Skagafjörður
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
= Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd =
Dagskrá
Auður Björk Birgisdóttir tók þátt í gegnum fjarfund.
=== 1.Kjör varaformanns atvinnu-, menningar og kynningarnefndar ===
2309162
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri bar upp tillögu þess efnis að Eyrún Sævarsdóttir, fulltrúi B-lista, verði varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Nefndin samþykkir tillöguna.
Nefndin samþykkir tillöguna.
Sigfús Ingi Sigfússon vék af fundi að þessum dagskrálið loknum.
=== 2.Upplýsingasíða - starfshópar í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til ársins 2030 ===
2308190
Lögð fram til kynningar upplýsingasíða um vinnu sjö starfshópa sem skila eiga tillögu að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu ríkisins til ársins 2030.
=== 3.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands ===
2306189
Teknar fyrir tillögur að forgangsverkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem auglýst var eftir þann 24.08.2023. Forgangslistinn er uppfærður árlega.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja eftirfarandi forgangsverkefni í Áfangastaðaáætlun Norðurlands.
Staðarbjargavík
Hólar í Hjaltadal
Austurdalur
Glaumbær
Kakalaskáli
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja eftirfarandi forgangsverkefni í Áfangastaðaáætlun Norðurlands.
Staðarbjargavík
Hólar í Hjaltadal
Austurdalur
Glaumbær
Kakalaskáli
=== 4.Styrkbeiðni - Menningarferð Kirkjukórs Glaumbæjarprestakalls til Þýskalands ===
2309091
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Erlu Valgarðsdóttur fyrir hönd Kirkjukórs Glaumbæjarprestakalls, dagsett 10.09.2023, vegna þátttöku kórsins í menningarvöku sem haldin er bænum Rheinsberg í Þýskalandi í nóvember.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en getur ekki styrkt ferðina að þessu sinni. Nefndin bendir jafnframt á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir styrki sem þessa.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið en getur ekki styrkt ferðina að þessu sinni. Nefndin bendir jafnframt á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir styrki sem þessa.
=== 5.Niðurstöður úr stefnumótunarvinnu sveitastjórnar Skagafjarðar ===
2308084
Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga á SSNV mætti á fundinn og stýrði vinnustofu um stefnumótun í atvinnumálum Skagafjarðar. Niðurstöður vinnustofunnar verða lagðar fyrir sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 15:30.