Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 302
**1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024**
|Farið yfir stöðuna við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Verkefnastjóra hafna falið að taka saman helstu áherslur í minnisblaði sem mun fylgja fjárhagsáætlun.|
**2. 2309151 - Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2024**
|Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna lögð fram til umræðu. Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá taki mið af verðlagsbreytingum og launavísitölu þar sem við á. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá gjaldskrá í samræmi við samþykkt hafnarstjórnar.|
**3. 2310043 - Ný olíulögn á Bræðslubryggju, Eskifirði**
|Lögð fram ósk Mannvits, fyrir hönd Gallons ehf., um leyfi til að endurnýja olíulögn við athafnasvæði Eskju á Eskifirði þar sem eldri lögn er ónýt. Hafnarstjórn samþykkir lagningu nýrrar olíulagnar en áréttar að framkvæmdaaðili hagi framkvæmd þannig að hún raski ekki annarri starfsemi á höfninni.|
**4. 2309225 - Hafnafundur 2023**
|Boðun á Hafnafund 2023 sem haldinn verður 20. október í Hafnarfirði|
**5. 2310041 - Samstarfsfundir Hafnasambands Íslands og Fiskistofu**
|Lagt fram til kynningar bréf Hafnasambands Íslands til allra aðildarhafna varðandi samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og Fiskistofu|
**6. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023**
|Lögð fram til kynningar fundargerð 456. fundar Hafnasambands Íslands|