Kópavogsbær
Bæjarráð - 3142. fundur
Frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 01.09.2023, lagt fram erindi varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2023 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þann 16. júní 2022 skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem hafði það hlutverk að kortleggja og greina þjónustuþörf þessa hóps og endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu í þessum málaflokki, með réttindi barna og aðgengi þeirra að fullnægjandi þjónustu að leiðarljósi. Einnig átti stýrihópurinn að leggja til verka- og kostnaðarskiptingu vegna þeirrar þjónustu á milli sveitarfélaga og ríkisins. Stýrihópurinn skilaði formlega skýrslu sinni til ráðherra nú í ágúst. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 07.09.2023.
Gestir
- Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:31