Skorradalshreppur
Skipulags- og bygginganefnd - 174. fundur
== Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps ==
174. fundur
=== Þriðjudaginn 19. september 2023 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefndar Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir. ===
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
**Þetta gerðist:** **Almenn mál** **1. Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk – Mál nr. 2309014
**Fyrir liggur þinglýst jarðamerki á milli Syðstu-Fossa og Horns. Einnig liggur fyrir þinglýst jarðamerki að hluta á milli annars vegar Syðstu-Fossa og hins vegar Efri-Hrepps og Mófellsstaðakots. Umrædd jarðamerki eru einnig sveitarfélagamörk á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Gögn lögð fram og kynnt.
**2. Andakílsárvirkjun, fyrirspurn frá landeigendum Efri-Hrepps – Mál nr. 2309013
**Borist hefur fyrirspurn frá landeigendum í Efri-Hrepp þar sem óskað er upplýsinga um stöðu mannvirkja og framkvæmda sem eru á eignarlandi landeigenda Efri-Hrepps og leyfi vegna þeirra frá Skorradalshreppi. Það er að segja stöðu suðurhluta inntaksstíflunnar, yfrfallsstíflunnar, gerð farvegs í framhaldi af yfirfallsstíflugerð og hækkun lónsins sem var allt framkvæmt eftir 1970, en Skorradalshreppur varð skipulagsskyldur fyrir árið 1970.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara fyrirspurninni og taka saman þau gögn sem til eru um málið.
**Fundargerðir til kynningar** **3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa – 72 – Mál nr. 2307001F** **Fundargerð lög fram til kynningar**
3.1 2307003 – Skógarás 8, Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
3.2 2307006 – Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi OneLandRobot
3.3 2307007 – Dagverðarnes 72a – Umsókn um byggingarheimild
**Byggingarleyfismál** **4. Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2307006
**Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 72. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem haldinn var 24. júlí 2023. Ekkert deiliskipulag er í gildi í
Fitjahlíð. Á lóð Fitjahlíðar 100 er engin bygging. Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 185,0 m2 frístundahúsi. Samanlagt byggingarmagn á lóð er 185 m2. Lóðin er 6599 m2 að stærð. Byggingarleyfisumsókn samræmist stefnu aðalskipulags um nýtingarhlutfall sem er 0.05.
Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Fitjahlíð 99, 101 og landeigendum Fitja sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**5. Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingarheimild – Mál nr. 2301006
**Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. apríl til 21. maí 2023 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning var framlengd gagnvart einum granna fram til 21. júní 2023 þar sem grenndarkynningargögn voru endursend í pósti. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
**Skipulagsmál** **6. Hnitsetning lóðar, Dagverðarnes 44 – Mál nr. 2309005
**Óskað er eftir að hnitsetning á afmörkun frístundalóðar Dagverðarness 44 í landi Dagverðarness verði samþykkt af sveitarfélaginu svo hægt verði að þinglýsa eignarmörkum. Í gildi er deiliskipulag sem samþykkt var af skipulagsstjóra ríkisins þann 19. júní 1991. Uppdráttur er ekki hnitfestur. Lóð er innan svæðis 2.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu þar sem beðið er eftir leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.
**7. Skipulagsdagurinn 2023 – Mál nr. 2309001
**Árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál verður haldið þann 19. október nk.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að sækja málþingið fyrir hönd sveitarfélagsins.
**8. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 – Mál nr. 2309002
**Óskað er eftir umsögn um lýsingu endurskoðaðs Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Umsagnarfrestur er til 18.9. 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi vinni umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
**Framkvæmdarleyfi** **9. Brunndæla í Hvammi, framkvæmdaleyfisumsókn – Mál nr. 2309004
**Sótt er um framkvæmdaleyfi til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi í landi Hvamms. Framkvæmdaleyfisumsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Hvammskóg neðri.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli gildandi deiliskipulags Hvammsskóga neðri og sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Veiðifélags Skorradalsvatns, Hafrannsóknarstofnunar liggur fyrir og leyfi Fiskistofu til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi.
**10. Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn – Mál nr. 2309003
**Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir tímabundina styrkingu á jarðvegsstíflu við inntakslón Andakílsárvirkjunar. Um er að ræða 2500 m3 af stórgrýti sem verður hlaðið loftmegin við núverandi stíflu. Framkvæmdin fór í gegnum fyrirspurn um matsskyldu og var ákvörðun Skipulagsstofnunar að endurbóta- og viðhaldsframkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Efninu verði hlaðið í sömu hæð og núverandi stífla, um 59 m y.s. Framkvæmdartími er áætlaður á fjórða ársfjórðungi þessa árs og reiknað er með að framkvæmdin taki um 2 mánuði. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir framkvæmdasvæðið. Leyfi landeiganda liggur ekki fyrir. Virkjanaleyfi liggur ekki fyrir. Gögn eru ekki í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar málinu frá á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn eru ekki fullnægjandi og að virkjanaleyfi liggur ekki fyrir.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:15.