Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 223. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Kristín Gísladóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla, áheyrnafulltrúi skólastjóra í grunnskóla Helga Jensína Svavarsdóttir og Bogi Örn Emilsson fulltrúi foreldra í grunnskóla.
=== 1.Listaskóli ===
2309051
Sigfríður Björnsdóttir kemur til fundarins og ræðir hugmyndir um ,,Listaskóla Borgarbyggðar".
Sigfríður Björnsdóttir kemur til fundarins og fer yfir hugmyndir um Listaskóla Borgarbyggðar og þau verkefni sem hafa farið af stað tengt því. Dans, myndlist og leiklist eru hluti af því sem hefur staðið nemendum til boða. Barnamenningarhátíð sem skólinn tók að sér í fyrra var vel heppnuð. Nú er ljóst að verkefnið um listaskóla er komið vel á veg og hefur aukið mikið við framboð fyrir börn í Borgarbyggð. Þá er næsta skref að fara ákveða hvernig og skipulag Listaskóla Borgarbyggðar verður til frambúðar. Þar séu atriði sem þarf að huga vel að í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2024.
Fræðslunefnd þakkar Sigfríði fyrir kynninguna.
Fræðslunefnd þakkar Sigfríði fyrir kynninguna.
=== 2.Grunur um myglu í Grunnskólanum í Borgarnesi haust 2023 ===
2309055
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir aðgerðir í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna gruns um myglu í húsnæðinu.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir hvað er búið að gera í Grunnskólanum í Borgarnesi varðandi grun um myglu. Lögð er áhersla á það að halda foreldrum og starfsfólki vel upplýstu. Nú er ákveðin bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku. Starfsfólk hefur unnið vel úr aðstæðunum sem komið hafa upp og byrjað er að skipuleggja hvað verður gert ef sýnin gefa til kynna að um myglu sé að ræða.
=== 3.Skólastarf í byrjun skólaárs ===
2308019
Sviðsstjóri fer yfir upphaf skólaársins í grunn- og leikskólum Borgarbyggðar.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir nemenda tölur í leik- og grunnskólum. Ljóst er að ekki er eins mikið af umsóknum á leikskóla í Borgarnesi og síðustu tvö ár.
=== 4.Heildstæður skóladagur ===
2309054
Sviðsstjóri leggur fram hugmynd að þróunarverkefni milli frístundar og Grunnskólans í Borgarnesi.
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs verði gefin heimild til þess að stofna þróunarhóp utan um verkefnið sem hafi að leiðarljósi minnisblaðið í vinnunni og skili tillögum til fræðslunefndar í byrjun nóvember.
Samþykkt.
Samþykkt.
=== 5.Beiðni um frístund á Varmalandi ===
2308223
Lagt fram erindi frá foreldrum á Varmalandi.
Fræðslunefnd tekur vel í hugmyndina um að opna frístund á Varmalandi. Nefndin óskar eftir því að sviðsstjóri fjölskyldusviðs komi með hugmynd að útfærslu fyrir næsta fund nefndarinnar og kostnaðaráætlun.
=== 6.Skólaaksturleiðir hjá Borgarbyggð 2023 haust ===
2309052
Lagðar eru fram skólaaksturleiðir fyrir skólaárið 2023-2024.
Frestað til næsta fundar.
=== 7.Starfsemi frístundar 2023 haust ===
2309053
Sviðsstjóri fjölskyldusvið fer yfir fyrirspurn um starfsemi frístundar.
Máli frestað til næsta fundar.
=== 8.Skólamál á Varmalandi og Varmalandsstaður ===
2307176
Lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd þakkar Kvennfélagi Starfholtstungna fyrir erindið.
=== 9.Styrkbeiðni frá NFSN - nemendafélagi Fjölbrautaskóli Snæfellinga ===
2309049
Lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið en þar sem ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun er því hafnað.
=== 10.Samningur um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræðum ===
2306274
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Skýrsla kennararáðs starfsárið 2022-2023 ===
2308226
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:10.