Mosfellsbær
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 835
==== 27. september 2023 kl. 16:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) 1. varabæjarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Fundargerðir til staðfestingar ===
== 1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1593 ==
[202309011F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309011F#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 1593. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 835. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 1.1. Eigendasamkomulag Sorpu um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi ==
[202309272](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309272#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Viðauki við eigendasamkomulag Sorpu bs. er varðar meðhöndlun á úrgangi í Álfnesi lagður fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 1.2. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins 2024-2025 ==
[202309334](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309334#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Samkomulag um Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Mosfellsbæjar vegna áranna 2024-2025 lagt fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
[FylgiskjalSamningur sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og Markaðsstofu 2024-2025.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=tTmDU10tB0O7gfxDkkAPYA&meetingid=eC8NClsEZEO2kP7HTmcj8A1&filename=Samningur sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og Markaðsstofu 2024-2025.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 1 Minnisblað_-_afangastaðastofa_des_2022.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=SycFoG4QmUOd6OdR7lqWIA&meetingid=eC8NClsEZEO2kP7HTmcj8A1&filename=Fylgiskjal 1 Minnisblað_-_afangastaðastofa_des_2022.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 1 Stjórn_SSH_-_548.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=BD_qBSjmE2fkAz8IAyjnQ&meetingid=eC8NClsEZEO2kP7HTmcj8A1&filename=Fylgiskjal 1 Stjórn_SSH_-_548.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 2 Samþykktir Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=WEXM128zFkBLGaZbZ6jew&meetingid=eC8NClsEZEO2kP7HTmcj8A1&filename=Fylgiskjal 2 Samþykktir Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins.pdf) [FylgiskjalFylgiskjal 3 Samningur um stofnun Áfangastaðastofu 2023.pdf](https://ibuagatt.mos.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=aZuGBhlcC0WTPNEULGmsiQ&meetingid=eC8NClsEZEO2kP7HTmcj8A1&filename=Fylgiskjal 3 Samningur um stofnun Áfangastaðastofu 2023.pdf)
== 1.3. Kvikmyndafélagið Umbi, Melkot, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis ==
[202305862](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305862#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðir í flokki II - C minna gistiheimili í Melkoti. Viðbótarupplýsingar hafa verið lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 1.4. Eignatjón íbúa við Súluhöfða 41-51 ==
[202309034](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309034#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Bréf frá íbúum við Súluhöfða 41-51 þar sem bent er á tjón vegna nábýlis við golfvöll Golfklúbbs Mosfellsbæjar og hugsanlegt líkamtjón og krafist úrbóta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 1.5. Skarhólabraut 30 úthlutun á lóð ==
[202308836](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308836#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Erindi frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar þar sem þess er óskað að félaginu verði veitt vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 30 (L229227).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 1.6. Framlag ríkisins 2023 vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskarnir ==
[202309048](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309048#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis, varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis, lagt fram. Jafnframt er skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 1.7. Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu ==
[202309098](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309098#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að móta málstefnu í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 3. Menningar- og lýðræðisnefnd - 10 ==
[202309015F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309015F#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 10. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 835. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 3.1. Listasalur Mosfellsbæjar - sýningar 2024 ==
[202305779](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305779#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Tillaga að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 lögð fram. Maddý Hauth umsjónarmaður Listasalar kemur á fundinn undir þessum lið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 10. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 3.2. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með menningar- og lýðræðisnefnd ==
[202306607](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306607#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024. Menningar- og lýðræðisnefnd ræðir áherslur nefndarinnar í fjárhagsáætlanagerð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 10. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 3.3. Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar 2023 ==
[202309453](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309453#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Umræður um tímasetningu og fyrirkomulag opins fundar menningar- og lýðræðisnefndar 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 10. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 596 ==
[202309018F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309018F#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 596. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 835. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 5.1. Arnarland Garðabæ - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 2016-2030 ==
[202309004](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309004#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Lögð er fram til kynningar og athugasemda tillaga að aðalskipulagsbreytingu og nýju deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ. Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 verði breytt í miðsvæði, 3.37 M. Með því má reisa á landinu blandaða byggð, atvinnu og íbúða. Hámarkshæðir bygginga lækka almennt úr 8 hæðum í 3-6 hæðir, utan kennileitisbyggingar sem að hluta verður 9 hæðir. Samkvæmt gögnum er megintilgangur deiliskipulags og uppbyggingar að móta hverfi með vistvænum áherslum og styðja við uppbyggingu á samgöngu- og þróunarás höfuðborgarsvæðisins. Gert ráð fyrir u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar-, þjónustu- og skrifstofurýmum við Hafnarfjarðarveg, ásamt u.þ.b. 500 íbúðum í fjölbýlishúsum næst núverandi byggð.
Umsagnafrestur er til og með 25.09.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.2. Akrar L123613 og Reykjahvoll L123756 - ósk um skiptingu lands ==
[202203387](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202203387#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Lögð eru fram að nýju uppfærð gögn, unnin af Klöpp arkitektar-verkfræðingar, dags. ágúst 2023, um uppskiptingu lands að Ökrum og Reykjahvoli í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Athugasemd var gerð við uppskiptingu landa og lóða sem samræmdust ekki deiliskipulagi eða uppbyggingaráformum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.3. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag ==
[201612203](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201612203#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Lögð eru fram til kynningar drög að tillögu nýs deiliskipulags fyrir núverandi athafnarsvæði að Flugumýri. Skipulagsferli hófst með kynntri skipulagslýsingu árið 2017 fyrir heildaráætlun svæðis. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina heimildir sem eiga að gilda um núverandi byggð atvinnuhúsnæðis að Flugumýri svo sem byggingarreiti, byggingarheimildir, bílastæði, úrgangsmál, gróðurbelti, frágang lóða og mögulegar lóðastækkanir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.4. L225237 úr landi Miðdals - fyrirspurn um efnisvinnslu og jarðrask ==
[202309464](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309464#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hlír Sveinssyni, f.h. Bergs Verktaka ehf. og landeiganda L225237, dags. 15.09.2023, með ósk um að koma fyrir jarðefnamóttöku, endurvinnslu, efnislosun og framleiðslu efnis í Miðdal í samræmi við erindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.5. Flugubakki 6 - ósk um stækkun lóðar og deiliskipulagsbreytingu ==
[202309343](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309343#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. hesthúsaeigenda Flugubakka 6, dags. 12.09.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og lóðastækkun. Tillagan felur í sér að stækka lóð til austurs um 2 m til samræmis við Flugubakka 8 og 10, í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.6. Erindi íbúa um endurskoðun samgöngusáttmála - almenningssamgöngur úr Mosfellsbæ ==
[202309254](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309254#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Bréf barst frá Halldóri Hallgrímssyni Gröndal, dags. 07.09.2023, með ákalli til skipulagsnefndar um bættar almenningssamgöngur og framgang Borgarlínu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.7. 1. áfangi Blikastaðalands - deiliskipulag ==
[202304103](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202304103#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir á fundi innra minnisblað til frekari upplýsinga um stöðu undirbúnings skipulagsvinnu að Blikastaðalandi, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.8. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun ==
[202202287](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202202287#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Í kjölfar verk- og verðkönnunar hefur umhverfissvið ráðið Eflu verkfræðistofu við gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar í samræmi við ákvörðun nefndarinnar um endurskoðun. Þær Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, skipulags- og byggingartæknifræðingur munu stýra gerð áætlunar og kynna fyrir skipulagsnefnd verklýsingu og næstu skref.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 5.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 504 ==
[202309014F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309014F#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 596. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
=== Fundargerð ===
== 2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1594 ==
[202309017F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309017F#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 1594. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 835. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 2.1. Viðaukasamningur um sorphirðu ==
[202308282](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308282#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi viðauka við samning við Íslenska gámafélagið um sorphirðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1594. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 2.2. Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2024 ==
[202309471](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309471#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1594. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 424 ==
[202309019F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309019F#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 424. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 835. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 4.1. Fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024 - kynning í fræðslunefnd ==
[202306050](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306050#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fjárhagsáætlun 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar fræðslunefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
== 4.2. Starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2026 ==
[202208560](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202208560#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Starfsáætlun fræðslunefndar 2023-24
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 424. fundar fræðslunefndar samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
=== Almenn erindi ===
== 6. Kosning í nefndir og ráð ==
[202205456](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202205456#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Tillaga um skipan ungmennaráðs. Jafnframt liggur fyrir tillaga D lista um breytingu á skipan fræðslu- og frístundanefndar.
Fyrir liggur tillaga D lista um að Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson verði varamaður í fræðslu- og frístundanefnd í stað Örnu Bjarkar Hagalínsdóttur. Ekki kom fram önnur tillaga og telst Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson því rétt kjörinn sem varamaður í fræðslu- og frístundanefnd.
Tillaga er um að Jökull Nói Ívarsson Lena Amirsdóttir, Hólmfríður Birna Hjaltested, Una Ragnheiður Torfadóttir, Júlía Rós Kristinsdóttir, Baldur Ari Hjörvarsson, Edda Steinunn Erlendsdóttir Scheving, Eyrún Birna Bragadóttir, Birna Rún Jónsdóttir, Sigurður Óli Karlsson og Katrín Vala Arnarsdóttir van der Linden verði kjörnir aðalmenn í ungmennaráð. Þá er tillaga um að Sverrir Björgvinsson, Sara Olivia Pétursdóttir og Ína Andradóttir verði kjörnir varamenn í ungmennaráð. Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast viðkomandi því rétt kjörin í ungmennaráð.
=== Fundargerðir til kynningar ===
== 7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 504 ==
[202309014F](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309014F#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
== 7.1. Ástu-Sólliljugata 11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202307030](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307030#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir Ástu- Sólliljugötu 11 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Ástu- Sólliljugötu nr. 11 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér uppsetningu girðingar utan lóðarmarka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.2. Gerplustræti 2-4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202308138](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308138#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Gerplustræti 2-4, húsfélag sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 2-4 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í léttum svalalokunum úr gleri og málmi. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.3. Leirutangi 17A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202306580](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306580#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Arnar Már Hafþórsson Leirutanga 17A sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Leirutangi nr. 17A í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í viðbyggingu sólskála. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.4. Leirutangi 17B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202306579](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306579#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Kristmundur Jón Hjaltason Leirutanga 17B sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni
Leirutangi nr. 17B í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í viðbyggingu sólskála. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.5. Reykjahvoll 20 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202303533](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303533#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
G.M.Í. ehf. Reykjahvoli 24 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 20 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.6. Reykjahvoll 22 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202303532](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202303532#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
G.M.Í. ehf. Reykjahvoli 24 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 22 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.7. Úugata 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202307036](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307036#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Landssamtökin Þroskahjálp Háaleitisbraut 11-13 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsmíðuðum timbureiningum 5 íbúða búsetukjarna á einni hæð á lóðinni Úugata nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 407,9 m², 1.302,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.8. Úugata 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309237](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309237#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.9. Úugata 28 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309236](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309236#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 28 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.10. Úugata 30 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309234](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309234#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 30 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.11. Úugata 32 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309233](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309233#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Umbrella ehf. Víðihlíð 6 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri
bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 32 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.12. Úugata 34 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309243](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309243#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 34, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.13. Úugata 36 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309242](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309242#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 36, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.14. Úugata 38 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309241](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309241#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 38, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 263,1 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 7.15. Úugata 40 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309240](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309240#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Landslagnir ehf. Hyrjarhöfða 2 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Úugata nr. 40, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 262,8 m², bílgeymsla 27,9 m², 827,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 504. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 8. Fundargerð 483. fundar Sorpu bs. ==
[202309424](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309424#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 483. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 483. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 9. Fundargerð 251. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu ==
[202309442](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309442#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 251. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 251. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 10. Fundargerð 484. fundar Sorpu bs. ==
[202309425](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309425#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 484. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 484. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 11. Fundargerð 43. eigendafundar Sorpu bs. ==
[202309340](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309340#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 43. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 43. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 12. Fundargerð 252. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðingu ==
[202309443](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309443#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 252. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 252. fundar stjórnar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 13. Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ==
[202309374](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309374#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 14. Fundargerð 119. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðinu ==
[202309479](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309479#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 119. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 119. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 15. Fundargerð 374. fundar Strætó bs. ==
[202309564](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309564#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 374. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 374. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.
== 16. Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ==
[202309518](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309518#fadmmforukuu2dhlfaxpba1)
Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 835. fundi bæjarstjórnar.