Borgarbyggð
Byggingarnefnd vegna stækkunar Uglukletts - 6. fundur
= Byggingarnefnd vegna stækkunar Uglukletts =
Dagskrá
=== 1.Ugluklettur - Stækkun ===
2212062
Sveitarstjórn hefur staðfest skipulagsbreytingu fyrir Ugluklett. Skipulagsbreytingin felur í sér aukið byggingarmagn, stækkun á byggingarreit ásamt nýjum bílastæðum. Felldar eru út lóðirnar Ugluklettur 2 og 4.
Byggingarnefnd vegna stækkunar Uglukletts felur starfsmanni að óska verðfyrirspurna vegna hönnunargagna fyrir stækkun skólans. Byggingarnefndin leggur áherslu á samráð við stjórnendur og aðra hagaðila í ferlinu. Málinu vísað til byggðarráðs.
Fundi slitið - kl. 15:30.