Akraneskaupstaður
Skóla- og frístundaráð 224. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skóla- og frístundaráð =
Dagskrá
=== 1.Tónberg- endurnýjun á búnaði ===
2309310
Þörf er á endurnýjun á hljómbúnaði og ljósum í Tónbergi, sal Tónlistarskólans. Rut Berg Guðmundsdóttir skólastjóri TOSKA og Elfa Margrét Ingvarsdóttir aðstoðarskólastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Rut og Elfu fyrir góða yfirferð og leggur til við bæjarráð að leið C verði farin sem felur í sér endurnýjun á stjórnbúnaði í Tónbergi. Ráðið óska eftir að lagt verði mat á hvort skynsamlegt sé að skipta einnig út mögnurum í sömu aðgerð þ.e. leið D.
Rut Berg og Elfa Margrét víkja af fundi.
=== 2.Málefni leikskólastigsins 2023 ===
2307091
Tilraunarverkefni með skráningardaga í leikskóla.
Skóla- og frístundaráð fagnar góðum viðtökum foreldra við tilraunaverkefninu um skráningardaga í leikskólum. Rúmlega helmingur foreldra leikskólabarna á Akranesi hefur valið að skrá börnin sín í frí alla skráningardagana og fá þar með gjaldfrjálsan desember.
=== 3.Námsleyfi í leikskólum ===
2002322
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að greiðslum til leikskólanna vegna náms leikskólastarfsmanna sem stunda nám í leikskólafræðum samhliða vinnu og fá að sækja tíma á launum. Ekki er gert ráð fyrir viðauka vegna þessa kostnaðar þar sem fjármagn er til í fjárhagsáætlun sviðsins.
=== 4.Brekkubæjarskóli - starfsemi ===
2304063
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir, G.Erna Valentínusardóttir, Kristín Kötterheinrich og Guðrún Hjörleifasóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Arnbjörgu fyrir greinargóða kynningu á áherslum í skólastarfi Brekkubæjarskóla á yfirstandandi skólaári.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla víkja af fundi.
=== 5.Viðbrögð vegna lokunar íþróttahússins Vesturgötu ===
2309311
Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja og íþróttamála sitja fundinn undir þessum lið.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja upplýsti skóla- og frístundaráð um framgang þess að koma íþróttastarfsemi fyrir í öðrum íþróttamannvirkjum bæjarins. Meginþungi starfseminnar fer á Jaðarsbakka og er barna- og ungmennastarf þar í forgangi. Skóla- og frístundaráð þakkar Daníel fyrir yfirlitið og hans vinnu í kjölfar lokunar á íþróttahúsinu á Vesturgötu.
Daníel víkur af fundi.
=== 6.Mánaðaryfirlit 2023 ===
2303108
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri fer yfir stöðu málaflokksins.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu fyrir góða yfirferð.
Fundi slitið - kl. 10:00.