Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1594
==== 21. september 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Viðaukasamningur um sorphirðu ==
[202308282](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308282#dnyoxoizduadzknoebg6aq1)
Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi viðauka við samning við Íslenska gámafélagið um sorphirðu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka við verksamning um sorphirðu. Sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs er falið að meta hvort þörf sé á að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar sem felst í viðaukanum.
== Gestir ==
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
== 2. Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2024 ==
[202309471](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309471#dnyoxoizduadzknoebg6aq1)
Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.