Borgarbyggð
Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 224. fundur
= Fræðslunefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
Á fundinum voru Kristín Gísladóttir áheyrnafulltrúi fyrir skólastjóra leikskóla,áheyrnafulltrúi fyrir starfsmenn á leikskólum var Aðalheiður Kristjánsdóttir. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir var áheyrnafulltrúi fyrir kennara í grunnskóla.
=== 1.Fjárhagsáætlun - fræðslunefnd 2024 ===
2310007
Farið yfir megin línur við fjárhagsáætlunargerð fyrir grunn- leik- og tónlistaskóla Borgarbyggðar. Einnig áætlanir vegna frístundar og íþróttamiðstöðvar.
Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kemur til fundarins og fer yfir lykiltölur við fjárhagsáætlunvarvinnu og forsendur fjárhagsáætlunargerðar.
=== 2.Gjaldskrár á fjölskyldusviði 2024 ===
2310005
Farið yfir gjaldskrár fyrir leikskóla, mötuneyti í grunnskólum, frístund og íþróttamiðstöðvar.
Eiríkur fjármálastjóri kemur til fundarins og ræðir um almennar gjaldskrár hækkanir. Rætt verður frekar um gjaldskrár á næsta fundi nefndarinnar.
=== 3.Afsláttur af leikskólagjöldum fyrir starfsmenn leikskóla ===
2309291
Sviðsstjóri fer yfir tillögu um afslátt af leikskólagjöldum.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs ræðir hugmyndir um að vera með afslátt af leikskólagjöldum fyrir starfsmenn á leikskólum. Sviðsstjóra er falið að leggja fram tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.
=== 4.Starfsemi frístundar 2023 haust ===
2309053
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir kemur til fundarins og kynnir starfsemi frístundar.
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri tómstundamála kemur til fundarins og ræðir starf frístundar í tengslum við skólaakstur. Ljóst er að fyrirkomulagið hefur verið þannig að meðan börn bíða eftir skólabíl þá eru þau í frístund en ábyrgðin er hjá skólanum þar til þau koma heim úr skólabíl. Síðan er farið yfir mönnun fyrir veturinn og hvort það séu einhverjar lausnir fyrir börn sem komast ekki í frístund.
Fundi slitið - kl. 18:00.