Kópavogsbær
Bæjarráð - 3144. fundur
Samkvæmt bæjarmálasamþykkt Kópavogs er verkefni bæjarráðs að semja drög að fjárhagsáætlun hverju sinni. Undirritaðar óska eftir að formaður bæjarráðs leggi fram drög að verkáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2024. Menntaráð, skipulagsráð og velferðarráð hafa svo stefnumótandi hlutverk samkvæmt erindisbréfi og hlutverk ráðanna er meðal annars að leggja fram aðgerðaáætlun og mælikvarða til að fylgja stefnunum eftir, sem er mikilvægur undirbúningur við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Þá er það verkefni ráðanna skv. 10.gr. erindisbréfs að gera tillögur að fjárhagsáætlun um útgjaldaliði viðkomandi málaflokks ár hvert.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir