Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 647. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Samræmd móttaka flóttafólks ===
2303023
Afgreiðsla 141. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar: "Velferðarnefnd samþykkir þau drög sem liggja fyrir og vísar erindinu til kynningar hjá byggðarráði og svo til samþykktar hjá sveitarstjórn."
=== 2.Framvinda gatnagerðarframkvæmda á Hvanneyri og Varmalandi ===
2310014
Að beiðni Sigurðar Guðmundssonar byggðarráðsfulltrúa er staða gatnagerðarverkefna Hvanneyri, Varmalandi og á Borgarbraut í Borgarnesi tekin fyrir. Guðný Elíasdóttir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Staða verkefna kynnt.
=== 3.Hitaveita Varmalands ===
2112004
Réttarstaða sveitarfélagsins vegna nýtingar á heitu vatni á Varmalandi rædd sbr. fund byggðarráðs nr. 636 og afstaða tekin til næstu skrefa. Til fundarins kemur Sigurgeir Valsson lögmaður hjá Landslögum í gegnum fjarfundarbúnað og situr undir þessum dagskrárlið.
Lögmaður sveitarfélagins fór yfir stöðu málsins byggt á þeim gögnum sem hafa fundist. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara málsaðilum í samræmi við umræðu á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 4.Beiðni frá Golfklúbbi Borgarness um stuðning við ráðningu vallarstjóra ===
2309287
Framlagt erindi frá Golfklúbbi Borgarness þar sem farið er yfir starfsemi klúbbsins, rekstur Hamarsvallar og lögð fram beiðni um að Borgarbyggð ráði vallarstjóra til að sinna vellinum á ársgrunni. Til fundarins undir þessum dagskrárlið kemur Margrét Katrín Guðnadóttir gjaldkeri golfklúbbsins.
Borgarbyggð þakkar Margréti fyrir góða kynningu á því öfluga starfi sem fram fer hjá Golfklúbbi Borgarness. Erindinu er vísað til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun 2024.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2023 ===
2304017
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2023 nr. VI. Til fundarins kemur Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar og situr undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram tillaga að viðauka VI við fjárhagsáætlun ársins 2023. Í tillögunni er sett inn áætlun um 200 m.kr. auknar útsvarstekjur og auknar tekjur frá Jöfnunarsjóði fyrir 23 m.kr. Þá er sett inn áætlun um breytingar á launaáætlun í nokkrum deildum sem eykur kostnað um 75,4 m.kr. Þá er sett inn áætlun um hækkun vaxta og verðbóta um 57 m.kr. og 14,2 m.kr. minni tekjum af sorpgjöldum en reiknað var með í upphaflegri áætlun. Þá er sett inn áætlun um kostnað við nýframkvæmd og viðhald girðingar í Ystu-tungu auk þess sem lækkuð er framkvæmdaáætlun ársins um 113 m.kr. Gert er ráð fyrir minni lántökum á árinu sem nemur 400 m.kr. Þessar breytingar hafa áhrif til lækkunar á handbært fé um 219 m.kr. en á móti kemur að handbært fé í árslok 2022 var 426 m.kr. meira en gert var ráð fyrir að það yrði við gerð áætlunar fyrir árið 2023.
Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
=== 6.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga ===
2310004
Fyrirmynd og leiðbeiningar um gerð þjónustustefnu sveitarfélags hafa verið birtar á vef innviðaráðuneytisins. Skv. sveitarstjórnarlögum skal sveitarstjórn móta stefnu um þjónustustig sveitarfélags í bygðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Ugluklettur - Stækkun ===
2212062
Afgreiðsla frá 6. fundi byggingarnefndar vegna stækkunar Uglukletts: "Byggingarnefnd vegna stækkunar Uglukletts felur starfsmanni að óska verðfyrirspurna vegna hönnunargagna fyrir stækkun skólans. Byggingarnefndin leggur áherslu á samráð við stjórnendur og aðra hagaðila í ferlinu. Málinu vísað til byggðarráðs."
Lagt fram til kynningar.
=== 8.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023 ===
2301206
Framlögð fundargerð 456. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags.19.september.2023
Lagt fram.
=== 9.Umsagnarmál f. Alþingi 2023 ===
2301002
Til umsagnar frá innviðaráðherra þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árinu 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Samþykkt samhljóða.
Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.