Skorradalshreppur
- 169. fundur
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
Fundur nr. 169
==== miðvikudaginn 6. júlí 2022 kl.17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. ====
Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
**Þetta gerðist:**
**Almenn mál** **1. Óformleg heimsókn Forseta Íslands – Mál nr. 2207010**
Hreppsnefnd Skorradalshrepps bauð Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni ásamt fráfarandi hreppsnefnd til einnar klst mótttöku inn að
Fitjum í gær, 5. júlí.
Oddviti sagði frá mótttökunni á Fitjum, tókst mjög vel til þar.
**2. Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003**
Nýtt laugarbúð Hreppslaugar var vígð í gær af Forseta Íslands, Guðna Th.Jóhannessyni.
Oddviti sagði frá vígslunni.
**3. Erindi frá Borgarbyggð – Mál nr. 1811003**
Farið yfir stöðu samninga við Borgarbyggð og farið yfir punktana frá Haraldi
Líndal og viðbrögð Borgarbyggðar við þeim.
Oddvita falið að ljúka málum við Borgarbyggð.
**4. Fulltrúi í SSV – Mál nr. 2206001**
Kosning fulltrúa Skorradalhrepps á fundi SSV.
Samþykkt að Guðný Elíasdóttir sé fulltrúi Skorradalshrepps í stjórn SSV.
**5. Skipun áfangsstaðafulltrúa sveitarfélagsins, hjá Markaðssviðs SSV. – Mál nr. 2207004**
Samþykkt að skipa Kristínu Jónsdóttir sem fulltrúa. Jón E. Einarsson er til vara.
**6. Reglur Skorradalshrepps um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna – Mál nr. 2206007**
Lagðar fram tillögur að launakjörum sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
Tillögur ræddar, afgreiðslu frestað.
**7. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga – Mál nr. 2207006**
Tekið fyrir bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar
vegna ársreiknings 2021.
Lagt fram.
**8. Skólaakstur – Mál nr. 2207007**
Farið yfir stöðuna. Oddvita falið að skoða málið.
**9. Notendaráð fyrir fatlað fólk – Mál nr. 2207009**
Landssamtökin Þroskahjálp óska eftir upplýsingum um notendaráð við fatlað fólk í sveitarfélaginu.
Lagt fram, oddvita falið að svara erindinu.
**Fundargerðir til staðfestingar** **10. Skipulags- og byggingarnefnd – 162 – Mál nr. 2206002F**
Lögð fram fundargerð frá 21. júní s.l.
Fundargerð samþykkt í öllum 9 liðum.
10.1 2206019 – Kosning formanns og varaformanns
10.2 2206021 – Skógrækt í Skorradal
10.3 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021
10.4 2204001 – Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags
10.5 2204002 – Refsholt 42, breyting deiliskipulags
10.6 2205001 – Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun
10.7 1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi
10.8 2206012 – Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
10.9 2205012 – Skógrækt í Vatnshorni, framkvæmdaleyfi
**11 Skipulags- og byggingarnefnd – 163 – Mál nr. 2207001F
**Lögð fram fundargerð frá í gær, 5. júlí
Fundargerðin samþykkt i öllum 6 liðum fyrir utan lið 2 þar sem JEE, GE, ÓRÁ og KJ telja rétt að una niðurstöðu Skipulagsstofnunar.
11.1 2206022 – Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fellsvegar nr. 5094-01 af vegaskrá
11.2 2201006 – Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021
11.3 2207001 – Vatnshorn, stækkun friðlands
11.4 2206021 – Skógrækt í Skorradal
11.5 2206023 – Bakkakot, skógrækt framkvæmdaleyfi
11.6 2207002 – Stóra Drageyri, skógrækt framkvæmdaleyfi
**Fundargerðir til kynningar** **15. Fundargerðir nr. 910 og 911 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga -Mál nr. 2207003**
Lagðar fram fundargerðir nr. 910 og 911 stjórna Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
**16. Fundargerð Almannavarnanefndar 1.júlí 2022 – Mál nr. 2207008**
Lögð fram til kynningar fundargerð frá Almannavarnanefnd 1.júlí sl.
**Skipulagsmál** **12. Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204001**
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 10. maí til 10. júní 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um
samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
**13. Refsholt 42, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204002**
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 10. maí til 10. júní 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta breyting deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda
samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
KJ tók ekki þátt afgreiðslu málsins.
**Framkvæmdarleyfi** **14. Bakkakot, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206020**
Skipulagsfulltrúi óskaði eftir því við, skógræktina, þann 15. júní sl. að stöðva gróðursetningu skógarplantna sbr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd í landi Bakkakots. Stöðvun var samþykkt af Skógræktarstjóra þann 16. júní sl. Verið var að gróðursetja í svæði sem eru samanlögð yfir 20 ha að stærð og að því gefnu ber að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir gróðursetningu. Enn fremur var verið að gróðursetja í land sem er að mestu yfir 300 m y.s. og utan afmörkunar fyrirhugaðrar skógræktar sbr. Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Land ofan 300 m y.s. í innsta hluta Skorradals er með hverfisvernd er varðar vistkerfisvernd votlendis. Umráðandi lands stóð að framkvæmdinni og hefur ekki óskað eftir framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu. Umrædd gróðursetning mun hafa áhrif á umhverfið, breytir ásýnd þess og er ekki í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Óheimilt var að hefja framkvæmdina enda lá ekki fyrir samþykki leyfisveitanda um útgáfu framkvæmdaleyfis. Umráðandi lands leitaði ekki eftir leiðsögn embættisins um fyrirhugaða framkvæmd. Embætti hafði því enga vitneskju um fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsfulltrúi leitar eftir sbr. því sem ofan greinir staðfestingar hreppsnefndar á stöðvun framkvæmdar sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. í landi Bakkakots. Hreppsnefnd staðfestir stöðvun framkvæmdar þann 15. júní sl. sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem um var að ræða óleyfisframkvæmd varðandi gróðursetningu skógarplantna í landi Bakkakots.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og í samstarfi við skipulagsnefnd.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 20:00.