Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 646. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Samtal um stöðu og stefnu Háskólans á Bifröst ===
2307084
Umræða um framtíðaráform á Bifröst sett á dagskrá að beiðni Thelmu Harðardóttur áheyrnarfulltrúa í byggðarráði. Til fundarins kemur Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst í gegnum fjarfundarbúnað.
=== 2.6 mánaða milliuppgjör 2023 ===
2309181
Lagt fram milliupgjör pr 30.06.2023. Á fundinn mætir Halldóra Pálsdóttir frá KPMG undir þessum lið og kynnir milliuppgjörið. Til fundarins mæta einnig Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri og Kristín Lilja Lárusdóttir aðalbókari Borgarbyggðar.
Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á fyrstu sex mánuðum þessa árs og batnaði afkoman talsvert á milli ára. Afkoma A-hluta fyrir fjármagnsliði batnaði um 190 m.kr. milli ára og var jákvæð um 29 m.kr. Að frádregnum fjármagnsliðum var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 23 m.kr. sem skýrist af hækkun verðtryggðra lána.
Tekjur A-hluta Borgarbyggðar jukust um 22% á fyrri árshelmingi og námu um 2,6 ma.kr., þar af jukust um útsvarstekjur um liðlega 17% en útsvar er um 50% tekna sveitarfélagsins. Á sama tíma jukust rekstrargjöld um 13% og munar þar mestu um hækkun launakostnaðar upp á 13% en laun og launatengd gjöld voru um 63% af gjöldum sveitarfélagsins fyrir afskriftir.
Íbúar í Borgarbyggð voru 4.275 talsins við lok júní 2023 og hafði fjölgað um 8,8% á einu ári. Fjölgun íbúa, gott atvinnuástand og öflugt atvinnulíf ráða mestu um kröftugan raunvöxt tekna sveitarfélagsins. Að umfangi hefur rekstur sveitarfélagsins aukist minna en sem nemur fjölgun íbúa. Rekstur nær allra stofnana sveitarfélagsins hefur haldist innan áætlunar í upphafi árs, fyrir utan að kjarasamningar á vinnumarkaði reyndust ríflegri en vænst var. Forstöðumenn og annað starfsfólk á miklar þakkir skildar fyrir ráðdeild og skynsemi í rekstri.
Borgarbyggð nær yfir um 5.000 ferkílómetra svæði eða tæplega 5% af flatarmáli Íslands. Um helmingur íbúa býr í Borgarnesi en auk þess er þéttbýli á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi, Húsafelli, Bifröst og Reykholti og blómleg byggð til sveita. Sveitarfélagið starfrækir tvo grunnskóla á fjórum starfsstöðvum og fimm leiksskóla.
Í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins er á komandi árum gert ráð fyrir uppbyggingu bæði knatthúss og stækkun íþróttahúss í Borgarnesi, stækkun grunnskóla á Kleppjárnsreykjum og leikskólans Uglukletts í Borgarnesi. Unnið er að gatnagerð á Hvanneyri og Varmalandi, stækkun íbúabyggðar í Bjargslandi og uppbyggingu atvinnuhúsnæðislóða við Vallarás. Lítið lát er á uppbyggingu frístundabyggða og skref hafa verið stigin í uppbyggingu íbúabyggðar í dreifbýli. Þá stendur fyrir dyrum endurskipulagning byggðar í Brákarey.
Uppgjör fyrstu sex mánaða ársins sýnir fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum upp á 77 m.kr. en á sama tíma hefur lausafjárstaða sveitarfélagsins styrkst og greitt hefur verið inn á lán í stað þess að taka ný lán. Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins var 200 m.kr. og handbært fé frá rekstri 456 m.kr.
Fjárfestingar á tímabilinu voru umtalsvert minni en ráðgert var. Þar spilar inn í hátt vaxtastig og verðbólga og góð verkefnastaða iðnfyrirtækja, verktaka og hönnuða. Heildareignir A-hluta Borgarbyggðar voru bókfærðar á 9,0 ma.kr. um mitt ár 2023 og var eiginfjárhlutfall 57%. Um mitt ár námu hreinar vaxtaberandi skuldir A-hluta Borgarbyggðar um 1,5 ma.kr. án lífeyrisskuldbindinga.
Fyrirsjáanlegt er að fjárfestingar munu aukast á síðari hluta ársins en unnið er að hönnun mannvirkja og gatnagerð. Í vetur mun framboð á bæði lóðum undir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði aukast. Uppgjör fyrstu sex mánaða þessa árs gefur fyrirheit um að afkoma og fjárstreymi af rekstri sveitarfélagsins verði betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Borgarbyggð bindur vonir við að vaxtastig og verðbólgu taki að hjaðna þannig að hagfellt verði að ráðast í tímabæra uppbyggingu íþróttamannvirkja, skóla og annarra innviða.
Vísað til umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Tekjur A-hluta Borgarbyggðar jukust um 22% á fyrri árshelmingi og námu um 2,6 ma.kr., þar af jukust um útsvarstekjur um liðlega 17% en útsvar er um 50% tekna sveitarfélagsins. Á sama tíma jukust rekstrargjöld um 13% og munar þar mestu um hækkun launakostnaðar upp á 13% en laun og launatengd gjöld voru um 63% af gjöldum sveitarfélagsins fyrir afskriftir.
Íbúar í Borgarbyggð voru 4.275 talsins við lok júní 2023 og hafði fjölgað um 8,8% á einu ári. Fjölgun íbúa, gott atvinnuástand og öflugt atvinnulíf ráða mestu um kröftugan raunvöxt tekna sveitarfélagsins. Að umfangi hefur rekstur sveitarfélagsins aukist minna en sem nemur fjölgun íbúa. Rekstur nær allra stofnana sveitarfélagsins hefur haldist innan áætlunar í upphafi árs, fyrir utan að kjarasamningar á vinnumarkaði reyndust ríflegri en vænst var. Forstöðumenn og annað starfsfólk á miklar þakkir skildar fyrir ráðdeild og skynsemi í rekstri.
Borgarbyggð nær yfir um 5.000 ferkílómetra svæði eða tæplega 5% af flatarmáli Íslands. Um helmingur íbúa býr í Borgarnesi en auk þess er þéttbýli á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi, Húsafelli, Bifröst og Reykholti og blómleg byggð til sveita. Sveitarfélagið starfrækir tvo grunnskóla á fjórum starfsstöðvum og fimm leiksskóla.
Í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins er á komandi árum gert ráð fyrir uppbyggingu bæði knatthúss og stækkun íþróttahúss í Borgarnesi, stækkun grunnskóla á Kleppjárnsreykjum og leikskólans Uglukletts í Borgarnesi. Unnið er að gatnagerð á Hvanneyri og Varmalandi, stækkun íbúabyggðar í Bjargslandi og uppbyggingu atvinnuhúsnæðislóða við Vallarás. Lítið lát er á uppbyggingu frístundabyggða og skref hafa verið stigin í uppbyggingu íbúabyggðar í dreifbýli. Þá stendur fyrir dyrum endurskipulagning byggðar í Brákarey.
Uppgjör fyrstu sex mánaða ársins sýnir fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum upp á 77 m.kr. en á sama tíma hefur lausafjárstaða sveitarfélagsins styrkst og greitt hefur verið inn á lán í stað þess að taka ný lán. Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins var 200 m.kr. og handbært fé frá rekstri 456 m.kr.
Fjárfestingar á tímabilinu voru umtalsvert minni en ráðgert var. Þar spilar inn í hátt vaxtastig og verðbólga og góð verkefnastaða iðnfyrirtækja, verktaka og hönnuða. Heildareignir A-hluta Borgarbyggðar voru bókfærðar á 9,0 ma.kr. um mitt ár 2023 og var eiginfjárhlutfall 57%. Um mitt ár námu hreinar vaxtaberandi skuldir A-hluta Borgarbyggðar um 1,5 ma.kr. án lífeyrisskuldbindinga.
Fyrirsjáanlegt er að fjárfestingar munu aukast á síðari hluta ársins en unnið er að hönnun mannvirkja og gatnagerð. Í vetur mun framboð á bæði lóðum undir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði aukast. Uppgjör fyrstu sex mánaða þessa árs gefur fyrirheit um að afkoma og fjárstreymi af rekstri sveitarfélagsins verði betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Borgarbyggð bindur vonir við að vaxtastig og verðbólgu taki að hjaðna þannig að hagfellt verði að ráðast í tímabæra uppbyggingu íþróttamannvirkja, skóla og annarra innviða.
Vísað til umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Samanburður við fjárhagsáætlun 2023 ===
2305269
Lagður fram samanburður við fjárhagsáætlun fyrir 8 fyrstu mánuði ársins.
Lagður var fram samanburður á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2023. Skv. áætluninni var gert ráð fyrir að gjöld umfram tekjur væru um 2 m.kr. en rauntölur eru að tekjur eru 43 m.kr. meiri en gjöldin. Launakostnaður á tímabilinu er um 60 m.kr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir en á móti kemur að útsvarstekjur sveitarfélagsins eru um 241 m.kr. hærri en áætlað var að þær yrðu á þessu tímabili. Þá er fjármagnskostnaður umfram áætlun enda vextir hærri og verðbólga meiri en gert var ráð fyrir. Í heildina lítur vel út með rekstrarafkomu ársins en gæta þarf aðhalds og fylgjast vel með breytingum á kostnaðarliðum.
Eiríkur Ólafsson og Kristín Lilja Lárusdóttir fóru af fundi að afloknum þessum lið.
Eiríkur Ólafsson og Kristín Lilja Lárusdóttir fóru af fundi að afloknum þessum lið.
=== 4.Skorradalshreppur - samningar ===
2012111
Drög að aðalsamningi við Skorradalshrepp lögð fram.
Samþykkt og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Styrkbeiðni frá Bjsv. Brák v. húsbyggingar ===
2308005
Fulltrúar Björgunarsveitarinnar Brákar mæta á fund byggðarráðs í framhaldi af styrkbeiðni vegna húsbyggingar og framkvæmda við lóð við Fitjar sbr. afgreiðslu 642. fundar byggðarráðs. Til fundarins koma undir þessum lið Vigdís Ósk Viggósdóttir formaður Brákar og Geir Geirsson varaformaður.
Byggðarráð þakkar Vigdísi og Geir fyrir gott samtal og kynningu á starfi Björgunarsveitarinnar. Sveitin mun í framhaldinu leggja fram frekari gögn. Erindinu er vísað til umræðu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2024.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Eftirlitsskýrsla safnaráðs með Byggðasafni Borgarfjarðar ===
2309279
Framlögð skýrsla lokaheimsóknar vegna 2. hluta eftirlits safnaráðs með viðurkenndum söfnum en þar er Byggðasafn Borgarfjarðar til umfjöllunar. Til fundarins kemur Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála hjá Borgarbyggð.
Skýrsla framlögð og kynnt. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að flytja þarf safnkost úr Sólbakka fyrir árslok 2023 og að safnmunum sem nú eru í Brákarey þurfi að finna annað húsnæði. Skýrslan er gott viðmið við breytingar sem nú standa fyrir dyrum á Safnahúsinu og flutning safnmuna af Sólbakka. Frá fyrri skýrslum hafa talsverðar endurbætur átt sér stað í samræmi við ábendingar. Byggðasafnið mun upplýsa safnaráð um áætlun um frekari umbætur innan 12 mánaða.
=== 7.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023. ===
2301193
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 933 dags. 18. sept. 2023.
Fundargerð framlögð.
Fundi slitið - kl. 12:45.
Enginn háskóli á Íslandi er jafn ódýr í rekstri fyrir ríkissjóð Íslands og Háskólinn á Bifröst, byggt á fjárlögum og nemendafjölda. Þar er boðið upp á hagkvæmar námsbrautir, eingöngu fjarnám og kostnaðarþáttta nemenda er mikil.
Markmið hins opinbera er að leggja áherslu á auka aðgengi fólks að háskólanámi í sinni heimabyggð ásamt því sem sífellt er unnið að aukinni hagkvæmni í starfsemi háskóla. Þau markmið nást með uppbyggingu fjarnáms og þekkingarsetra um landið. M.v. opinber gögn er Háskólinn á Bifröst Íslandsmeistari í hvorutveggja; hagkvæmni og aðgengi að háskólamenntun í heimabyggð.
Háskólinn á Bifröst hefur gegnt lykilhlutverki í fjölgun háskólamenntaðra um land allt, ekki síst á Vesturlandi. Borgarbyggð er á mörkum landshluta. Það hefur verið sveitarfélaginu og Vesturlandi öllu mikil lyftistöng að þekkingarsetur Háskólans á Bifröst sé í Borgarbyggð. Háskólinn er nú í húsnæðisvanda. Fyrir fjarnámsskóla skipta hins vegar dags dagleg salarkynni litlu máli. Miðstöð þekkingar og tímabundið aðgengi að salarkynnum skipta hins vegar öllu máli. Borgarbyggð býður upp á þetta og er sveitarfélagið meira en reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til að þekkingarsetur Háskólans á Bifröst bjóðist viðunandi húsnæði í sveitarfélaginu.
Borgarbyggð lýsir því yfir að sveitarfélagið hefur áhuga á því að vera virkur þátttakandi í samtali um þróun byggðar á núverandi háskólasvæði. Þar eru mikil tækifæri til uppbyggingar.