Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 645. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Umsókn um lóð - Ásbrún 1 ===
2307192
Framlögð umsókn Jóninnu Huldar Haraldsdóttur um lóðina Ásbrún 1
=== 2.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 6. október n.k. ===
2308179
Framlögð tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 6. október 2023.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabóta félag Íslands sem fram fer 6. október 2023 verði Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar. Afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
=== 3.Grunur um myglu í Grunnskólanum í Borgarnesi haust 2023 ===
2309055
Farið yfir fyrstu aðgerðir og stöðuna á máli vegna gruns um myglu í skólahúsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.
Umsjónarmaður fasteigna og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fara yfir stöðuna og þær aðgerðir sem fram hafa farið vegna gruns um raka og/eða myglu í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar fyrir góða yfirferð og lýsir yfir ánægju með þau viðbrögð sem hafa farið í gang í skólanum eftir að grunur um myglu kom upp. Öryggi nemenda og starfsfólks á ávallt að vera í fyrirrúmi og því skynsamlegt að grípa til varúðarráðstafna eins og að færa nemendur til og loka af viðkomandi rýmum. Mygla hefur ekki verið staðfest en EFLA hefur þegar tekið sýni sem búið er að senda til ræktunar. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir verða teknar ákvarðanir um næstu skref en ljóst er að lagt verði upp með að halda raski í eins miklu lágmarki og unnt er t.d. með því að fá færanlegar kennslustofur til kennslu á meðan úrbætur á húsnæðinu fara fram.
Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri og Guðni Rafn Ásgeirsson sátu fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar fyrir góða yfirferð og lýsir yfir ánægju með þau viðbrögð sem hafa farið í gang í skólanum eftir að grunur um myglu kom upp. Öryggi nemenda og starfsfólks á ávallt að vera í fyrirrúmi og því skynsamlegt að grípa til varúðarráðstafna eins og að færa nemendur til og loka af viðkomandi rýmum. Mygla hefur ekki verið staðfest en EFLA hefur þegar tekið sýni sem búið er að senda til ræktunar. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir verða teknar ákvarðanir um næstu skref en ljóst er að lagt verði upp með að halda raski í eins miklu lágmarki og unnt er t.d. með því að fá færanlegar kennslustofur til kennslu á meðan úrbætur á húsnæðinu fara fram.
Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri og Guðni Rafn Ásgeirsson sátu fundinn undir þessum lið.
=== 4.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Fjallað um samningsdrög um barnavernd við Hvalfjarðarsveit.
Lögð fram sundurliðun á skiptingu kostnaðar vegna samnings um barnavernd við Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn og leggja fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Ugluklettur - Stækkun ===
2212062
Tillaga frá byggingarnefnd vegna stækkunnar Uglukletts um að óska verðfyrirspurna vegna hönnunargagna fyrir stækkun skólans.
Í fjárfestingaráætlun ársins er gert ráð fyrir að farið sé í vinnu vegna hönnunar á húsnæði fyrir Leikskólann Ugluklett. Byggðarráð staðfestir að aflað verði verðfyrirspurna á grundvelli bókunar byggingarnefndar vegna stækkunar leikskólans Uglukletts dags. 18. september.
=== 6.Viðverustefna Borgarbyggðar ===
2309180
Lögð fram viðbót við viðverustefnu Borgarbyggðar. Efnisatriði viðbótarinnar hafa verið borin undir framkvæmdarráð og kynnt fyrir forstöðumönnum stofnana.
Fjallað um breytingar á viðverustefnu Borgarbyggðar. Viðbótin felst í innleiðingu á Bradfordkvarða og þeim verkferlum sem kvarðinn ber með sér.
Breyttri viðverustefnu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða
Breyttri viðverustefnu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða
=== 7.Byggingarnefnd vegna stækkunar Uglukletts - 6. ===
2309013F
Fundargerð framlögð.
Fundargerð framlögð
- 7.1 2212062 Ugluklettur - StækkunByggingarnefnd vegna stækkunar Uglukletts - 6. Byggingarnefnd vegna stækkunar Uglukletts felur starfsmanni að óska verðfyrirspurna vegna hönnunargagna fyrir stækkun skólans. Byggingarnefndin leggur áherslu á samráð við stjórnendur og aðra hagaðila í ferlinu. Málinu vísað til byggðarráðs.
=== 8.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð 932. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8. september 2023.
Fundargerð framlögð
=== 9.Nývest - fundargerðir og verkefni framundan ===
2309099
Framlögð fundargerð stjórnar Nývest ses dags. 28. ágúst 2023.
Fundargerð framlögð.
=== 10.Fundargerðir stjórnar SSV 2023 ===
2309035
Framlagðar fundargerðir stjórnar SSV nr. 175 dags. 7. júní 2023 og 176 dags. 23. ágúst 2023.
Fundargerð framlögð.
=== 11.Fundargerðir Faxaflóahafna 2023. ===
2302108
Framlögð fundargerð 233. fundar stjórnar Faxaflóahafna.
Fundargerð framlögð.
=== 12.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2023 ===
2302061
Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 338 dags. 14. ágúst 2023.
=== 13.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2023 ===
2302061
Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 336, dags. 31.maí 2023.
=== 14.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2023 ===
2302061
Framlögð fundargerð 335. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 22.05.2023
Fundi slitið - kl. 09:35.
Samþykkt samhljóða.