Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1615
**1615. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 5. júlí 2022 og hófst hann kl. 16:25.**
**Fundinn sátu:** Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður. Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sat fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
**Fundargerð ritaði:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
**Dagskrá:** **1. Leigusamningur vegna heilsuræktarstöðvar - 2109061**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Leigusamningur við Gym heilsu rennur út í september en endurnýjast til fjögurra ára ef honum er ekki sagt upp.
Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna málið áfram.
**2. Ósk um endurbætur á klefum og styrktaraðstöðu í íþróttamannvirkjum - 2206159**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Aðalstjórn UMFG óskar eftir styrk til að ráðast í endurbætur á klefum og setja upp lyftingaraðstöðu.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur umsjónarmanni fasteigna og forstöðumanni íþróttamannvirkja að skila tillögum inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023.
**3. Umsókn um styrk vegna Sjómannaballsins 2022 - 2206147**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
UMFG óskar eftir styrk á móti útgjöldum sem til féllu vegna Sjómannaballsins 2022.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
**4. Golfvöllur á Hópstúni - 2206146**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og forstöðumaður íþróttamannvirkja sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram erindi frá Pálma Hafþóri Ingólfssyni varðandi framtíð golfaðstöðu á Hópstúninu.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því inn í vinnu við skipulag íþróttasvæðisins í heild en felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að kanna hvað hægt sé að gera núna í sumar fyrir svæðið.
**5. Stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála - 2206130**
Innviðaráðuneytið óskar eftir innleggi vegna málsins frá sveitarstjórnum. Frestur til að skila gögnum er til 31. júlí nk.
Bæjarráð felur sviðsstjórum bæjarins að svara erindinu.
**6. Stytting vinnuviku hjá Slökkviliði Grindavíkur - 2206137**
Lagðar fram tillögur að breyttu vinnufyrirkomulagi hjá slökkviliði Grindavíkur.
Bæjarráð samþykkir vinnufyrirkomulagið og felur slökkviliðsstjóra að leggja fyrir viðauka fyrir bæjarráð á árið 2022 vegna málsins.
**7. Tölvubúnaður 2018, stefna frá Endor - 2012046**
Lögð fram dómsniðurstaða vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að una dómsniðurstöðu.
**8. Endurskoðun á skipuriti Grindavíkurbæjar - 2206049**
Bæjarráð óskaði eftir því við KPMG að fá tilboð í aðstoð við að leggja mat á stöðu stjórnskipulags Grindavíkurbæjar og leggja fram tillögur til úrbóta þar sem það á við.
Markmið verkefnisins er að sveitarfélagið sé vel í stakk búið til að veita framúrskarandi þjónustu og takast á við frekari vöxt á komandi árum.
Lögð fram verkefnistillaga frá KPMG ásamt áætluðum kostnaði.
Bæjarráð samþykkir verkefnistillöguna og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram með KPMG.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.
Bæjarráð / 6. júlí 2022
[Fundur 1615](/v/25898)
Fræðslunefnd / 4. júlí 2022
[Fundur 120](/v/25896)
Frístunda- og menningarnefnd / 29. júní 2022
[Fundur 116](/v/25889)
Bæjarráð / 29. júní 2022
[Fundur 1614](/v/25888)
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)