Skorradalshreppur
Hreppsnefnd - 187. fundur
=== Hreppsnefnd Skorradalshrepps ===
Fundur nr. 187
==== Miðvikudaginn 20. september 2023 kl.20:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ástþórsson og Kristín Jónsdóttir. ====
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
**Þetta gerðist:**
**Almenn mál** **1. Erindi frá varaslökkviliðsstjóra – Mál nr. 2309006**
Bjarni Þorsteinsson vara slökkviliðsstjóri óskar eftir því að sveitarfélagið búi til og setji upp varanleg upplýsingaskilti á nokkrum tungumáli um varúð um eldhættu í þurrkatíð.
*Samþykkt að fela oddvita ræða við bréfritara.* **2. Umsókn um rekstrarleyfi til rekstur veitingarstaðar í flokki II sem rekinn verður í Hreppslaug – Mál nr. 2309007**
Sýslumannsembættið á Vesturlandi óskar eftir umsagnarbeiðni vegna umsóknar Ungmennafélagsins Íslendings um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, sem rekinn verður í Hreppslaug.
*Hreppsnefnd gefur jákvæða umsögn.* **3. Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal – Mál nr. 1606002**
Lagðir fram til fyrri umræðu.
Farið yfir samninginn og rætt nokkur atriði. Samningurinn samþykktur með áorðnum breytingum til seinni umræðu.
Einnig samþykkt að samningsdrögin fari til yfirlestrar í Innviðarráðuneytinu áður en hann kemur til seinni umræðu.
**4. Ósk um styrk til ADHD samtakanna – Mál nr. 2309009**
Erindi ADHD samtakanna til sveitarfélagsins með ósk um samstarf um málefni fólks með ADHD og/eða styrk.
*Ekki hægt að verða við erindinu.* **5. Skólaakstur á þjóðvegum – Mál nr. 2309016**
Vegagerðin óskaði eftir hjá SSV upplýsingum um skólaakstursleiðir sveitarfélaganna á Vesturlandi.
*Oddvita falið að svara Vegagerðinni og eins ítreka það setja Dragaveg 520 undir*
*vetrarþjónustu að nýju vegna öryggis á hringveginum.* **6. Samningur um refaveiðar erindi frá Umhverfisstofnun – Mál nr. 2309015**
Samningur um refaveiðar vegna endurgreiðslna ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga, sbr. 10. og 11. gr. reglugerðar um refa- og minkaveiðar nr. 437/1995, sbr. 4. mgr. 12. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, fyrir árin 2023-2025. Þá má í viðhengi finna áætlun Umhverfisstofnunar um refaveiðar fyrir árin 2023-2025.
*Samningurinn samþykktur.* **7. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins – Mál nr. 2208002**
Farið yfir stöðu mála.
**8. Sameiningarmál – Mál nr. 2309008**
Oddviti leggur fram minnisblað um sameiningu sveitarfélaga. Minnisblað oddvita rætt.
Samþykkt að hreppsnefnd fari í valkostagreiningu.
**9. Umsögn um rekstrarleyfi gististaða – Mál nr. 2303004**
Málinu var frestað á 179.fundi hreppsnefndar þar sem sýslumaðurinn á Vesturlandi óskaði eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II í Mófellsstaðakoti. Skorradalshreppi hefur nú borist bréf þar sem staðfesting Skipulagsstofnunar um óverulega breytingu á aðalskipulagi fyrir Mófellsstaðakot liggur fyrir og sömuleiðis afriti af auglýsingu fyrir B-deild Stjórnartíðinda. Í breytingunni felst
heimild til að stunda ferðaþjónustu eða minniháttar atvinnustarfsemi því tengt með gistingu allt að 15 gesti er heimil.
*Hreppsnefnd gefur jákvæða umsögn. Varaoddvita falið að vinna málið áfram.*
*JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.* **Fundargerðir til staðfestingar** **10. Skipulags- og byggingarnefnd – 174 – Mál nr. 2309001F**
Lögð fram fundargerð frá í gær, 19. september.
Fundargerðin samþykkt í öllum 10 liðum.
**10.1 2309014 – Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk**
**10.2 2309013 – Andakílsárvirkjun, fyrirspurn frá landeigendum Efri-Hrepps**
**10.3 2307001F – Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa – 72**
**10.4 2307006 – Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi**
**10.5 2301006 – Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingarheimild**
**10.6 2309005 – Hnitsetning lóðar, Dagverðarnes 44**
**10.7 2309001 – Skipulagsdagurinn 2023**
**10.8 2309002 – Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037**
**10.9 2309004 – Brunndæla í Hvammi, framkvæmdaleyfisumsókn**
**10.10 2309003 – Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn** **Fundargerðir til kynningar** **11. Fundargerðir nr. 932 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 2309011**
Lögð fram
**12. Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.233 – Mál nr. 2309010**
Lögð fram
**13. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, fundir nr. 164-176 ** ** – Mál nr. 2309012**
Lagðar fram
**Byggingarleyfismál** **14. Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2307006**
Ekkert deiliskipulag er í gildi í Fitjahlíð. Á lóð Fitjahlíðar 100 er engin bygging. Óskað er efir byggingarleyfi fyrir 185,0 m2 frístundahúsi. Samanlagt byggingarmagn á lóð er 185 m2. Lóðin er 6599 m2 að stærð. Byggingarleyfisumsókn samræmist stefnu aðalskipulags um nýtingarhlutfall sem er 0.05. Skipulag- og byggingarnefnd samþykkti á 174. fundi sínum að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Fitjahlíð 99, 101 og landeigendum Fitja sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist.
*Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Fitjahlíð 99, 101 og landeigendum Fitja sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.* **15. Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingareimild – Mál nr. 2301006**
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. apríl til 21. maí 2023 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning var framlengd gagnvart einum granna fram til 21. júní 2023 þar sem grenndarkynningargögn voru endursend í pósti. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
*Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.* **Framkvæmdarleyfi** **16. Brunndæla í Hvammi, framkvæmdaleyfisumsókn – Mál nr. 2309004**
Sótt er um framkvæmdaleyfi til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi í landi Hvamms. Framkvæmdaleyfisumsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Hvammskóg neðri. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli gildandi deiliskipulags Hvammsskóga neðri og sbr. 13. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Veiðifélags Skorradalsvatns, Hafrannsóknarstofnunar liggur fyrir og leyfi Fiskistofu til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi.
*Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli gildandi deiliskipulags Hvammsskóga neðri og sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Veiðifélags Skorradalsvatns, Hafrannsóknarstofnunar liggur fyrir og leyfi Fiskistofu til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.*
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 00:15.