Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1596
==== 5. október 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
== Fundargerð ritaði ==
Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Fyrirspurn um lóðir og lóðaleigusamninga hesthúsaeigenda ==
[202308146](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202308146#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Lögð er fram umbeðin umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar dags. 31. júlí 2023 í samræmi við afgreiðslu á 1588. fundi bæjarráðs.
Umsögn umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar lögð fram. Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjóra og umhverfissviðs til frekari úrvinnslu.
== Gestir ==
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
== 2. Erindi frá Mótomos - ósk um fjárstyrk ==
[202309668](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309668#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Erindi frá MotoMos þar sem óskað er eftir aðstoð Mosfellsbæjar við frekari uppbyggingu á svæði félagsins við Tungumela.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að taka ekki efnislega afstöðu til erindisins og að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
== 3. Kynning OR og ON á hugmyndum tengt vindorku ==
[202305818](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202305818#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynna vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar.
Fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur, Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar og Lilja Björk Hauksdóttir sérfræðingur í verkefnastjórnun og markaðsmálum, komu og kynntu vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar.
== 4. Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti ==
[202309660](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309660#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu varðandi orkuskipti.
Lagt fram.
== 5. Tillaga til þingsályktar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 ==
[202309732](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309732#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. Umsagnarfrestur er til 13. október nk.
Lagt fram.
== 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda ==
[202309734](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202309734#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda. Umsagnarfrestur er til 13. okt nk.
Lagt fram.
== 7. Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga ==
[202310019](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310019#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Bréf frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Lagt fram.
== 8. Römpum upp Ísland ==
[202310031](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310031#mbzyfpvxok692tyl6g7weg1)
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á aðkomu fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að verkefninu Römpum upp Ísland og möguleikum sveitarfélaga á samstarfi.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til umhverfissviðs til frekari skoðunar.