Mosfellsbær
Menningar- og lýðræðisnefnd - 10
==== 19. september 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
== Fundargerð ritaði ==
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Listasalur Mosfellsbæjar - sýningar 2024 ==
[202305779](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305779#slpprf7cu0okksinuwodba1)
Tillaga að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 lögð fram. Maddý Hauth umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir tillögu að umsjónarmanns Listasalar Mosfellsbæjar og forstöðumanns bókasafns og menningarmála að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar 2024.
== Gestir ==
- Maddý Hauth
== 2. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd ==
[202306607](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306607#slpprf7cu0okksinuwodba1)
Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024. Menningar- og lýðræðisnefnd ræðir áherslur nefndarinnar í fjárhagsáætlanagerð.
Menningar- og lýðræðisnefnd fór yfir undirbúning að fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024-2027 og samþykkti tillögur um áhersluverkefni á næsta ári.
Fjármagn verði lagt í þátttökuhátíðina Menning í mars. Farið verði í þarfagreiningu vegna aðstöðu til að styðja við fjölbreytta menningarstarfssemi í Mosfellsbæ. Hlutur barna í hátíðinni Menning í mars verði aukinn í samstarfi við skóla í Mosfellsbæ.
Frekara fjármagn verði lagt í viðburði í desember í tengslum við jólagarð við Hlégarð, jólamarkað og viðburði á Hlégarðstúni.
Áfram verði unnið að þróun og útfærslu á sögukvöldum í Hlégarði og Bókasafn Mosfellsbæjar verði vettvangur fyrir listræna nýsköpun til dæmis með tækjakaupum.
== 3. Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar 2023 ==
[202309453](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309453#slpprf7cu0okksinuwodba1)
Umræður um tímasetningu og fyrirkomulag opins fundar menningar- og lýðræðisnefndar 2023.
Samþykkt að opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar fari fram í Hlégarði 28. nóvember.