Suðurnesjabær
Ferða-, safna- og menningarráð
= Ferða-, safna- og menningarráð =
Dagskrá
=== 1.Bæjarhátíð í Suðurnesjabæ 2023 ===
2305068
Lovísa Ósk Ragnarsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
=== 2.Byggðasafn og bókasafn Suðurnesjabæjar ===
1809075
Margrét I. Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna kynnti starfssemi bókasafnsins og byggðarsafnsins á árinu ásamt helstu verkefnum á næstunni.
Ráðið þakkar Margréti kærlega fyrir góða og ítarlega kynningu.
=== 3.Ferskir vindar ===
1810021
Lokun samnings
Ráðið þakkar Ferskum vindum kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og þá fær Mireya Samper sérstakar þakkir fyrir sitt framlag.
Ráðið telur mikilvægt að þeir fjármunir sem áður fóru í Ferska vinda verði áfram tryggðir í menningarmál í Suðurnesjabæ.
Ráðið telur mikilvægt að þeir fjármunir sem áður fóru í Ferska vinda verði áfram tryggðir í menningarmál í Suðurnesjabæ.
=== 4.Menningarsjóður Suðurnesjabæjar ===
2009041
Staða sjóðsins yfirfarin.
Ráðið hvetur þá sem eiga eftir að sækja samþykkta styrki sína að gera það hið fyrsta.
=== 5.Viðburðir og menningarmál 2023 ===
2305068
Viðburðir fram undan í vetur
Farið yfir dagskrá næstu mánuða:
31. október verður Hrekkjavökuhátið.
1. desember verður tendrað á jólaljósum í báðum byggðarkjörnum.
21. desember er áætlað að afhenda viðurkenningar fyrir jóla- og ljósahús í Suðurnesjabæ.
Áramótabrenna og flugeldasýning verður í umsjón Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði og fer viðburðurinn fram í Sandgerði í ár.
Ráðið hvetur íbúa til að taka virkan þátt í viðburðum.
31. október verður Hrekkjavökuhátið.
1. desember verður tendrað á jólaljósum í báðum byggðarkjörnum.
21. desember er áætlað að afhenda viðurkenningar fyrir jóla- og ljósahús í Suðurnesjabæ.
Áramótabrenna og flugeldasýning verður í umsjón Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði og fer viðburðurinn fram í Sandgerði í ár.
Ráðið hvetur íbúa til að taka virkan þátt í viðburðum.
=== 6.Önnur mál ===
2004037
Ráðið óskar eftir nánari upplýsingum varðandi framtíðarsýn um þjónustu og uppbyggingu á Garðskagasvæðinu. Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir og taka saman upplýsingar fyrir ráðið.
Fundi slitið - kl. 19:10.
Ráðið vill þakka fyrir góða kynningu á framkvæmd bæjarhátíð Suðurnesjabæjar. Ráðið vill einnig þakka öllum þeim sem komu að framkvæmd hátíðarinnar, styrktaraðilum og sérstaklega þakka sjálfboðaliðum.
Ráðið telur tímabært að bæjarhátíðin fái nafn og óskar eftir því að sækja hugmyndir að nafni í brunn bæjarbúa. Sviðsstjóra falið að setja inn á betri Suðurnesjabæ svæði þar sem íbúar geta komið með tillögur að nafni strax eftir áramótin 2023-2024.