Grindavíkurbær
Frístunda- og menningarnefnd - Fundur 128
**128. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 20. september 2023 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Anna Elísa Karlsdóttir Long, formaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, varaformaður, Viktor Guðberg Hauksson, aðalmaður, Hulda Kristín Smáradóttir, aðalmaður, Petra Rós Ólafsdóttir, varamaður.
Einnig sátu fundinn:
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
**1. Beiðni um endurskoðun á samstarfssamningi Grindavíkurbæjar við UMFG - 2309023**
Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Petra Rós vék af fundinum við umræður og afgreiðslu málsins.
Aðalstjórn Ungmennafélags Grindavíkur óskar eftir því við Grindavíkurbæ að hefja viðræður um endurskoðun á núverandi samstarfssamningi milli Grindavíkurbæjar og Ungmennafélags Grindavíkur sem undirritaður var 31. desember 2019 og gildir til 31. desember 2024.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna frá UMFG.
**2. Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2023 - 2301112**
Melkorka Ýr Magnúsdóttir forstöðumaður Þrumunnar og Emilía Ósk Jóhannesdóttir formaður ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Minnisblað sviðsstjóra um starfsemi Vinnuskóla Grindavíkurbæjar sumarið 2023 lagt fram. Einnig voru ræddar hugmyndir um starfsemi vinnuskólans sumarið 2024.
**3. Skólalóð Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut - 2309012**
Lögð fram bókun frá 134. fundi fræðslunefndar þar sem óskað er eftir því að frístunda- og menningarnefnd taki ástand skólalóðarinnar við Ásabraut til umræðu.
Í ár hófst vinna við endurhönnun opinna leiksvæða og skólalóða í Grindavík. Nefndin bindur vonir við þá vinnu og leggur áherslu á að tilögurnar verði kynntar almenningi á undirbúningstímanum.
**4. Sjóarinn síkáti 2023 - 2301013**
Rætt um niðurstöðu íbúakönnunar sem framkvæmd var í kjölfar Sjóarans síkáta í júní og fyrirkomulag hátíðahalda 2024. Nefndin felur sviðsstjóra að auglýsa eftir hverfisstjórum í litahverfunum.
**5. Ástand og nýting Gesthúss - 2309091**
Rætt um framtíðarnýtingu Gesthúss. Nefndin felur sviðsstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um ástand hússins og umhverfis þess.
**6. Ljósmyndasafn Grindavíkurbæjar - 2309093**
Rætt um aðgengi almennings að ljósmyndasafni Grindavíkurbæjar. Nefndin felur sviðsstjóra að óska eftir fjármagni til þess að endurnýja vef safnsins í fjárhagsáætlun 2024.
**7. Umsókn um starfsstyrk á frístunda- og menningarviði 2023 - 2305100**
Nefndin felur sviðsstjóra að leggja umsóknina fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
**8. Endurnýjun á samstarfssamningi við Samtökin ´78 - 2309094**
Lögð fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Samtökin '78 um fræðslu og ráðgjöf til barna, unglinga og starfsfólks Grindavíkurbæjar.
Fulltrúar D, B og U lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar D, B og U lista vilja lýsa yfir ánægju með samninginn við Samtökin '78 og áframhaldandi samstarfs. Í ljósi umræðu síðustu misseri í samfélaginu varðandi hinsegin og kynfræðslu í grunnskólum er ekki vanþörf á að halda hinsegin fræðslu áfram sem fjallar um fjölbreytileikann og virðingu fyrir því og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum, sem virðist enn viðgangast í samfélaginu.
Nefndin vísar samningsdrögunum til umfjöllunar í fræðslunefnd.
**9. 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar - 2 - 2306015F **
Fundargerð 2. fundar 50 ára afmælisnefndar Grindavíkurbæjar lögð fram til kynningar.
**10. 50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar - 3 - 2309018F **
Fundargerð 3. fundar 50 ára afmælisnefndar Grindavíkurbæjar lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.
Frístunda- og menningarnefnd / 20. september 2023
[Fundur 128](/v/26638)
Frístunda- og menningarnefnd / 6. september 2023
[Fundur 127](/v/26637)
Skipulagsnefnd / 18. september 2023
[Fundur 125](/v/26632)
Bæjarráð / 12. september 2023
[Fundur 1653](/v/26619)
Skipulagsnefnd / 4. september 2023
[Fundur 124](/v/26616)
Bæjarráð / 5. september 2023
[Fundur 1652](/v/26607)
Bæjarstjórn / 29. ágúst 2023
[Fundur 542](/v/26599)
Skipulagsnefnd / 21. ágúst 2023
[Fundur 123](/v/26596)
Bæjarráð / 22. ágúst 2023
[Fundur 1651](/v/26581)
Bæjarráð / 11. júlí 2023
[Fundur 1649](/v/26561)
Bæjarráð / 27. júní 2023
[Fundur 1648](/v/26536)
Bæjarráð / 20. júní 2023
[Fundur 1647](/v/26522)
Skipulagsnefnd / 19. júní 2023
[Fundur 122](/v/26521)
Frístunda- og menningarnefnd / 14. júní 2023
[Fundur 126](/v/26507)
Bæjarráð / 13. júní 2023
[Fundur 1646](/v/26506)
Bæjarráð / 6. júní 2023
[Fundur 1645](/v/26496)
Skipulagsnefnd / 5. júní 2023
[Fundur 121](/v/26493)
Skipulagsnefnd / 6. mars 2023
[Fundur 116](/v/26472)
Skipulagsnefnd / 15. maí 2023
[Fundur 120](/v/26471)
Bæjarstjórn / 30. maí 2023
[Fundur 541](/v/26462)
Bæjarráð / 23. maí 2023
[Fundur 1644](/v/26448)
Bæjarráð / 16. maí 2023
[Fundur 1643](/v/26431)
Fræðslunefnd / 4. maí 2023
[Fundur 131](/v/26411)
Hafnarstjórn / 8. maí 2023
[Fundur 489](/v/26410)
Bæjarráð / 2. maí 2023
[Fundur 1642](/v/26397)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 119](/v/26393)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023
[Fundur 125](/v/26392)