Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 20. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Ásvegur 4 L133857 - Umsókn um byggingarleyfi_bílskúr ===
2306280
Á 18. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 18. ágúst 2023 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á bílskúr við Ásveg 4, Hvanneyri L133857. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 25. ágúst til og með 25. september 2023. Allir hagsmunaaðilar hafa skilað inn undirrituðu samþykki sínu fyrir framkvæmdinni.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 2.Smátún - Stækkun lóðar, fyrirspurn ===
2302049
Lögð er fram ósk um staðfestingu á núverandi stærð og stækkun á lóðinni Smátún (lnr. 134418) í Borgarbyggð. Núverandi stærð lóðarinnar er 4580fm. Stækkun lóðar verður tekin úr Kleppjárnsreykjum (lnr. 134414) eða 1601fm. Eftir stækkunina verður Smátún 6181fm að stærð. Lóðin fer í notkunarflokkinn íbúðarhúsalóð. Undirritað samþykki landeiganda Kleppjárnsreykja og lóðarhafa Bergs fyrir stækkuninni liggja fyrir.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stækkun lóðarinnar Smátún sem verður 6181fm að stærð. Stofnuð verði millispilda úr landinu Kleppjárnsreykir (lnr. 134414) 1601fm að stærð sem mun renna saman við Smátún. Lóðin verður áfram í notkunarflokki íbúðarhúsalóð.
=== 3.Upplýsingaskilti_Fyrirspurn um skipulagsmál ===
2308238
Lögð er fram fyrirspurn frá Hollvinasamtökum Borgarness um framkvæmdaleyfi fyrir upplýsingaskiltum og fyrirhugaða staðsetningu við Digranesgötu.
Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í erindið og kallar eftir frekari upplýsingum.
Fundi slitið - kl. 11:20.