Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 12
**1. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024**
|Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar, drög starfsáætlunar og áherslur en áætlun verður tekin fyrir á næsta fundi stjórnarinnar.|
**2. 2309058 - Gjaldskrá félagsheimila 2024**
|Gjaldskrá félagsheimila 2024 lögð fram til umfjöllunar.|
Stjórn samþykkir að fela bæjarritara og forstöðumanni menningarstofu að ræða við Slysavarnardeildina Hafdísi um samræmingu gjaldskrár.
**3. 2309057 - Gjaldskrá bókasafna 2024**
|Gjaldskrá bókasafna 2024 lögð fram til umfjöllunar.|
Stjórnin óskar eftir upplýsingum um sektargjöld vegna bókaskila. Jafnframt er bæjarritara falið að leita álits forstöðumanna á gjaldskrármálum.
**4. 2309204 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025**
|Gjaldskrá minjasafna 2025 lögð fram til umfjöllunar.|
Stjórnin samþykkir að hækka alla gjaldskrárliði um 100 kr.
Stjórnin leggur til að felld verði út ákvæði um gjaldfrjálsan aðgang að söfnum gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts en í stað þess verði tekin upp nýr gjaldskrárliður sem gildi í tiltekið safn og veiti aðgang í eitt ár að því safni. Gjaldið nemi 2.500 kr. Vísað til bæjarráðs.
**5. 2211009 - Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar**
|Tekið fyrir að nýju umræða um menningarmót sem samþykkt var að halda í nóvember á tveimur stöðum sem hluta að undirbúningi fyrir endurskoðun menningarstefnu Fjarðabyggðar.|
Menningarmót verða tvö á milli kl. 17:00 og 18:30. Þann 14. nóvember í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði og 15. nóvember í Skrúð á Fáskrúðsfirði.
[Menningarmót Menningarstofu - Tillaga SMS 2023_September.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ZO3XBh5rkUaO5ZxouoGLCw&meetingid=f3w_2f3XYEWUa3VprZBroA1
&filename=Menningarmót Menningarstofu - Tillaga SMS 2023_September.pdf)
**6. 1811023 - Lúðvíkshúsið endurbyggt**
|Farið yfir stöðu mála í endurbyggingu Lúðvíkshúss að Þiljuvöllum og áætlanir um starfsemi þess.|
Stjórn vísar til mannvirkja og veitunefndar að framkvæmdum við endurbyggingu Lúðvíkshúss verði lokið á árinu 2024 og gert verði ráð fyrir fjármagni til verksins í fjárfestingaráætlun.