Fjarðabyggð
Mannvirkja- og veitunefnd - 19
**1. 2305071 - Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024**
|Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2024, annars vegar rekstur málaflokka í A hluta og hins vegar rekstur sjóða í A hluta. Mannvirka- og veitunefnd felur sviðsstjóra og formanni að vinna launaáætlun áfram og bera undir nefnd.|
**2. 2308173 - Erindi Jaspis ágúst 2023**
|Vísað frá bæjarráði til fjárhagsáætlunargerðar 2024, erindi Jaspis félags eldriborgara á Stövarfirði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024|
**3. 2309152 - Gjaldskrá fráveitu 2024**
|Gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umræðu. Lagt fyrir að nýju.|
**4. 2309155 - Gjaldskrá hitaveitu 2024**
|Gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umfjöllunar. Lagt fyrir að nýju.|
**5. 2309167 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024**
|Gjaldskrá vatnsveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar. Lagt fyrir að nýju.|
**6. 2309099 - Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024**
|Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar ásamt minnisblaði fjármálastjóra. Lagt fyrir að nýju.|
**7. 2309129 - Samráðsfundir vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu**
|Samráðsfundir vegna endurskoðunar á vinnureglum vetrarþjónustu. Sviðsstjóra falið að mæta fyrir hönd Fjarðabyggðar.|
**8. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023**
|Sviðsstjóri fer yfir hönnun og kostnaðaráætlun fyrir Tröllaveginn í Neskaupstað. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir að fara í framkvæmdina við Tröllaveg og vísar fjármögnunni til bæjarráðs samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði.|