Fjarðabyggð
Fræðslunefnd - 130
**1. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024**
|Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu gerði grein fyrir niðurstöðu vinnu við gerð launaáætlunar fyrir árið 2024 í fræðslumálum. Fræðslunefnd felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.|
**2. 2309153 - Gjaldskrá frístundaheimila**
|Til umræðu var gjaldskrá frístundarheimila. |
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að gjaldskrá frístundaheimila verði endurskoðuð með það fyrir augum að samræma gjaldskrá vegna vistunar umfram 6 klukkustundir í leik- og grunnskólum. Sérstaklega verði horft til þess að sveitarfélagið bjóði upp á fræðslustarf sem sé foreldrum að kostnaðarlausu en þjónusta umfram það sé gjaldskyld s.s. vistun og fæði. Gjaldskylda þarf því að taka mið af hefðbundnu skólastarfi og fara svo stigvaxandi eftir því sem dvalartíminn er lengri.
Með þessu yrði horft til þess að auka sveigjanleika í dagvistun, draga úr álagi, auðvelda mönnun og styrkja faglegt starf.
Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
**3. 2309157 - Gjaldskrá húsnæðis grunnskóla**
|Til umræðu var gjaldskrá húsnæðis grunnskólanna. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.|
**4. 2309160 - Gjaldskrá leikskóla 2024**
|Til umræðu var gjaldskrá leikskólanna. |
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að gjaldskrá leikskóla verði endurskoðuð með það fyrir augum að samræma gjaldskrá vegna vistunar umfram 6 klukkustundir í leik- og grunnskólum. Sérstaklega verði horft til þess að sveitarfélagið bjóði upp á fræðslustarf sem sé foreldrum að kostnaðarlausu en þjónusta umfram það sé gjaldskyld s.s. vistun og fæði. Gjaldskylda þarf því að taka mið af hefðbundnu skólastarfi og fara svo stigvaxandi eftir því sem dvalartíminn er lengri.
Með þessu yrði horft til þess að auka sveigjanleika í dagvistun, draga úr álagi leikskóla, auðvelda mönnun og styrkja faglegt starf.
Fulltrúar Framsóknar og Fjarðalista leggja til að stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu taki saman upplýsingar um þær leiðir sem hafa verið farnar í öðrum sveitarfélögum að undanförnu með það að markmiði að gjaldskrár Fjarðabyggðar endurspegli áherslur varðandi það að draga úr álagi á börn og starfsfólk leikskóla en um leið þarf að huga að því hvernig við mætum þörfum ólíkra hópa í samfélaginu og þeirri samfélagsgerð sem er hér.
Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
**5. 2309166 - Gjaldskrá tónlistarskóla 2024**
|Til umræðu var gjaldskrá tónlistarskóla. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.|