Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 141. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarbók 2023 ===
2305037
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Guðbjörg Guðmundsdóttir verkefnastjóri í félagsþjónstu sat fundinn undir þessum lið.
=== 2.Aldan framtíðarsýn - starfshópur ===
1912081
Í meðfylgjandi minnisblaði er lagt til að breyta fyrirliggjandi stöðugildi með það að markmiði að auka fagþekking innan starfshóps Öldunnar. Því er lagt til að Velferðarnefnd samþykki út frá þeim rökstuðningi sem þar kemur fram að ráðinn verði fagaðili í allt að 60% stöðuhlutfall.
Velferðarnefnd telur mikilvægt að efla fagþekkingu innan Öldunnar og styðja við þær breytingar sem nú þegar eru hafnar á starfseminni þar. Velferðarnefnd gerir því ekki athugasemd við þá tillögu að breyta fyrirliggjandi stöðugildi og vísar erindinu inn í fjárhagsáætlunargerð í málaflokknum fyrir árið 2024.
Elísabet Jónsdóttir, deildarstjóri í fötlunarmálum sat fundinn undir þessum lið.
=== 3.Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra í Borgarbyggð ===
1804012
Umsvif akstursþjónustu aldraðra og fatlaðra hefur aukist til muna sl. ár. Til þess að verða við þeirri eftirspurn og sjá til þess að Borgarbyggð geti sinnt lögbundinni akstursþjónustu er lagt til að endurskoða fyrirkomulag þjónustunnar.
Í ljósi aukinna umsvifa akstursþjónustu Borgarbyggðar óskar Velferðarnefnd eftir því að skoðaðir verði kostir þess að akstursþjónustan verði boðin út. Lagt til að málið verið tekið fyrir á næsta fundi Velferðarnefndar.
Elísabet Jónsdóttir, deildarstjóri í fötlunarmálum sat fundinn undir þessum lið.
=== 4.Fjárhagsáætlun 2024 ===
2307011
Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 stendur yfir. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri kynnir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Lagt til að gjaldskrár er heyra undir Velferðarnefnd verði rýndar á næsta fundi nefndarinnar.
Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
=== 5.Samræmd móttaka flóttafólks ===
2303023
Drög að samningi vegna samræmdrar móttöku flóttafólks liggur fyrir, sem og drög að samning um umsækjendur um alþjóðlega vernd, sjá meðfylgjandi. Við samningsgerð hefur verið horft til síðustu bókunar Velferðarnefndar þess efnis að sveitarfélagið geti sinnt lögbundinni þjónustu og gætt verði að innviðum Borgarbyggðar.
Velferðarnefnd samþykkir þau drög sem liggja fyrir og vísar erindinu til kynningar hjá Byggðarráði og svo til samþykktar hjá Sveitastjórn.
Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Heiðrún Halldórsdóttir, verkefnastjóri móttöku flóttamanna sátu fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 12:00.