Reykjavíkurborg
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 98
**Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð**
Ár 2023, föstudaginn 22. september var haldinn 98. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 12:05. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Birkir Ingibjartsson varamaður fyrir Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson. Anna Eyjólfsdóttir varaáheyrnarfulltrúi BÍL og Frímann Ari Ferdinandsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, María Rut Reynisdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fylgigögn
Sigurður Trausti Traustason, Markús Þór Andrésson frá Listasafni Reykjavíkur og Björg Jónsdóttir frá Viðburðarteymi Reykjavíkurborgar sitja fundinn undir þessum lið.
Fram fer kynning á skýrslu um Haftenda upplifun og útivist í Reykjavík.
Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Samspil útivistar og lýðheilsu er brýnt verkefni ráðsins og baðmenning landans er stór hluti af aðdráttarafli landsins gagnvart ferðafólki sem sækir okkur heim. Skýrslan um haftengda upplifun dregur vel fram þau sóknarfæri sem felast í málaflokknum og tengist m.a. hinu nýja áherslusviði sviðsins Útilífsborginni.
Fylgigögn
Samþykkt.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Tjarnarbíó gegnir mikilvægu hlutverki sem hjarta sjálfstæðra sviðslista í borginni og því er mikið fagnaðarefni að tekist hafi samstarf milli Reykjavíkurborgar og Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um að styrkja grundvöll starfseminnar bæði til skemmri tíma en líka með vinnu við að kortleggja hvernig megi bæta aðstöðu og styrkja rekstrarforsendur til framtíðar og gera þær sjálfbærari. Það er metnaðarmál meirihluta ráðsins að hlúa vel að grasrót sviðslistanna í borginni og þessi samningur er stórt skref í þá átt.
Fylgigögn
Fulltrúa meirihluta Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Úrbótarsjóður tónleikastaða er verkefni sem var sett á fót árið 2019 til að efla tónleikaaðstöðu í borginni. Verkefnið hefur skilað góðum árangri en var hugsað sem tímabundið tilraunaverkefni til tveggja ára sem framlengt var um eitt ár en hefur nú runnið sitt skeið. Lærdómurinn verður rýndur vel með framtíðina í huga því enn er mikilvægt að leita leiða til að bæta aðstöðu til tónleikahalds í borginni rétt eins og úrbóta á aðstöðu sviðslista almennt.
Fylgigögn
Fylgigögn
Fylgigögn
Fylgigögn
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar og Viðreisnar leggja fram bókun sem færð er í trúnaðarbók.
Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og Viðreisnar gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.
Fylgigögn
Samþykkt að taka málið á dagskrá.
Reglurnar samþykktar með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 14:20.**
Skúli Helgason Birkir Ingibjartsson
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Stefán Pálsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Kjartan Magnússon
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. september 2023**