Mosfellsbær
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 12
==== 26. september 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Gestur Guðrúnarson embættismaður
== Fundargerð ritaði ==
Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ==
[202203436](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202203436#xa2irhwt06jwjrq8hzdaw1)
Skýrsla verkefnis ásamt helstu tillögum kynnt fyrir velferðarnefnd. Máli frestað frá fundi velferðarnefndar 23. maí 2023.
Velferðarnefnd þakkar fyrir góða og vandaða skýrslu og telur brýnt að sveitarfélögin sem höfðu frumkvæði að þessari greiningu hefjist þegar handa við að hrinda í framkvæmd þeim brýnu úrbótum sem lagðar eru til í skýrslunni.
== 2. Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ ==
[202202075](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202202075#xa2irhwt06jwjrq8hzdaw1)
Rökstuðningur fyrir synjun stækkunar dagdvalar í Mosfellsbæ lagður fyrir til kynningar sem og svar við endurumsókn um stækkun dagdvalar.
Velferðarnefnd lýsir ánægju með niðurstöðu umsóknar um aukningu á almennum dagdvalarrýmum fyrir Mosfellsbæ sem gefur möguleika á fjölbreyttari þjónustu dagdvalarinnar og styttir biðlista eftir þjónustunni. Nefndin vísar málinu jafnframt til kynningar í öldungaráði.
== 3. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með velferðarnefnd ==
[202305590](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305590#xa2irhwt06jwjrq8hzdaw1)
Farið yfir verkefni velferðarsviðs tengt fjárhagsáætlun 2024. Mál lagt fyrir að nýju.
Farið yfir verkefni velferðarsviðs í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2024. Sviðsstjóra velferðarsviðs er falið að koma áherslum nefndarinnar inn í vinnu við áætlanagerðina.
== 4. Uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks ==
[202209282](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209282#xa2irhwt06jwjrq8hzdaw1)
Drög að uppbyggingaráætlun í málaflokki fatlaðs fólks lögð fyrir að nýju til umræðu.
Lagt fram og rætt.
== 5. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2023 ==
[202308782](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308782#xa2irhwt06jwjrq8hzdaw1)
Tillögur til jafnréttisviðurkenningar 2023 lagðar fyrir.
Velferðarnefnd lýsir yfir vonbrigðum með að engar tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar bárust þetta árið. Nefndin er sammála um að horfa til breytts verklags við undirbúning og auglýsingu viðurkenningarinnar á næsta ári.
== 6. Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskarnir ==
[202309048](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309048#xa2irhwt06jwjrq8hzdaw1)
Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis, varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis, lagt fram. Jafnframt er skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda lögð fram til kynningar. Máli vísað til kynningar fyrir velferðarnefnd frá bæjarráði.
Lagt fram og kynnt.
=== Fundargerðir til staðfestingar ===
== 7. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1652 ==
[202309023F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309023F#xa2irhwt06jwjrq8hzdaw1)