningur við sjötta skiltið, texti og staðsetning skoðuð.
Menningar- og markaðsnefnd fór yfir hvað á að vera á næsta skilti. Komnar eru nokkrar hugmyndir og ákveðið var að vinna málið áfram milli funda.
=== 3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit ===
2210006
Viðburðir og fjárhagsáætlun.
Nefndin fór yfir komandi viðburði og samþykkt var að leggja fjármagn í aðventuhátíð á Vinavelli og tónleika. Formanni er falið að vinna málið áfram.
=== 4.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit ===
1905042
Áframhaldandi umræða um kynningarmál í Hvalfjarðarsveit.
Formaður fór yfir hugmyndir um markaðs- og kynningarmál. Góðar umræður sköpuðust, formanni var falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Andrea Ýr Arnarsdóttir sat fundinn.