Mosfellsbær
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 505
==== 28. september 2023 kl. 10:00, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
== Fundargerð ritaði ==
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Álafossvegur 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202306004](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202306004#nhuevx9el02tzmxy6trlbq1)
Húsin í bænum ehf. Gilsárstekk 7 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta eignarhluta 0302 í við Álfossveg nr. 23. Sótt er um breytta nokkun húsnæðis úr vinnustofu í íbúðarrými.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar vegna túlkunar deiliskipulagsskilmála á grundvelli ákvæða gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
== 2. Hamrabrekkur 11 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, ==
[202307340](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202307340#nhuevx9el02tzmxy6trlbq1)
Blueberry Hills ehf. sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær geymslur á frístundalóðinni Hamrabrekkum 11. Stærðir: samtals 30,0 m².
Synjað. Lóðin að Hamrabrekkum telst fullbyggð, samtals 130,0 m², með vísan í gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Umsókninni fylgdu ekki fullnægjandi gögn samkvæmt 2.4.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
== 3. Huldugata 2-4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309465](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309465#nhuevx9el02tzmxy6trlbq1)
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 30 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum á lóðinni Huldugata nr. 2-4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 2322,2 m², 7.256,1 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
== 4. Markholt 13 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, ==
[202309358](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309358#nhuevx9el02tzmxy6trlbq1)
Andri Ingólfsson Markholti 13 sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu við einbýlishús á lóðinni Markholt nr.13 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 13,4 m², bílgeymsla 31,9 m², 172,5 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.