Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 51. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Söfnun dýraleifa ===
2202057
Þar sem óljóst í hvaða farveg söfnun dýraleifa er að fara er nauðsynlegt að fá framlengdan hálfs ár samning til að brúa bilið þar til niðurstaða fæst í málið.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur það nauðsynlegt að framlengja samning til hálfs árs þar til ljóst verður hvernig verður staðið að söfnun dýraleifa.
=== 2.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis ===
2111023
Áframhaldandi umræður um innleiðingu hringrásarkerfisins.
Endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins barst á dögunum. Miðað við endurgreiðslu á landsvísu hafa íbúar í Borgarbyggð staðið sig vel í sorpflokkun.
Nú var fjórðu tunnunni bætt við um mánaðarmótin maí/júní og verður því fróðlegt að sjá hvernig okkur íbúum Borgarbyggðar vegnar í flokkun í framhaldinu. Mikilvægt er að fólk halda áfram að flokka vel til að endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði haldi áfram að hækka því við það lækka sorphirðugjöld íbúa sveitarfélagsins.
Nú var fjórðu tunnunni bætt við um mánaðarmótin maí/júní og verður því fróðlegt að sjá hvernig okkur íbúum Borgarbyggðar vegnar í flokkun í framhaldinu. Mikilvægt er að fólk halda áfram að flokka vel til að endurgreiðsla frá Úrvinnslusjóði haldi áfram að hækka því við það lækka sorphirðugjöld íbúa sveitarfélagsins.
=== 3.Umsóknir í styrkvegasjóð 2023 ===
2302059
Úthlutað var 5.000.000kr til Borgarbyggðar í styrkvegi.
Þar sem Vegagerðin úthlutaði mun minni upphæð í ár en í fyrra var því miður ekki hægt að taka fyrir allar þær umsóknir sem bárust.
=== 4.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Aðili frá MAST mæti til fundarins.
Einar Örn Thorlacius lögfræðingur Matvælastofnunar mætti til fundar og ræddi þá málaflokka sem heyra undir MAST.
Einnig voru ræddir samstarfsflettir sveitarfélagsins og MAST varðandi smölun og dýravelferð. Ákveðið að formaður nefndarinnar verði í sambandi við héraðsdýralækni með framhaldið.
Einnig voru ræddir samstarfsflettir sveitarfélagsins og MAST varðandi smölun og dýravelferð. Ákveðið að formaður nefndarinnar verði í sambandi við héraðsdýralækni með framhaldið.
Lilja Björg Ágústsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
=== 5.Umhverfisviðurkenningar 2023 ===
2304150
Farið yfir innsendar tilnefningar.
Málið unnið áfram.
=== 6.Strandblakvöllur í Borgarnesi - aðgengi að ströndum Borgarnes ===
2308041
Afgreiðsla frá 642. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð þakkar fyrir áhugaverða hugmynd og felur sveitarstjóra að meta kostnað og önnur áhrif. Erindinu er jafnframt vísað til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Samþykkt samhljóða."
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið.
=== 7.9 brautir fyrir Frisbee golf í Borgarnesi ===
2308040
Afgreiðsla frá 642. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð þakkar fyrir og tekur jákvætt í áhugaverða hugmynd og vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar. Samþykkt samhljóða."
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið.
=== 8.Sögutorgin, Smoties - Rannsóknarverkefni - Þéttbýlisgreining ===
2105052
Afgreiðsla frá 641. fundi byggðarráðs: "Niðurstöður könnunar og SVÓT greiningar af íbúafundi sýna að verulegt tækifæri er til umbóta í skipulagi og ásýnd þess svæðis sem markar ramma Sögutorgaverkefnisins. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að við vinnu við fjárhagsáætlun í haust verði gert ráð fyrir kostnaði við skipulagsvinnu á svæðinu. Byggðarráð vísar niðurstöðunum til kynningar hjá skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Framundan er frekari vinna af hálfu Alternance við gerð frumtillagna og kynning og samráð við íbúa í samræmi við samning sem samþykktur var af sveitarstjórn 9. maí sl. Þau gögn munu einnig nýtast við þá skipulagsvinnu sem fyrir höndum er. Samþykkt samhljóða."
Fundi slitið - kl. 10:45.